Straumar - 01.10.1929, Síða 16
158
STKAUMAK
varp til sameiningar þessara þriggja kirkjuíélaga og sent hverju
kirkjufélagi til frekari athugunar. Talið er mjög sennilegt, að
til sameiningar dragi með þeim, því að fátt ber á milli. Bræðra-
kirkjan var stofnuð af Philip William Otterbein, presti úr re-
iormeruðu kirkjunni, þegar áhrif Wesley’s bárust út á meðal
Jijóðverja 1 Pensylvania, Maryland og Oliio. Evangeliska synodan
er eiunig af þýzkum uppruna, einskonar miðlunarstefna milli
lúterskra og kalvinskra prótestanta og' getur því með hvortveggja
kirkjunni unnið. — Er það vel, að þessar kirkjudeildir sam-
einist.
Loks er sagt, að Congregationalistar og „Christian" kirkju-
íélögin og jafnvel Universalistar sé að hugsa um sameiningu.
Virðist sá tími óðum vera að nálgast í Ameríku, að hvorki sé
þar Gyðingur eða grískur, heldur allir sem einn maður í kirkj-
unni og er það vel farið. — - Eins og kunnugt er sameinuðust
Maþódistar, Congregationalistar og Presl)yterar í Canada árið
1925 1 „The United Church ot' Canada". B. K.
Handbókardeilan í Englandi. Eins og menn muna feldi
neðri deild enska þingsins breytingar þær sem gerðar höfðu
verið á handliók ensku kirkjunnar, sem cr frá 1602. Bréytingar
þessar stefndu mjög í kaþólska átt. Biskuparnir tóku þá með
ráð, að prestum skyldi leyft að nota nýju handbókina eða þá
gömlu eftir vild.
Dr. Barnes. Vegna frjálslyndra skoðana doktors Barnes,
biskups í Birmingham, sem lesendur Strauma kannast við, og
doktors Mayors í Oxford, liafa ensku biskupamir ákveðið að
þola ekki neitt sem stríði móti handbókinni frá 1662 og 1928.
Stjómin í Mexíkó hefir ákvcðið, að framvegis skuli engir
áfengir drykkir veittir í öpinberum' veizlum.
Hernaóur oy trúarbrögð. 12. grein stjórnarskrár Jugoslaviu
hljóðar s\o: „Enginn getui' skorazt undan borgaraleguin- og
herþjónustuskyldum með skírskotum til fyrirmæla trúarbragða
sinna". í 3. grein 43. kap. ungversku stjórnarskrárinnnr frá
1895, sem enn er í gildi, stendur: „Trúarsannfæring eða kirkju-
lög geta ekki leyst neinn undan því að gegna hverri þeirri
skyidu, sem lög leggja honum á herðar“. þessi iönd hafa verið
kaþólsk í 1200 ár.
Sunnudagur dýranna. Samband norskra dýravcrndunar
félága liefir komið þvi til leiðar við norsku kirkjustjórnina, að
einn sunnudagur á ári væri sérstaklega helgaður dýrunum.
Var það i fyrsta skifti 25. ágúst í sumár. ])n var Öllum prestum
gert að skyldu að minnast dýranna og minna menn á skyldur
sínar við þau. Er slíkt fagur siður og eftirbreytnisverður og
verður vonandi tekinn upp hér fljótlega. Dýraverndunarfélag
hefir um alllangt skeið verið starfandi hér á landi. Hefir það
vafalaust unnið gott og gagnlegt starf, og orkað miklu í þá átt