Straumar - 01.01.1927, Page 11

Straumar - 01.01.1927, Page 11
S T R A II M A R 3 á innileika trúarlífsins. Enda var saratíð hans þannig, að full ástæða va.r til að innræta mönnum þetta. Hanti lifði með mönnum, sem margir hverjir miðuðu mest við hið ytra. Slíkan hugsunarhátt þurfti að leiðrétta. Það gerði Jesús ógleymanlegu með orðum sínum um hræsnina og Farísea-hu gsunarháttin n. En reynslan sýnir, að enn er þörf á að leggja áherzlu á þetta atriði. Þvi að enn virðist það ríkt í hugum margra, að niiða trúarlífið of rajög við kenni- setningar og ytri guðræknisiðkanir, og að blanda saman hinu kirkjulega og kristilega. Sem dæmi þessa má nefna alla þá, er miða trúarlíf sitt eða annara við b ó k s t a f, en ekki anda, hvort sem það er við bókstaf Biblíunnar eða við bókstaf kirkjulegra kennisetninga og útskýringa á staðreyndum trúarinnar. Dæmi þessa eru einnig þeir, sem meta trúarlíf sitt og annara eftir ytri guðræknisiðkunum, hvort heldur hús- lestrum, kirkjuferðum eða sókn kirkjulegra funda eða fé- lagssamkoma, er fást við kirkjuleg og kristileg mál, — fremur en eftir samfélagi sálarinnar í einrúmi við Guð og hinn andlega heim. Það sem réttmætt er í tali manna uin barnatrúna, sem aldrei megi missast, fer í þá átt, að leggja áherzlu á innileika trúarinnar. Því að einlægnin og trúnaðartraust- ið einkennir barnslundina og birtist hjá hverju trúuðu barni. — Þau einkennin þurfa ávalt að varðveitast, eigi trúarlíf mannsins að haldast heilbrigt. — En samfara innileikanum þarf að vera kraftur. Trú- arlífið þarf að vera starfandi líf. Þar er annað ein- kenni heilbrigðs kristilegs trúarlífs. Æðsta mark og mið kristindómsins er að opna mönn- um aðgang að guðlegum mætti; að vera kraftur Guðs til hjálpræðis, þ. e. kraftur í lífi hvers trúaðs manns til þroska og göfgunar, bæði trúarlega og siðferðilega. Pagnaðar- erindi Krists er ekki aðeins opinberun eðlis Guðs og fræðsla um takmark mannsins og siðferðilega breytni, heldur öllu öðru fremur kraftur, er birzt hefir í veikum mönnum. Nýja-testamentið segir, eins og vér vitum, mikið frá

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.