Straumar - 01.01.1927, Qupperneq 19

Straumar - 01.01.1927, Qupperneq 19
STRAUMAR II Þá stóð eg upp og út í myrkríð gekk, en um mig hrollur fór af nístingskalda, og frá mér varp eg skræðum allra alda: Sjá, eg var frjáls og laus af vanans bekk. En fast um ökla’ eg fann samt þungan hlekk, sem fætur þreyttir máttu trauðla valda. Og tilverunnar helgreip snart mitt hjarta, — eg horfði gleðivana’ í myrkrið svarta. Þá beindi eg til fjallsins minni för, þótt færðin væri þung og erfið gangan. Ef hinzta leiðin fyrir jarðlífs-fangann var fær, ég vildi’ að leyndardómsins skör. Eg nýrrar reynslu girntist goðasvör, og grun mér vakti’ í húmi blóma-angan um eitthvað dýrðlegt bak við björg og hlíðar, á bak við sanda’ og eyðimerkur víðar. Loks fékk ég svar við sálar minnar þrá; eg sá í fegurð nýja dögun rísa. Og sólskin glóði yfir jökla’ og isa, um engin græn og sævardjúpin blá. Já, nýjan heim mér hlotnaðist að sjá, — ég heyrði’ í fjarska raddir góðra dísa. Og djúpt í lotning laut eg helgu valdi, sem leit á mig frá opnu himins tjaldi. Jakob Jóh. Smári. Þeir, sem fundið hafa réttar leiðir, geta aðeins sýnt það öðrum með því að taka framförum. Joh. Mtíller. Beindu augum þínum i sólarátt og skuggarnir munu hörfa að baki þéi\

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.