Bókavinur - 01.08.1923, Síða 2
2
BÓKAVINUR
lil fólksflutninga og póstflutninga.
Tefst þaS því lítið á höfnum. En
jafnvel þótt það flytji fremur litlar
vörur, þá verður þaS til þess aö
greiða mjög fyrir viðskiftum öllum.
Pantanir ganga t. d. miklu greiöara
til höfuðstaöar landsins, víðast hvar
af landinu. Þurfa menn nú sjaldan að
bíða mánuðum saman, eftir blöðum
eða bókum, er þeir hafa pantað. Er
það mikil framför hjá því sem áð-
ur var.
Bækur.
Allar menningarþjóðir, er nokkur-
ar sögur fara af, hafa haft einhverj-
ar bókmentir. Blindur er bóklaus
maður, segir máltækið, og andlega
blind er bóklaus þjóð.
Þróunarsaga bókagerðar er og
iafnframt þroskasaga mannsandans.
Elstu bókmentir voru mjög fáskrúð-
ugar. Bækur i fornöld, ef bækur
skyldi kalla, voru fágætar mjög. Elstu
ritin hafa verið höggvin í kletta,
grafin í leirtöflur eða rist á kefli.
Forn-Egyptar voru bókagerðar-
tnenn miklir. Þeir höfðu sérstaka að-
ferð, til þess að gera jurt eina, er
papyrus heitir, að einskonar bókfell-
um, er enst hafa öld eftir öld. Orðið
pappír er dregið af heiti þessarar
jurtar. Grikkir lærðu þessa list af
Egyptum, eins og svo margt annað.
En papyrus-tegund þá, er þeir höfðu
ti1 bókagerðar nefndu þeir „biblos“.
Þaðan er orðið „Biblía“, er þýðir í
raun og veru að eins bók eða rit.
(Sbr. Ritning). Engilsaxar voru og
bókmentaþjóð. Þeir höfðu enga
papyrus-tegund til að rita á. Urðu
þeir oft að sætta sig við beykiviðar-
blöð til bókagerðar. Er svo sagt, að
beyki heiti „boc“ á Engilsaxnesku.
Þar af er orðið bók dregið.
Það var lengi, að bækur voru af-
skaplega dýrar. Og fyrst eftir að far-
ið var að prenta bækur, voru stafirn-
ir hafðir stórir og sem líkastir skrif-
stöfum þeim, er fegurstir þóttu. Og
það var ekkí fyr en á sextándu öld.
að titilblöð sáust á bókum.
Nú á seiuni árum hefir bólcagerð
fleygt fram, og fer óðum í vöxt.
Þykir nú enginn maður með mönn-
um, er ekki á s'jálegt bókasafn.
Er það sökum þess, að nú er flest-
u.m runnin sú skoðun í blóð, að
rnargur bókamaður er erfþegi mestu
andansmanna, er uppi hafa verið með
þjóðunum. Moldin geymir bein
þeirra, en bækur hugsanir þeirra og
þær eru margar meira virði en bein
þeirra og jafnvel allir helgir dómar
til samans.
r
Utgáfa blaðsins.
Útgáfu blaðsins verður liagað
þannig, að næsta blað kemur út um
eða eftir næstu áramót og síðan
þriðja hvern mánuð. Verður það því
ekki bundið við sérstakan tíma. Er
svo til ætlast, að „Bókavinur" leggi
af stað héðan úr höfuðstaðnum, er
hann hefir fengið nægilega byrði af
góðum bókafregnum. Telur hann
auðsætt, að sér sé tekið þar með ís-
lenskri gestrisni, sem einhver pantar
bók eða bækur, er hann hefir á boð-
stólum. Blaðið kostar 0,50 árgang-
urinn. Flver sá er óskar eftir blað-
ir.u framvegis sendi skriflega pöntun.
Gildi bóka.
Ef búið væri að reikna alt það fé,
er menn hér á landi verja til óhóf^
og skemtana, mundi það verða all-
álitleg upphæð. Eru sumar skemtanir
hollar og í raun og veru nytsamar,
þótt aðrar séu það ekki. Meðal hinna
hollustu og nytsömustu skemtana er
lestur góðra bóka. Hver hugsandi
lesandi getur búið lengi að þeirri
skemtun. Auk þess er sú skemtun
cftast nær ódýrust. Margar góðar
bækur kosta ekki meira en meðal
rnálsverður. Og þótt sumar kosti á
við vindlakassa, þá er þar ólíku sam-
an að jafna. Sá sem hefir reykt úr
fullum vindlakassa hefir tapað, en
hinn, er hefir keypt sér góða bók
eða bækur fyrir sömu upphæð, hefir
stórgrætt. Hann hefir öðlast þekk-
ingu eða skilning á ýmsum hlutumr
og hefir því breytt broti af eigum
sínum í andleg verðmæti, er endast
honum alla æfi, en reykingamaður-
inn hefir breytt því í reyk.
Fólk til sveita
á oft erfitt með að ná til bóksala.
Þess eru dæmi og þau helst til mörg,.
að menn hafa ekki haft hugmynd um
útkomu hinna bestu og nauðsynleg-
ustu bóka, af því að enginn hefir
verið til að vekja athygli á þeim. Úr
þessu er bætt, ]jar sem „Bókavinur“
kemur út öðru hvoru. (Sjá pöntunar-
lista á öðrum stað í blaðinu).
Ritdómar.
Ritdómar eiga að vera helsti leið-
arvísir- manna um bókakaup. Gera
má ráð fyrir því, að ritdómendur
hafi lesið þær bækur vel og vand-
lega, er þeir daéma um í opinberum
blöðum. Fyrir því vill „Bókavinur“
birta hér útdrátt úr ritdómum um
eftirfarandi bækúr. Útdráttur rit-
dóma eykur jafnframt gildi blaðsins.
Margir ritdómar eru prýðisvel ritað-
ir og því veruleg eign í þeim, auk
þess sem þeir eru margir leiðarvísir
til að skilja bækurnar.
Hallgrímskver.
Úrval úr Ijóðum Hallgríms Pét-
urssonar. Safnað hefir og búið
undir prentun Magnús Jónsson
docent.
Dr. Guðm. Finnbogason pró-
fessor, skrifar í Morgunblaðið X.
51-:
„Það var gott og rétt að gefa
út „Hallgrímskver". „Sálmar og
kvæði“, hin vandaða útgáfa í tveim
bindum, er Sigurður Kristjánsson
gaf út fyrir rúmum 30 árum er, nú
öll seld fyrir nokkru og ófáanleg.