Straumar - 01.01.1927, Page 17

Straumar - 01.01.1927, Page 17
STBAUMAR 9 hans og þeira öruggleika guðstraustsins, er hann átti á svo háu stigi. Guð gefi oss öllum náð til þessa, veri máttugur í oss og styrki þrá vora og veika viðleitni. Te I)eum laudamus. (Gömul saga). Þrír klerkar voru á leið til himnaríkis og hittust á förnum vegi. Þeir urðu samferða og fóru að tala saman. Leiddist talið fljótt að því, er þeim var öllum efst í huga, trúmálum. Kom þá í ljós, að einn var kaþólskur, annar Calvins-sinni og hinn þriðji Lútherstrúar. Hófust nú harð- ar ræður með þeim og urðu þeir hvergi á eitt sáttir, en deildu lengi um hina einu sönnu trú. Loks komu þeir að hliði himnaríkis, þar sem heilagur Pétur postuli gætir dyra. „Burt með ykkur. Þið hafið hér engan rétt til inn- göngu“, æpti kaþólski presturinn og var reiður. Slík urðu og óp hinna tveggja, að hvorum þeirra þótti sem honum eínum bæri réttur til inngöngu. En er Sankti Pétur heyrir háreystina, skygnist hann út og spyr, hvað sé títt um komumenn, eða hví þeir láti svo. Þá gall kaþólski presturinn við og mælti: „Báðir samferðamenn mínir eru argir villutrúarmenn, en eg er sanntrúaður rómversk-kaþólskur pater (faðir)“. „ Rómversk-kaþólskur —? Það þekkjum vér ekki hérnamegin“, sagði Sankti Pétur og hristi höfuðið. „En hverjir eruð þið hinir?“ „Eg er prestur í hinum calvinska sið“, svaraði annar hinna og kendi drýldni í rómnum. „Calvinskur —? Ekki þekki eg það“, sagði Pétur og sneri sér að þriðja gestinum.

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.