Vísbending


Vísbending - 22.06.2009, Qupperneq 3

Vísbending - 22.06.2009, Qupperneq 3
V í s b e n d i n g • 2 5 . t b l . 2 0 0 9 3 Lagalegir þættir tengdir rekstri Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta hafa verið nokkuð til umræðu. Verður inntak þeirrar um­ ræðu þeim mun torskildara sem fleiri lög­ fræðingar leggja orð í belg, enda ætla ég mér ekki þá dul að bæta þar úr. Lítið hefur farið fyrir umfjöllun um hin hagfræðilega grundvöll rekstrar sjóðsins. Er það miður því lagaákvæðin eru aðeins tól sem stjórnvöld nota til að ná fram því hagræði sem sjóðnum er ætlað að stuðla að. Hlutverk banka Hlutverk banka og fjármálastofnana er að safna saman skammtímainnlánum og lána út til lengri tíma. Þjóðhagslegur ávinningur er mikill. Almenningi gefst tækifæri til að ávaxta skammtímasparnað sinn og einstaklingar og atvinnulíf eiga greiðari aðgang að fjármagni en ef þessara stofnana nyti ekki við. Það eru hins vegar alvarlegir þverbrestir í rekstrarlíkani banka og fjármálastofnana: Meginhluti skuldanna, þ.á.m. innlána er uppsegjanlegur með skömmum fyrirvara, meginhluti eignanna, útlánanna, er til lengri tíma. Venjulega skapar þessi staðreynd engin vandamál. Komi innistæðueigandi í bankann og vitji innistæðu sinnar getur bankinn notað fé úr lausafjársjóði sínum, eða fé sem síðasti viðskiptavinur lagði á reikning sinn til að sinna þörfum þess sem taka vill út. En komist á sá kvittur, með réttu eða röngu, að bankinn sé í kröggum kann málið að vandast. Tilraunir innistæðueigenda til að bjarga sparnaði sínum með því að taka út fé sitt kann að enda með greiðsluþroti bankans og jafnvel gjaldþroti. Starfhæfni banka ræðst af því hvort almenningur treystir honum eða ekki. Bankar sem almenningur treystir ekki fá ekki innlán og eru því ekki rekstrarhæfir. Hverju má treysta? Það er erfitt, kannski ógjörningur, fyrir banka að byggja upp traust almennings án einhvers atbeina hins opinbera. Einfaldasta mynd opinberra afskipta er ríkisrekstur viðskiptabanka. Það var sú skipan sem Íslendingar bjuggu við lungann úr 20. öldinni. Þá er ríkisábyrgð á öllum innlánum, beint eða óbeint. Þannig urðu innistæðueigendur í Útvegsbankanum ekki fyrir neinum skakkaföllum þegar sá banki riðaði til falls um miðjan níunda áratug 20. aldar enda sá ríkissjóður Íslands bankanum fyrir nægu reiðufé. Algengast er, þar sem bankar eru reknir af einkaaðilum, að hið opinbera krefjist innistæðutrygginga í einhverri mynd. Þá eru reknir innistæðutryggingarsjóðir sem bönkum er gert að greiða inn á í hlutfalli við innlán. Sé inngreiðsluhlutfallið 100% eru innlán fulltryggð, en nýtast bankanum ekki til útlána. Almennt talað minnkar þjóðhagslegur arður af bankastarfseminni eftir því sem tryggingarhlutfallið er haft framhald á bls. 4 Töfrabrögð? Þórólfur Matthíasson prófessor Hraðfrystar innistæður og innistæðutryggingar Margar spurningar koma upp varðandi breytingu á skatt­heimtu á lífeyrisiðgjöldum. Tvær af þeim viðamestu snúa annars vegar að því hvort með þessu sé verið að hafa vexti af lífeyrisþeganum og hins vegar um það hvort settar séu byrðar á komandi kynslóðir. Könnum þessi tvö atriði. Græðir ríkið eða tapar? Eins og vikið er að í greininni er það óumdeilt að lífeyrissjóðirnir hafa minna fé til ávöxtunar og þeir verða því óhjákvæmilega minni en ella þegar kemur að greiðslu lífeyris. Í fljótu bragði virðist sem með því sé verið að ganga á hlut lífeyrisþegans. Svo er þó ekki. Vegna þess að tryggingastærðfræðilegir útreikningar eru flóknir er dæmið hér á eftir einfaldað mikið. Engu að síður sýnir það grundvallarsjónarmiðið sem gildir í útreikningunum. Gefum okkur að skattprósentan sé 37%. Segjum að tveir einstaklingar, Þórarinn og Tryggvi, greiði báðir nákvæmlega sama iðgjald í lífeyrissjóð alla sína tíð. Sjóðurinn er ávaxtaður með nákvæmlega sama hætti alla tíð þannig að fjármunatekjur eru nákvæmlega þær sömu. Báðir fá sjóðinn greiddan út á nákvæmlega sama tíma. Gerum ráð fyrir því að sjóðurinn sé greiddur út í einu lagi hjá báðum. Tryggvi biður lífeyrissjóðinn um að skipta sínu iðgjaldi í tvennt. Annar hlutinn, sem við köllum X er nákvæmlega 63% af heildinni. Hinn hlutinn, sem við köllum Y er nákvæmlega 37% af heildinni. Þórarinn ákveður að skipta ekki sínu iðgjaldi þannig að það rennur óskipt í sjóð sem við skulum kalla Z. Þar sem X, Y og Z ávaxtast allir eins gildir alltaf að X+Y=Z. Jafnframt gildir alltaf að X=0,63×Z og Y=0,37×Z. Sem fyrr segir fá báðir lífeyrinn greiddan út í einu lagi á sama degi. Báðir eru skattlagðir um 37%. Þórarinn á þá eftir 63% af sínum sjóði eða 0,63×Z. Tryggvi tekur eftir því að sjóður Y er nákvæmlega 37% af heildinni og afhendir því skattinum allan þann sjóð. Þá á hann X eftir. Þegar þeir bera saman bækur sínar kemur í ljós að þeir eiga nákvæmlega jafnmikið því að X=0,63×Z. Tryggvi vekur þá athygli Þórarins á því að í raun væri hann jafnvel settur ef ríkið hefði strax tekið sjóð Y í sína vörslu og leyft honum að eiga sjóð X skattfrjálsan. Með öðrum orðum frá sjónarhóli lífeyrisþeganna skiptir það ekki máli hvort skatturinn er tekinn í upphafi eða lok tímabilsins. Hin spurningin um álögur á komandi kynslóðir er áleitin. Þær fara að sjálfsögðu eftir því hvernig ríkið fer með sinn hlut. Í samningum ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga er gert ráð fyrir því að ríkið borgi ekkert af Icesave­ reikningunum í sjö ár. Að loknu því tímabili á að greiða skuldirnar á nokkrum árum. Með öðrum orðum eru álögur færðar á framtíðina. Þessar álögur mætti minnka með því að verja skatttekjunum af lífeyrissparnaðinum öllum til þess að greiða niður skuldir jafnóðum. Þá er álögum beinlínis létt af komandi kynslóðum. Þetta verður að teljast réttlát aðferð við greiðslu á þessum óréttlátu skuldum.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.