Brautin


Brautin - 01.02.1929, Síða 1

Brautin - 01.02.1929, Síða 1
foitstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. SSmi 1385. Marta Einarsdóttir. Simi 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Simi: 491. Afgreiðslu annast Sigurborg lónsdóttir. 1. árgangur. Föstudaginn 1. febrúar 1929. 31. tölublað. Athugasemd Lyfjabúö Sjúkrasamlagsins“ n y Tilkynning. Afgreiðsla Drautarinnar er flutt á Lokastíg 19 uppi. Sími 1385. Afgreiðslan er opin daglega frá kl. 5—7 e. m. Ef vanskil verða á blaðinu eru menn vinsamlega beðnir að hringja á þeim tíma. f 1J 1 tilefni af grein, með þess- ari fyrirsögn i „Brautinni“ 18. janúar, skal ég leyfa mér að gera litla athugasemd. Greinin er meðal annars árás á lyfjabúðirnar fyrir það, að þær selji lyf eftir verðlagsskrá,. sem sé sniðin eftir okurverð- lagsskrá erlendra lyfjabúða. í þessu sambandi skal ég leyfa mér að benda á, að danska lyf- sala-félagið, lét fyrir nokkrum árum rannsaka og bera sainan verðið á 25 mismunandi með- ulum í hinum ýmsu löndum,1 eftir gildandi verðlagsskrá þess- ara landa. Samanburðurinn er lærdómsrikur, því hann sýnir hinn mikla mismun, sem er á lyfjaverði hinna mismunandi landa. Ódýrust réýndust lyfin i Danmörku, því það, sem þar kostaði kr. 0.87 kostaði í Nor- egi kr. 1.00, Belgíu kr. 1.22, Þýskalandi kr. 1.25, Portúgal kr. 1.40, Ítalíu kr. 2.09, Frakk- landi kr. 2,13, Englandi kr. 2.23 og New York kr. 3.02. Ðýrust reyndust lyfin í Ameriku. Þar er frjáls lyfjaverslun. Að tilhlutun heilbrigðisstjórn- arinnar gefur stjórnin út ár hvert verðlagsskrá, sem lyfsal- ar og læknar eiga að fara eft- ir. Þessi skrá er þýðing á dönsku verðlagsskránni, sem er samin samkvæmt konunglegri tilskipun frá 8. maí 1917. Þessi tilskipun mælir svo fyrir, að lagt skuli á lyf frá 50—100% eftir innkaupsverði vörunnar, að meðtöldum kostnaði. í hinni ísl. verðlagsskrá, hefur þess aldrei verið gætt að fullu, að flutnings-, vátryggingar-, vöru- folls og önnur dýrtiðargjöld hafi aukist mjög og margfald- ast á siðustu árum. Hafa því lyf verið seld 'með minni álagn- ingu hér á landi en í Dan- mörku, enda þótt Danmörk, samkvæmt þvi, sem áður er skrifað, reynist það land, sem seluj- ódýrust lyf. Þá er þess getið að fjöldi manna, fyrst útlendir svo inn- Jendir, hafi orðið hér vel fjáð- *r og það með því að skatt- ^ggja sjúka og fátæka. Hér er miður falleg árás á lyfsala- stéttina, sem hefur við engin rök að styðjast. Hliðstætt þessu «tti að kalla skatt á sjúklinga, það sem þeir borga fyrir mat, sjúkrahúslegu og læknishjálp. í sambandi við þetta skal þess getið, að komi það fyrir, að fá- tæklingar, sem á meðulum þurfa að halda, hafi átt erfitt með eða ekki getað borgað þau, hafa þeir fengið lyfin fyrir lítið eða ekkert og býst ég við að svo hafi verið .víðar. Stríðsárin eru liðin og annað tímabil komið. Það voru mikil umbrot, jafnt í fjármálum sem öðru, sem gjörðust á þeim tím- um. Það var ekki lyfjaverslun- in sem gjörði „stríðs-lyfsalana“ efnaða, það var hin mikla á- fengissala, sem átti sér stað, en sem nú er algjörlega horfin. Það er ekki ósjaldan, að því er haldið fram, að nlikill gróði sé að reka lyfjaverslun. En það er eins fyrir þessum verslunum og hverri annari, að það er mest undir eigandanum sjálfum lcomið. