Straumar - 01.10.1929, Page 17
STRAUMAR
l!i9
að anka samúð vora og moð dýrunum, og minna oss á ábyrgðar-
tilfinninguna, sem vér höfum gagnvart þeim. En ekki hefir það
enn Ijeitt sér fyrir þvi \ ið kirkjustjórnina, að prestum væri gert
að skyldu að predika um þau. Noi'sku dýráverndunarfélögin
hafa nú gefið fordæmi, sem fagurt er til eftirbreytni fyrir Dýra-
verndunarfélagið hcr. það ætti þ\i sem fyrst að snúa sér til
herra biskupsins meö ósk um jættu mál og ákveða daginn í
samráði við hann. Prestum myndi ljúft að minnast „þörfustu
þjónanna" af stóli, og gætu áorkað miklu. Og reynslan sýnir, að
þessa er full þörf. Oss er ekki nóg að revna að vera miskun-
samir Samverjar hver gagnvart öðrum, vér eigum líka að vera
það gagnvart dýrunum, sem þjóna oss og hjálpa í lífsbaráttu
vorri. Og það or viðurstygð kristnum manni að fara illa nieð
skynlausar skepnurnar, og það ætti engum að þolast. Sunnu-
dagur dýranna mundi vera ágætt ráð til þoss að ala þjóðar-
vitundina upp í það, að engum komi framvegis til hugar að
misbjóða skepnunum á nokkurn liátt.
Slíkt er þjóðarsæmd. Slíkt er mcnningarauki.
Kr. F. St.
Prestafundur og safnaðarfulltrúa fyrir Múlaprófastsdæmin
var haldinn 27. og 28. ágúst s. 1. á Ileyðarfirði. Sóttu hann 6
prestar og einn guðfræðikandidat auk (i safnarfulltrúa og
annara gesta er sátu fundinn. IJmræður sneruSt aðaliega um
þau atriði, sem kirkjumálanefndinni liaíði verið falið til at-
hugunar. Tillögur voru samþyktar um þau atriði allflest.
Hnigu sumar þeirra í líka átt og tillögur synodusar, um sama
efni, en aðrar i andstöðu; nokkur nýmæli komu og fram, sjer-
staklega í sambandi við stjórn kirkjumála. Tillögurnar allar,
i heild sinni eru svo langar, eða c;kki verður hægt að birta
þœr í „Straumum". Mun fuiulargorðin bráðlega verða hirt, og
munu þá „Straumar" ef til vill taka þær tillögur til nánari at-
hugunar, seni sjerstaklega þýkja athyglisverðar. Guðþjónustur
voru háðar báða dagana og erindi flutt. P- P-
Prestafélagsritið 1929 er nýkomið út. Er það nokkru minna
en i fyrra, 170 blaðsíður. Efni þess er þetta:
Krafa kristindómsins um iðrun og afturhvarf eftir próf.
S. P. Sivertsen. pörf hugvekja. Barnatrú eftir séra Sig. Einars-
son, morkasta greinin í ritinu og veigamesta. Fjögur sálma-
lög, samin af Björgvini Guðmundssyni í Winnipeg, mjög falleg
öll. Nikodemus eftir séra Knút Arngrímsson. Fræði Lúters 400
ára eftir séra Bjarna Jónsson. Minning eftir Fr. Friðrikssdn.
Kirkjumálanefndin nýja og tillögur síðustu prestastefnu, eftir
S. P. Sivertsen. Kirkjan, sálmur eftir Vald. V. Snævarr. Lút-
erka kirkjuþingið í Kaupmannahöfn, eftir séra Friðrik Hall-
grímsson. íslenski söfnuðurinn í Kaupmannahöfn, eftir sama.
Kirkju Englands á 19. öld, eftir dr. theol. Tón Helgason biskup,