Bókablaðið - 02.12.1932, Blaðsíða 2

Bókablaðið - 02.12.1932, Blaðsíða 2
Þetta er fyrsta bókin, sem eg les eftir Kristmann Guðmundsson, og mér þykir hún harln merkileg, bæði fyrir efnis sakir og meðferðar. Það eru mjög einkennilegir menn, sem höf. lýsir, og er það þó ekki vegna þess, að ekki sé fjöldi manna, eða obbinn af mönn- um, með einkennum þessa fólks, heldur vegna hins, hvað þessir eiginleikar sjást sjaldan. Mannfólkið hefir verið vanið á að sitja á þeim og dylja þá, og því er eftir aldalangan vana farið a'ð takast það svo, að hver einstakur maður, sem finnur þá í fari sínu, heldur oft og einatt, að þeir séu einkaeinkenni lians, og sem hann skamm- ast sín fyrir vegna þess, að búið er að telja honum svo vendilega trú um, að þeir séu sví- virðilegur vottur mannvonzku og fólsku. Mennirnir, sem sagan lýsir, eru í raun réttri ekki nema tveir, Halldór Bessason og Salvör. Þau eru gerólík; það mœtast í líki þeirra tvœr fullkomnar andstœður, sem hitt- ast dagsdaglega í iífinu, enda þótt enginn sjái, því að hver byrgir sig. Halldór er maður með hugmyndaflug — hann er skáld, enda þótt hann yrki ckki nema sína eigin æfi. Með orðum daglegs lífs myndi hann kallaður kvikull, hverflyndur, brigðull, laus. En þetta væri sleggjudómur þeirra manna, sem ekki fyrirgefa af því að þeir skilja ekki. Halldór er næmur, hann hefir næmleik skáldsins, sem, hvar sem liann kemur, hvert sein hann fer, innan um hverja sem hann er, og með hverjum sem hann lifir, í'ellur að og rennur inn í umhverfið. Það er skáhlið, sem grípur, oft með meira næmi, heldur en hon- um er holt, vegna borgaralegra hagsmuna og daglegra Jiæginda bæði sjálfs sín og anuarra. Hann er eins og dýr það, er Ka- meleó nefnist, það tekur á svipstundu á sig litblæ þess umhverfis, sem það er í, og sé það flutt úr einu umhverfi í annað, breytir það lit um leið. En almenningur hefir allt á hornum sér við þá menn, sem svo eru gerðir, nema þeir bregði þessum eiginleikum sínum í líki bókmennta með tilstyrk pappírs og prentsvertu. Salvör er andstæðan. Iíún er sterk, sem svo er kallað; hún vill það, sem hún vill, og alltaf hið sama, hvar sem hún er stödd og hvað sem öllu umhverfi Jíður; hún er ekki næm fyrir neinu nenia sjálfri sér og sínmu vilja, — hún hefir aldrei séð neitt og getur ekkert séð nema frá sínum eigin bæjar- 'dyrum, þess vegna er lmn ímynd meðal- mennskunnar klædd brynju borgaralegra gáfna og borgaralegrar getu. Halldór Bessa- son mun hafa samúð flestra lesenda, ekki vegna þess, að menn skilji og fyrirgefi, heldur vegna þess, að Salvör verður offari við liann. Salvör, sem rétt á litið ckki á fyrir nema lítilli samúð, þegar búið er að gera upp reiknispjald hennar, hlýtur að ó- verðugu samúð vegna þess, að gert var á liluta hennar eitt sinn, en þess gáðu menn síður, að það, sem þau Halldór og hún höfðu ráðið með sér, gat ekki orðið, vegna þess, að andstæðurnar í þeim gátu ekki sam- einast ncma til ills. Það var náttúran sjálf, sem allt gerir vel, sem stíaði þeim sundur, en hvorki lausung Halldórs né skapharka Salvarar. En það var skapharka hennar, fastheldni hennar við bókstaf rétts og rangs, og höfnun hennar á anda siðgæðisins, sem lífgar með því að skilja allt og fyrirgefa, sem devddi lífsgæfu Halldórs, hennar sjálfr- ar o°* margra annarra. Lýsing höfundarins ristir svo djúpt og er svo næm, að þetta verður allt lifandi og satt, og meira — það er lifandi og satt. Meðferðin er einföld, það er ekkert skrúf- að í stíl eða frásögn eins og sumir íslenzk- ir liöfundar temja sér, og það sem jafnvel lielzt mætti telja meðferðargalla, að höfund- urinn á stundum er langorðari og málskrafs- meiri en efni stendur til, verður, þegar á allt er litið, til þess að varpa sérstökum blæ yfir allt saman, og sem óvíst er að megi missa sig. Ef þessi bók verður ekki eingöngu lesin sem afþreyingarlestur, þá má læra af henni afar