Straumar - 01.01.1927, Qupperneq 21

Straumar - 01.01.1927, Qupperneq 21
STRAUMAB 18 minnisstætt frá unglingsárum minum, er eg sá sálma- bókina nýprentaða og hlustaði á fyrsta dóminn um hana. Þá var þessi sálmur lesinn upp, til þess að sýna ágæti hennar og yfirburði yfir gömlu sálmabókina. Allir við- staddir daðust að sálminum. Mörg ár eru liðin síðan, en eg hefi aldrei heyrt nokkurn mann setja út á neitt í þess um sálmi, heldur hafa allir lokið lofsorði á hann. Það er ekki rímsnildin, sem gert hefir hann svo vinsælan, held- ur fyrst og fremst fegurð guðshugmyndarinnar. En hversu margt í kenningarkerfunum hefir fælt ung- lingana burt frá kristindómi og kirkju, er þeir stækkuðu? Getur guðshugmynd Jesú, hrein og óflekkuð, fælt nokk- urn ungling burt? Höfum vér ekki hugsað of mikið um að láta ungling- ana læra þungskilið fræðikerfi, en gleymt að uppörva þá nógu alvarlega til þess að gefa sífelt gætur að guði í sjálfum sér, að guðs rödd hið innra í samvizkunni og trúa á alt hið bezta í vorum innra manni? Eitt sinn heyrði eg stóran barnahóp hér í Reykjavík syngja þessar ljóðlínur við vorpróf: „Trúðu á tvent i heimi, tign sem hæsta ber: guð i alheimsgeimi, guð i sjálfum þóru. Hugur minn fyltist lotningarfullum unaði og klökknaði af samhygð með börnunum. Mér fanst þau vera að bera fram trúarjátning sína — trúarjátning, er vér gætum öll sameinast um og oss mundi nægja um alla eilífð«. Kringsjá. öriine Hliitter. Zeitsehrift fiir persönliclie u. völkische Lebensfragen von Dr. Johannes Miiller. - Utg.: Verlag der Griinen Blíitter, Post Klais (Oberbayern). Dr. Johannes Miiller er þýzkur trúspekingur. A fjórða tug ára

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.