Straumar - 01.10.1929, Síða 11

Straumar - 01.10.1929, Síða 11
STRAUMAR 1Ó3 flokkadrætti og deilur. Páll fer þar inn á ýms guðfræðileg- efni, merkastur er 15. kap., um uppiisuna og andlega lík- amann. En ketta bréf, þótt langt væri og ítarlegt, kom ekki að liði. Timoteus kemur um sumarið 55 til baka með illar fregnir að vestan. Hann hafði engu getað um. þokað, og menn voru famir að gerast Páli fráhverfir. Páll bregður sér því til Korintu til að taka sjálfur í taumana, en alt kemur fyrir ekki. Ilann ræður ekki við neitt og snýr hið skjótasta heim til Efesus. Er heim kemur, sest hann niður og skrifar Korintumönnum þriðja bréfið, afarharðort, og sendir lærisvein sinn, Titus, með það, seinni part sum- ars 55. Þetta bréf hefir verið talið glatað, en áreiðanlegt er talið að kap. 10—13 í 2. Kor. séu kafli úr þessu bréfi. Þeir stinga svo í stúf við það, sem á undan er, að auðséð er, að þeir tilheyra ekki 2. Kor. Á þessum kapítulum sjáum vér, að Páll hefir mætt mestu ósvífni af söfnuðinum. Þeir hafa núið honum því um nasir, að hann væri á allan hátt síðri en hinir postularnir, væri hringlandi, og jafnvel, að hann hafi ætlað sér að stela samskotafénu, sem hann hafði safnað hjá þeim handa söfnuðinum í Jerúsalem. Efni þessa 3. bréfs (2. Kor. 10—13, 10) er því vörn Páls gegn þess- um ásökunum. Annað Korintubréf. Nokkru eftir brottför Titusar með harðorða bréfið heldur Páll yfir um til Makedoniu (um haustið 55), hittir þar Titus, sem þá var að koma sunnað að frá Korintu. Ber Titus honum góðar fregnir af söfnuðinum, hann hafi skipazt við bréf Páls og snúizt með honum aftur. Við þetta verður Páll ákaflega glaður og ritar Korintumönnum 4. bréfið, seint á árinu 55 frá einhverjum bæ í Makedoniu. Sendir hann Titus með bréf- ið suður eftir en dvelur enn um hríð í Makedoniu, áður en hann fer suður eftir til Korintu. Þetta 4. bréf er það bréf, sem í biblíunni er kallað 2. Kor., þ. e. a. s. kap. 1—9 og 13, 11—13, sem er kveðja. Höfuðkafli bréfsins er um postula- dóm Páls, og svo fagnaðarorð yfir því, að söfnuðurinn hefir snúið frá villu síns vegar.

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.