mikið af því, sem öllum almenningi er svo nauðsynlegt að kunna, en sem liann því rniður skortir um of. Það er að læra að skilja — að skilja, að skapgerð og lundar- far er mönnum meðfrott, og að fyrirgefa — fyrirgefa það, sem menn skilja að er ná- unganum ósjálfrátt. Guðbr. Jónsson. Guöm. Finnbogason, ritar um „Morgunn lífsins" í Vöku III, 1929, bls. 390, m. a.: „--------Svona sögu skrifar enginn nema sá, sem fæddur er skáld og veit, livað hann vill. í henni er örlagaveður, líf og hreyfing. Hún hrífur með sterkum straumi lifaudi frá- sagnar og skarplegrar Jýsingar jafnt á nátt- úrunni sem mönnum, ungum og gömlum. Þarna eru frumkraftar lífsins í orði og at- höfn og víða skyggnzt djúpt í fylgsni hug- ans. A stöku stað er tyllt á fremstu nöf mn sennileik, svo sem uin trúlofun þeirra Giss- urar Ilalldórssonar og Fríðu í sögulokin, en þar mun hylla undir nýtt söguefni til fram- lialds. Mikið verkefni er óleyst fyrir menningu vora, meðan svona rithöfundur verður að rita á erlendu máli“. Sveinn Sigurðssón, Eimreiðin, 1930, bls. 107: „Liyets Morgen“ er bæði íullkomnari að persónulýsingum og lieilsteyptari að bygg- iugtt en þær sögur, sem eg hefi séð eftir þennan liöfund. Hún ber flest einkenni gró- andans, sýnir að K. G. er á þroskabraut, gefur fyrirheit um að hann muni ná langt. I persónulýsingunum má kenna þungan undir- straum norrænnar örlagatrúai’, enda þótt viðburðir sögunnar séu vel rökstuddir og samband orsaka og afleiðinga bæði seimi- legt og eðlilegt. Lyndiseinkunn Halldórs Bessasonar er dregin skýrum dráttum, þessa vígdjarfa bardagamanns, sem gengur „glaðr ok reifr“ að hverju verki, hversu hart sem haun er leikinn fyrir eigin skapbresti og af lífinu sjálfu umhverfis hann. Salvör er t-il- komumikil jafnt í ást sem í hatri, og flestar aðrar persónur sögunnar skilja eftir ein- liver þau áhrif, að þær gleyinast ekki að viirmu spori. Þá eru sjóferðalýsingarnar sumar bæði glöggar og áhrifamiklar ....“. Skúli Skúlason, Fálkinn, 15. okt. 1932: „Loksins kom þó ein af sögum Krist- manns Guðmundssonar út á íslenzku! Þessi ungi höfundur, sem lilotið hefir viðurkenn- ine- nágrannaþjóðanna og fyrir löngu er far- ið að þýða bækur eftir á fjarlægari tungur, hefir til þessa ekki átt neina af skáldsögum sínum á móðurmáli sínu....... „Morgnnn lífsins“ er af mörgum talinn bezta bók Kristmanns og ætti eigi hvað sízt að vera kærkomin íslenzkum lesendum. Efn- ið er rammíslenzkt, þrungið krafti og liörku íslenzkrar náttúru og veðurfars og persón- urnar í sögunni hafa flestar sömu einkenni. Það er hrein unun að lesa þessa sögu aftur á íslenzku eftir að liafa lesið hana á frúm- málinu og munu flestir, er það gera, ljúka cinum munni upp um ]>að, að sagan njóti sín enn betur í þýðingunni, eftir að efni og mál er orðið af sömu rót. — Guðmundur G. Hagalín skáld hefir þýtt bókina og virðist þýðingin vera sérlega vöndnð, málblærinn allur viðfelldinn og eðlilegur. Útgefandinn, Ólafur Erlingsson, hefir vandað vel til ytri frágangs bókarinnar og gert hana smekk- Jega úr garði. „Morgunn lífsins“ ætti að fá liinar beztu viðtökur hér á landi og v, .ri vei, að Islendingar sæi sóma sinn i þvi, að eignast á íslenzku þær sögur þeirra íslenzku höfunda, sem rita á erlendum málum. Það er ekki vansalaust, að t. d. bækur Gunnars Gunnarssonar og Kristmanns séu ekki til á móðurmáli þeirra“. Guðni Jónsson magister, Lesbók Morgun- blaðsins, 44. tbl., bls. 347—348, ritar in. a.: „. ... Að fá rétta hugmynd um listfengi skáldsins er því aðeins hægt, að menn lesi söguna. Þá sést bezt, hvernig skáldið skapar og lýsir, hvernig hann blæs lífsanda í efnið, gerir það fjölskrúðugt, viðburðaríkt og fullt af svipbreytingum. Kristmann er snillingur

x

Bókablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókablaðið
https://timarit.is/publication/688

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.