Bókablaðið - 02.12.1932, Blaðsíða 4

Bókablaðið - 02.12.1932, Blaðsíða 4
Reinald Kristjánsson póstur. í bókinni „Á sjó og laudi“ segir merkur alþýðuinaður kafla úr æfisögu sinni. l’að er Reinald Kristjánsson póstur, sem flestir Yestfirðingar munu kannast við og auk þeirrá' fjöldi manna um land allt. Reinald er fæddur 23. janúar 1866 að Eyrarhúsum í Tálknafirði. Ilann var á bárnsaldri, þegar hann missti f'öður sinn, komst þá til vanda- lausra og varð að þola ýmislegt misjafnt, eins og flestir þeir munu kannast við, er einhver kynni liafa haft af kjörum einstæð- inga fyrr og síðar. En Reinald var ekki fisjað saman. Sjálf- bjárgarviðleitnin og sjálfstæðisþráin gerðu snemma vart við sig hjá honum, og þótt margur steinninn yrði á vegi lians, tókst honum þó að ryðja sér braut. Þegar hann var orðinn frjáls ferða sinna, gei'ðist hann sjómaður. Lýsir hann ágæta vel baróttu Vcstfirðinga við Ægi á myrkuin vetrarnóttum, á þeim árum, er vélbótar voru enn óþekktir hér á landi. „Munu hinir yngri menn, er nú stunda sjómennsku á vélskipum með nýtízku útbúnaði, vart geta gert sér glögga hugmynd um, livað þessir fyrirrenn- arar þeirra höfðu við að stríða, er svo að segja daglega urðu að horfast i augu við lliel og hættur“, segir Jngivaldur Nikulásson í formála bókarinnar. — Þá eru í bókinni skemmtilegar og fróðlegar lýsingar á há- karlalegunum gömlu, sem yngri kynslóðin þekkir aðeins af afspurn, vegna þess að þær eru að liverfa úr sögunni. Seinna rarð R. K. póstur, og ferðaðist mest milli Isafjarðar og Bíldudals. Komst liann þá í marga mannraun og eru sumar lýsingar hans á þeim svo skýrar, að með snildarbragði má kalla. Reinald Kristjónsson er maður hár veXti og karlmannlcgur á velli, rammur að afli, kjarkmikill og fylginn sér. Alla æfi hefir hann verið kappsamur, að hvaða starfi sem hann hefir gengið, og illa kunnað við að, láta hlut sinn. Matmaður var hann svo mikill, að því er liann sjálfur segir, að hann át einu sinni á liálfri klukkustund matarskammt, er ætlaður var sjö mönnum. Var það þeim mun betur gert, sem þetta var á rausnarheimili, þar sem liverjum manni var ætlað að borða nægju sína. Nú er Reinald hálfsjötugur að aldri, en lítt sjóst ó honum ellimörk. Er hann ungleg- ur í limaburði, kvikur og léttur á fæti, og líklegur til þess að geta enn sprett úr spori, ef nauðsyn krefði. 1 bókinni „A sjó og landi“ er brugðið upp skýrri mynd af lífi íslenzks alþýðumanns og Morgunn lífsins eftir Kristmann Guðmundsson er jólabók ársins. Gefið vinum yðar beztu og mest umtöluðu bók árs- ins í JÓLAGJOF baráttu hans fyrir lífinu. Þar er brugðið birtu yfir ótal margt í kjörum íslenzkrar alþýðu til sjávar og sveita, sem menn hafa gaman af að rifja upp. Og eg geri ráð fyr- ir, að mörguin fari eins og mér, að þeir telji, að höfundur og útgefandi eigi þakkir fyrir það, að bók jiessi er nú komin fyrir almennings sjónir. Bókinni fvlgja ógætar myndir af R. K. og Aniku Magnúsdóttur konu hans. Þorsteinn Þorsteinsson. Barnabækur Allt fram á þennan dag hcfir ekki verið um auðugan garð að gresja fyrir þó, sem hafa þurft að kaupa bækur handa börnum og unglingum, ji. e. a. s. aðrar bækur en keimslubækurnar. Þó hafa nokkrar góðar bækur af því tagi komið út á síðari árum, og má þar t. d. nefna hinar ágætu Onnu Fív- bækur, er Preysteinn Gunnargson þýddi. Þau' eru ætlaðar unglingum á milli fermingar- og tvítugsaldurs og eiginlega má segja, að þessar bækur séu hinar fyrstu, er birtast á íslenzku, og sérstaklega eru ritaöar fyrir les- endur á þeim aldri. Það fór líka að vonum, að bókunum var vel tekið, og kvað fyrsta sagan vera algerlega uppseld, en af hinum síðari munu aðeins vera til örfá eintök. Vert er og að minnast á nokkrar bækur handa yngstu lesen'dunum, og er þá varla hægt að beuda á heppilegri eða vinsælli bæk- ur en Alfinn álfakóng, IJÍsu Ijósálf og' Dverginn Rauðgrana, sem allar eru æfin- týralegs efnis og með mynd á hverri einustu blaðsíðu. Af eigin sjón og- reynd veit eg, að börn eru mjög sólgin í þessar bækur, og það ekki sízt vegna myndanna, sem margar eru afbragðs-góðar, en bæði myndir og texta hefir gert hollenzki teiknarinn G. Tli. Rot- man, sem hefir með myndum sínum og æfin- týrum veitt börnum víða um heim marga ánægj usttind. Isak kennari Jónsson liefir fyrir nokkru þýtt ógæta barnabók) sem heitir IJtla drottn- ingin, eftir sænskan höfund, Jeanna Oter- dahl. I bókinni eru 14 úrvalsmyndir. Letr- ið er stórt og skýrt, eins og vera þarf á barnabókum. Að öllu leyti er bókin hin á- kjósanlegasta handa börnum. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að vér eignumst fleiri jafngóðar barna- og unglingabækur og þær, sem hér liefir verið drepið ó. Börnin þurfa þess með, ekki síð- ur en fullorðnir, að eiga kost góðra og skemintilegra bóka, en á því liefir verið nokk- ur misbrestur fram að þessu. Afi. Útgefandi: Ólafur Erlingsson Isaföldarprentsmiðja h.f. ISjö skopsögur eftir Mark Twain Höfundur Jiessarar bókar er heimsfrægur rithöfundur og liefir ritaö óp,rynnin öll af stuttum og' lönguin sögum. Hafa bækur hans vcriö þýddar á flest lieims- ins tungumál og- notiö fádæma vinsælda, enda eru ]>ær meft afbrigröum skenimtilenar. 7 skoiisöKiir <»rii liver ainiari Mkoplesrri, o*>' viirí iiiiin finiinNt sú mnfi- or, er veltlNt mii nf lilátri vlti leNtur lieirra. i^ýöingin er eftir Pál Skúlason ritstjöra Speg'ilsinK.

x

Bókablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókablaðið
https://timarit.is/publication/688

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.