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir siðan ein lyfjabúð hér á landi varð gjald- þrota, og er það stórt gjaldþrot, sem gefur ekki meira en 5% — ef það verður þá svo mikið. Önnur lyfjabúð varð hér gjald- þrota fyrir örfáum árum. Þetta er besla sönnunin fyrir gróða lyfjabúðanna. Tillögu yðar um stofnun á nýrri Iyfjabúð fyrir Sjúkra- samlagið er ekki hægt að ræða hér. Yrði það of langt mál. Að- eins skal ég geta þess, að ég vil ekki óska Samlaginu svo slæmr- ar framtjðar, að það ætti eftir að verða fyrir því áfalli, sem það hlyti að hafa í för með sér, ef það ættj að stofnsetja lyfja- búð. Þessi nýja lyfjabúð gæti ekki selt lyfin ódýrari en þær lyfjabúðir, sem fyrir eru. — Og þess fleiri lyfjabúðir sem koma í Reykjavik, þess dýrari hljóta lyfin að verða, ef Iyfjabúðirn- ar eiga að geta þrifist. St. Th. „Brautin" vill gera þessar athugasemdir við ofanritaða grein: Það er erfitt að stinga svo á gömlu kýli að ekki kunni að svíða nokkuð undan. í grein Brautarinnar um „Lyfjabúð Sjúkrasamlagsins" var sýnt fram á það, að lyl'sala hér í bæ væri talin með gróðavænlegustu atvinnugreinum. Þetta þótti Brautinni athugunarvert, því fjöldi af sjúku og fátæku fólki á rrtjög erfitt með að greiða dýr lyf. Það virtust allar líkur benda til að þessi mikli gróði hlyti að stafa að nokkru af því, að verðlagsskrá lyfsala væri of há, því ekki er kunnugt um, að lyfsalar hafi selt lyfin yfir verðlagsskrárverði. Þetta taldi Brautin rangt að lyfsala væri af sjálfu rikinu gerð að stór- gróðafyrirtæki einstakra manna, samkv. verðskrá, sem ríkið sjálft fyrirskipar. í athugasemdum sinum, virð- ist hr. lyfsali St. Th. að vísu kannast við, að ágóði hafi verið á lyfjasölu undanfarinna ára, en þakkar það að mestu leyti hinni miklu sölu lyfjabúðanna á áfengi. Það er sennilegt að nokkuð af hinum gifurlega gróða lyfja- búðanna undanfarin ár, þegar flestar aðrar atvinnugreinir lentu i stórkreppu, muni stafa af áfengissölu. — En þó svo væri, var það skylda ríkisins að taka nokkurt tillit til þessa raunverulega gróða og j lækka, sem þvi svaraði verlagskrár- gjald annara lyfja. En það var aldrei gjört. Lyfsalarnir fengu áfengisgróðann, en sjúklingarn- ir að gjalda öll lyf eftir sem áð- ur dýru verði. Þetta sýnir mik- ið hugsunarleysi og kæruleysi þeirra, sem lyfsöluverðinu ráða. Þvi þeir eiga að geta séð það, að fátækum sjúklinguin er hver eyrir dýrmætur og þeirra skylda er, að stöðva óeðlilegan lyfsölu- gróða, hverjar sein orsakir hans kunna að vera. En þetta liafa þeir ekki gert. Það er ekki alveg rétt hjá lyfsalanum, að grein Brautar- innar' „sé árás á lyfjabúðirnar, fyrir að þær selji lyf eftir verð- lagsskrá, sem sé sniðin eftir okurverðlagsskrá erlendra lyfja- búða“. Það er eðlilegt að þær vilji fylgja þeirri verðlagsskrá, sem ríkið heimilar þeim. En hitt réðist Brautin á, að ríkið semdi sina verðlagsskrá eftir útleudum okurverðlagsskrám. Þetta er það, sem Brautin vill láta breyta. Fyrir henni vakir, að gera öll nauðsynleg lyf, sem allra ódýrust, svo fátæku fólki verði ekki um megn að afla sér þeirra, þegar sjúkdómar steðja að. — Það er þvi, að áliti Brautar- innar stórvítavert, að stjórnin sé að leggja okurtoll á lyfin, eins og lyfsalinn gefur í skyn að gert sé, því það gerir lyfin óþarflega dýr. Allur lyfjatollur á tafarlaust að hverfa og alt á- fengi, sem notað er i lyfin, ættí að vera alveg tollfrítt. Þvi með þvi yrðu Iyfin stórum ódýrari. Hr. St. Th. birtir verð á 25 lyfjum í hinum mismunandi löndum, samkvæmt rannsókn danska lyfsalafélagsins. Sýnir þessi rannsókn að alveg gifur- legt lyfsalaokur á sér stað í hinum ýrnsu löndum. Þessi 25 lyf gefa enga heildar- mynd af verðlagi á dónskum lyfjum, því vera kann að önn- ur 25 lyf séu dýrari hjá Dön- um en annarsstaðar.

x

Brautin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.