Bókablaðið - 02.12.1932, Blaðsíða 3

Bókablaðið - 02.12.1932, Blaðsíða 3
1 því nð segja frá. Frásagnir hans eru stund- um jafnvel í langdregtaára lagi, en1 samt sem áður er erfitt að benda á nokkra kafla, sem niætti missa sig, jafnvel ekki einstakar setn- ingar, svo að þar vrði ekki skarð fyrir skildi. Persónulýsingar hans eru frábærlega vel gerðar. Hatldór og Salvör eru ógleyman- ]eg, en ýmsar af hinum minni háttar per- sónum eru það einnig. Meðal þeirra má nefna Jón í Dýjavök og Ingu dóttur hans, Maríu, konu Halldórs, Lobbu gömlu o. fl. 'Slíkar mannlýsingar eru ekki á hverju strái. Víöa í bókinni kemur fram aðdáanleg þekking á sálarlífi manna og má benda á :mörg dæmi þess. Eitt glæsilegasta dæmi af því tagi er frásögnin um það, livernig Hall- dór brást við, er hann komst að því, að Ragnar liafði yfirgefið Guðrúnu dóttur hans, sem haun unni um alla menn fram, og frá hans sjónarmiði var hin mesta sorg, sem fyrir gat komið. — Þegar hann hafði lesið bréfið frá Ragnari, sem færði þessar frétt- ir, og hafði borið dóttur sína úrvinda af sorg til rúms síns, „gekk hann út og fór að vinna við túngarðinn. Hann leit ekki upp frá verkinu og þurrkaði ekki einu sinni af sér svitann, en aldrei hafði hann um dag- ana lyft iiðruin eins björgum og nú“. Loks nálægt miðjum morgni fór liann heim að tænum, en þrátt fyrir þreytuna hafði hann eldci eirð til þess að leggjast fyrir. „Hann náði í skóflu og fór að. stinga upp kálgarð- inn“. Eins og Halldóri er lýst í bókinni, virðist þetta vera hið eina rétta, að láta liann verða þannig við sorg sinni, að svara henni með Hkamlegu erfiði. — Þetta er hvoi'ttveggja í senn sálfræðilega liárrétt og karlmennsku sögulietjunnar samboðið. Þetta minnir á hina ógleymanlegu sögu, sem sögð er af Ólafi gamla í Svefncyjum, er hann frétti drukknan Eggerts sonar síns. Gainli maðurinn tók sér reku í hönd og hamaðist í moldarmokstri allt til kvölds. I slíkum mönnum er liæði vit og veigur. .... Sagan er frá upphafi til enda ramm- íslenzk. Merk kona erlend, sem dvalist hef- ir lengi hér á landi, sagði, er hún hafði les- ið söguna, að þessi saga hefði livergi getað gerzt nema á Islandi, svo greinilega bæri persónurnar það með sér, að þær væri ís- lenzkar. Kristmann Guðmundsson minnir á gæfu- barnið í æfintýrunum. Hann hefir þegar náð miklum frama í skáldsagnalistinni. Þúsundir lesenda bíða með eftirvæntingu hverrár nýrrar bókar frá hans liendi. Og nú hafa einnig landar hans bætzt í þann hóp enn fleiri en áður. Yonandi verður þess ekki mjög' langt að bíða, að íslendingar eigi kost á því að lesa öll rit þessa gáfaða landa síns á móðurmáli sínu. I því væri íslenzk- um bókmenntum verulegur fengur. Þökk sé útgefandanum, sem reið á vaðið, og þýð- .anda fyrir vandað verk“. GUÐBRANDUR JÓNSSON : MOLDIN Þessi bók, „Moldin kallar“, kom út á s.l. vori. Margt stuðlaði að því, að hún vakti þegar eftirtekt. í fyrsta lagi rak margan í rogastanz yfir því, að út væri komið safn af skáldsögum eftir dr. Gu'öbrand Júnsson — menn héldu almennt, að hann væri á kafi í gömlum handritum og öðrum fornum fræðum og gæfi sér ekki tíma til skáld- skapar —; í öðru lagi var bókin svo prýði- lega úr garði gerð, livað allan ytri frágang snerti, að almennt var tekið eftir því; — í þriðja lagi voru allir, sem lásu sögurnar, ánægðir með þær, og það kemur örsjaldan fyrir; —■ í fjórða lagi vakti það almemia eftirtekt, að allir ritdómarar lofuðu þessa bók og hældu henni á hvert reipi, — það kemur líka örsjaldan fyrir. Það er og eftirtektarvert, að mörgum rit" dómurunum þykir einhver ein saga í bók- inni taka öðrum fram, en fæstum þeirra ber saman um hver hún sé. Þetta bendir á, að allar sögurnar eru góðar. GuÖmundar landsbókavörður