Straumar - 01.10.1929, Qupperneq 18

Straumar - 01.10.1929, Qupperneq 18
60 STRAUMAR afar fróðleg grein. Nokkur orð um kirkjumál og kirkjulíf Finna, eftir séra Sig. Einarsson, skemtileg ritgerð. Örbyrgð og auður, eftir séra Arna Sigurðsson. „Faðir vor“ sem merki kirkjunnar, eftir séra Jakob Jónsson, hressandi groin um trúarjátningam- ar. Prestafélagið eftir S. P. S. Erlendar bækur, eftir ýmsa. Alt eru það bækur á Norðurlandamálum, nema 10 línur um þýzka alfræðiorðabók í kirkjusögu. petta er fullþröngur sjóndeildar- hringur. Hér er ekki rúm til að segja nánar frá efni ritsins, en að þessu sinni er það mjög vcl úr garði gert, flestar grcinarnar skemtilegar og vel ritaðar, og sumar stórmerkar, sérstaklega grein séra Sig. Einarssonar um barnatrúna. þar fer alt saman: mcrkilegt og tímabært efni, lærdómur, rökfesta og snildarfag- urt íslenzkt mál. Prestafélagsritið kostai- aðeins kr. 5,00 og fæst hjá öllum prestum landsins. Sóknarnefndafundurinn, sem getið var um í síðasta blaði, var haldinn 15.—17. okt. s. 1. Fór hann að öllu friðsamlega fram og var þar rætt um ýms merk inál og nokkrar ályktanir samþyktar. — Frk. Halldóra Bjamadóttir flutti þar erindi um samvinnu skóla og heimila. pótti henni hún of litil og mun það sízt oímælt. Tólcu ýmsir til máls, og ályktun var samþykt þess ofnis, að samvinnan þyrfti að aukast, m. a. með sameigin- legum fundum foreldra og kennara, að fulltrúar foreldra sæktu kenslustundir við og við, með námskeiðum og leiðbeiningum fyrir forcidra. — Frk. Laufey Valdimarsdóttir flutti erindi um mæðrastyrki og var því máli vel tekið, og svohljóðandi yfir- lýsing samþykt: „Fundurinn er því einróma meðmæltur, að sctt verði lög um mæðrastyrki, og heitir því máli fylgi sínu“. Séra Eirikur Albertsson á Hesti flutti erindi um bókmentir og kristndóm. Ekki er oss kunnugt efni þess, en umræður féllu að lokum svo, að „ráðlegast þótti að endursenda útgefendum þau tímarit og blöð, sem ílyttu hneyksianlegar greinar", og „talin full ástæða til að vara alvarlega við nýjustu kynferðismála- bókunum, þar sem þær gætu valdið siðspillingu hjá óþroskuðu fólki“ („Vísir" 18. okt. 1929). Ekki sést tilgreint, hvað fundur- inn teldi hneykslanlegar greinar, eða hvaða „kynferðismála- bækur" hann átti við, hvort það væru t. d. hinar ágætu bækur dr. Mariu Stopes Hjónaástir og Ástalif hjóna cða einhverjar aðrar. Kennir hér sömu „loðmælanna, óheilindatina, ragmensk- unnar og óheiðarleikans", sem berlega birtist á prestastefnunni 1927 (sbr. Strauma 1. ár 8. tbl.). Mega víst prestar, sem þar voru, una vel við hversu þeim hefir tekizt að móta sóknar- nefndirnar eftir sjálfum sér í því efni. Annað eftirtektarvert gerðist ekki á fundi þessum, eftir því sem dagblöðin greina frá. E- M. Prentsmiðjan Acta — 1929.

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.