Straumar - 01.01.1927, Side 16

Straumar - 01.01.1927, Side 16
8 STRAUMAR ula: „Ekki er svo, að eg hafi þegar náð því eða sé þeg- ar fullkominn, en eg keppi eftir því, ef eg skyldi geta höndlað það, með því að eg er höndlaður af Kristi Jesú. Bræður, ekki tel eg sjálfan mig enn hafa höndlað það; en eitt gjöri eg: eg gleymi því sem að baki er, en seil- ist eftir því sem fyrir framan er, og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna, sem himinköllun Guðs fyrir Krist. Jesú býðuru (Fil. 3, 10.). Heilbrigð syndavitund trúaðs manns er ávalt samfara tilfinningunni fyrir því að vera of fjarri hugsjóninni. Hún er sorg yfir þeim mun á hugsjón og veruleika, sem líf mannsins ber vott um. — Þannig má þá einkenna hið heilbrigða trú- arlíf með 4 orðum, með orðunum: innileiki, kraftur, kærleikur, þroski. Sú niðurstaða prófast bezt með því að virða fyrir sér líf frelsara vors, sem vér, sem viljum vera lærisveinar hans, erum sannfærðir um, að lifað hafi heilhrigðustu trúarlífi á jörðu vorri. Þegar vér virðum fyrir oss mynd hans, sjáum vér blasa við oss í fegurstu mynd þessi i'jögur einkenni trú- arlífsins. Sé því spurt um, hvað vér eigum að gjöra, til þess að trúarlíf vort megi vera sem heil- b r i g ð a s t í þessa stefnu, sem eg hefi hér talað um, þá verður svarið ótvírætt þetta: Gjörum oss sem mestfar um að eignast huga Krists, eignast lunderni hans. Eignast háleitu hugmyndirnar hans og göfugu hugsjón- irnar, eignast sem mest af þeirri þekkingu á Guði og hinu góða, sem vér eigum honum að þakka, svo að skynsemi vor mætti vera uppfrædd og leidd af anda hans. Eignast eitthvað af kærleiksþelinu hans, eitthvað sem er í ætt við hinn djúpa og dýrlega kærleika hans til Guðs og manna. Eignast eitthvað af viljafestu hans, viljaþrótti

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.