Finnboga- snn segir í Skírni 1932, bls. 229: „Eg las þessar sögur með óblandinni ánægju. Léttur blær, góðlátleg gléttni og þó víða skyggnzt djúpt undir yfirborðið. Myud- irnar af stýrimanninum í Ilamborg, Eiríki E. Harold fasteignasala frá Saskatoon, Saskatfchewan, Canada, og Eyvindi Jóns- syni, blaðamanninum gamla, eru allar eftir- minnilegar. Og höfundurinn á í fórum sín- um meira af skemmtilegri fyndni, hnyttn- um atliugasemdum og lýsingum en títt er lijá oss. Gæti eg trúað því, að hér væri á ferðinni nýtt söguskáld, sem lífgaði upp í landslaginu“. Indriði skáld Einarsson segir í Vísi, 6. júní 1932: „I máli höfundarins er karlmannlegur málhreimur, sem lætur vel í evrum .... „Óþolinmæði“ þykir mér gimsteinninn í sögusafninu .... Endirinn á sögunni gríp- ur lesandann um lijartað eins og endirinn á sumum stuttu sögunum lians Bret Harte gerði fyrir 40 árum“. Guöni magister Jónsson segir í Morgun- blaðinu, 29. maí 1932: „.... Guðbrandur skrifar þannig, að fólk les það .... Sögur þessar eru skemmtilega ritaðar og fjörlega, frásögnin teprulaus, en þó jafnan smekkleg. Höfundurinn lýsir með alvöru og samúð þrá liins útlæga farmanns eftir ættlandi sínu og þess, sem bíður hans þar, og örvæntingu auðsafnarans .... í tveimur sögunum kemur fram hin víðtæka þekking höfundar á kaþólskum hugsunar- KALLAR liætti og sögu Islands á fyrri öldum .... Sögur þessar eru höfundinum til sóma og eg tel það hiklaust ávinning fyrir bókmenntir vorar að fá þær gefnar út í heild“. Síra BjörnÓ. Björnsson segir í Jörð, 1932, bls. 165: „Höfundurinn er sérkennilega fyndiim maður .... Bezta sagan þykir oss „Sol salutis". Hikum vér ekki við að telja hana snildarverk, slíka leikandi auðlegð, sem þar er að finna af viðhorfum og rithætti. Yzta borðið er oftast óþrjótandi fyndni; stundiun innilegur cinfaldleiki; snjall prédikunarstíll kemur þar og fyrir .... Undir öllu saman er drengileg tilfinning og bjartsýni". Vilhjálmur Þ. Gislason skólastjóri segir í Lögréttu 1932, bls. 251: „Margt af því, sem kaim skrifar, er fróð- legt, og allt er það læsilegt og skemmtilegt .... 1 tvær sögurnar er efnið tekið úr kirkjusögu Islands frá kaþólskum sið, og liefir liöf. mjög fengist við rannsókilir á sögu þeirra tíma. Myndin, sem liann bregð- ur upp í annarri sögunni, úr klausturlífinu, af Birni munki og Maríulíkneskinu, er ágæt, og hin sagan, um æfilok Gottskálks grimma, er skemmtilega sögð .... Yfir höfuð eiga þessar sögur það skilið, að þeiin sé vel tekið“. Sveinn SigurÖsson ritstjóri segir í Eim- reiðinni 1932, bls. 436: „Þessar smásögur, sem eru níu talsins, eru ritaðar af fjöri .... Nutímasögurnar bera það með sér, að höfundurinn hefir far- ið víða og kynnst ýmsra þjóða siðum og liáttum. Sækir hann stundum söguefni sín í líf erlendra þjóða, en svo stendur hann einnig föstuin fótum í íslenzkri mold, og það gefur sögum þessuin gildi .... Ein bezta sagan í bókinni lieitir „Pygmalion“ og ger- ist í kaþólskum sið, í klaustrinu á Þingeyr- um“. Síra Siguröur Einarsson ritar um bókina í Iðunni 1932, bls. 283, undir dulnefninu „Jónas Jónsson“. Hefir honum orðið svo, starsýnt á ytra frágang ritsins, að hann hefir lítið lengra komist en að kápunni, en þar er skuggamynd höfundarins. Hefir hon- um sérstaklega þótt nef höf. hinn mesti for- látagripur af néfi til að vera (sem það og líka er), og farast honum svo orð um nefið: ,,.... Og svo fannst mér, satt að segja, nefið á svarta piltinum á kápunni svó skemmtilega livasst .... Þess háttar nef er talsverður fengur í fábreytni sveitanna“.

x

Bókablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókablaðið
https://timarit.is/publication/688

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.