Straumar - 01.10.1929, Síða 13

Straumar - 01.10.1929, Síða 13
ijTEAUMAH 155 talið ritað af honum fram á síðustu tíma, en það er afar- mikið vafamál, að svo sé, en fáir treystast þó til að skera úr því með neinni vissu. Það, sem á móti því mælir, er helzt þetta: Stórir kaflar í því eru nærri orðréttir eins og í Kolossabréfi Páls og' þykir það grunsamlegt og benda frekar til þess að einhver annar hafi samið Ef. upp úr Kol. og eignað Páli. Aðrir benda á, að það sé eðlilegt, þar eð Páll hafi samið bæði bréfin nærri samtímis. Orðfærið og stíllinn á Ef. er ólíkt því sem annars hjá Páli, svo að greinilegur mismunur er á því. Ennfremur er guðfræði Ef. að ýmsu leyti ólík Páls. Bréfið hefir hinsvegar verið eignað Páli svo lengi, sem sagnir eru um það, éða frá því um 100 f. Kr., og þykir óliklegt, að hægt hefði verið svo snemma að koma fram falsbréfi, er éignað væri Páli, svo skömmu eftir dauða hans. Ástæður með og mót eru þann- ig vaxnar, að ómögulegt er að skera úr. En ef Páll hefir skrifað bréfið, er hinsvegar ómögu- legt, að það sé skrifað söfnuðinum í Efesus sérstaklega, og reyndar ekki heldur þó annar sé höf. Páll var nauð- kunnugur söfnuðinum í Efesus, en þess sér hvergi merki í bréfinu; það er eins ópersónulegt og frekast er hægt. Þá er annað. Ýms gömul handrit sleppa orðunum ,,í Ef- esus“ í kveðjuávarpinu (1, 1), og einn „villutrúarmaður“, Markíon, sem snemma á 2. öld „lagaði“ ýms rit N. T. eftir því sem honum þótti betur, setur í stað þess í „Laodikeu“, en til þess gat hann ekki haft neinar trúfræðilegar ástæð- ur. En Laodikea er borg í Litlu Asíu, ekki langt frá Efe- sus. Skýringin á þessu öllu gæti helzt verið sú, að Efesusbréfið hafi verið umburðarbréf til margra safnaða í ýmsum borgum Litlu Asíu, hver söfnuður tekið afrit af því og eignað sér það. En með því að Efesus var merkust þessara borga, hafi bréfið breiðzt út þaðan til vesturlanda, en Markion hafi fengið sitt eintak frá Laodikeu. Þessi til- gáta getur því staðizt, hvort heldur Páll hefir skrifað bréfið eða ekki, og er mjög sennileg. Ef Páll hefir skrifað bréfið, mun það skrifað árið 60—61 í varðhaldinu í Róm. Ef einhver annar er höfundur þess er ekki hægt að ákveða það nánar en milli áranna 60 og 90 e. Kr„ því að í

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.