Árbók knattspyrnumanna - 01.01.1939, Page 74

Árbók knattspyrnumanna  - 01.01.1939, Page 74
Verði fyrirliði þess var, að leikmaður í sveit hans liefir meiðst svo að |>að háir honum, ])á ákveður liann livort hinn slasaði skuli fara af leikvelli og það þó að hinn slasaði vilji ekki yfirgefa leikvöllinn. Þetta er nauðsynlegt, því að félaginu getur verið hagur í því, að fá heil- brigðan varamann, þó hann sé ekki jafnoki liins þegar háðir eru heilir. Þá er það verk fyrirliða, að spyrja dómara fyrir livað aukaspyrna er gefin. Þetta er mjög áríðandi, því að úr sunuim aukaspyrnum má skora rakleitt mark, en öðrum ekki. Eins er það fyrii'liða, en ekki annarra leikmanna, að vanda um við dómara og mótmæla úrskurðum hans, ef ástæða er til þess. Sömuleiðis verður hann, að halda uppi aga. innan sinnar sveitar, við dómarann. Af því, sem þegar hefir verið sagt, má sjá, að fyrirliði þarf að vera mörgum kostum búinn. Hann þarf sjálfur að vera góður knattspyrnu- maður, hann þarf að kunna lögin mjög vel, hann þarf að þekkja allar leikaðferðir og leikhrögð, hann þarf að hafa glöggl auga fyrir því hvaða leiðir er heppilegastar til sigurs. Hann þarf að vera virðulegur og umfram allt jafnt andlega sem líkamlega þroskaður og hann verður að krefjast þess af meðleikmönnum sinum, að þeir taki hann sér lil fyrirmyndar. Guðmundur Ólafsson. 72

x

Árbók knattspyrnumanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók knattspyrnumanna
https://timarit.is/publication/683

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.