Árbók knattspyrnumanna - 01.01.1939, Side 55
Reglur um „Five-a-side“-keppni.
Við;i erlendis þreyta menn þannig knattspyrnu,
að aðeins fimni menn eru i hvorri sveit. Þessar
keþpnir eru þar bæði lil æfinga og eins í sani-
bandi við góðgerðarstarfsemi. „Fimm-i-sveit“-
kappleikir þykja mjög skemtilegir og þá einkum
vegna þess, að í slíkri keppni koma mjög vel i
ljós kostir og ókostir hvers einstaks leikanda.
1. I hvorri sveil eru fimm leikendur.
2. Stærð ieikvallar er sú sama.
2. Við hlið márksúlnanna er komið upp hlið-
armörkum, sem eru ca. 1,80 m. á breidd.
4. Hvor hálfleikur stendur yfir í 5 mín. Sé
jafntefli eftir þann tíma, skal framiengja leilc-
inn um tvær og hálfa ntin. á hvort mark.
5. í byrjun hvors liálfleiks og í hvert sinn,
er mark hefir verið skorað, skal dómari láta
knötlinn falla á miðdepil leikvallar. Leikendur
mega ekki starfa að knettinum fyrr en hann
hefir snert völlinn.
(i. f livert sinn, sem leikandi spyrnir knell-
inum í hliðar-mörkin, fær sveit hans 1 stig. —
Fjöldi þannig skoraðra stiga ræður úrslitum
leiks, ef hvorug sveitin hefir skorað í miðmarkið,
eða ef báðir hafa skorað þar jafn oft.
7. Markspyrnu skal taka er stig hafa verið
skoruð.
8. Rangstæðu-reglunum er ekki breyll.
í). Markvörður má aðeins taka knöttinn með
höndunum innan síns markteigs. Fyrir brot á
þessu ber að dæma vitaspyrnu.
10. Að öðrti leyti gilda venjulegar reglur.
53