Nýi tíminn - 01.09.1932, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 01.09.1932, Blaðsíða 2
NÝI TÍMINN upp yerksmiðjum, leggja járn- brautir og síma o. s. frv., þá þurftu iðjuhöldarnir, sem fyrir þessu stóðu, ekki lengur á vinnu- afli verkamannanna að halda; þeim varð ofaukið. