Straumar - 01.01.1927, Side 20

Straumar - 01.01.1927, Side 20
12 S T R A U M A R Grnðshugmynd Jesú. Á 1. sunnudag eftir þrettánda flutti próf. Har. Nielsson ræðu um það i Fríkirkjunni: Getum vór öðlast þekking' A Guði ? — út frá orðum Páls (í Post. 17,23) um altarið i Aþenu, er á var ritað „Ókunnum guði“, og þessum orðum í guðspjalli dagsins: „Vissuð þið ekki, að mér ber að vera i þvi, sem mins föður er?“ - I niðurlagi ræðunnar fórust honum svo orð: „Vér byrjum að koma guðshugmyndinni inn lijá börn- unum þegar á bernskuárum þeirra. Jesús var ekki nema 12 ára, þá er harin sat mitt á meðal lærit'eðranna og gerði hvorttveggja, að lilýða á þá og spyrja þá. — Vér byrj- um á því að segja barninu frá Gruði og reyna að koma inn hjá því trú á Guð. En þá er eg kominn að hugsun- inni, sem greip mig hér í kirkjunni á nýjársdag, og eg gat um áðan, að orðið hefði tilefnið til þessarrar ræðu. Hugsum vér nægilega um það, að koma föðurhugmynd Jesú hreinni og óflekkaðri inn hjá börnunum? Er oss það nægilegt áhugamál, að henni sé ekki blandað saman við aðrar guðshugmyndir, sem lýta hana og rýra í augum barnsins, þegar það er komið á fullorðins ár og tekur að hugsa af alvöru um þessi efni? Vér megum ekki gleyma því, að í biblíunni er sagt frá mjög mismunandi stigum guðshugmyndarinnar. A lægstu stigunum, sem þar er skýrt frá, er hún mjög ófullkomin. Já, ef þú lest sálmabók vora vandlega, þá muntu sannfærast um, að sálmarnir flytja oss guðshugmynd Jesú engan veginn allir jafnhreina. Margir þeirra bera mjög merki af trúarkerfum síðari tíma, sem eiga í raun og veru lítið skylt við kenning Jesú sjálfs. Þegar eg hlustaði á sálminn „Hvað boðar nýárs blessuð sólu hér í kirkjunni á nýársdag, kom mér til hugar: Hlýt- ur ekki slík hugmynd um Guð og sú, er hér er sett fram, að draga hugi manna að kirkjunni og trúmálunum? Get- ur nokkur annað en laðast að henni? Mér er það enn

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.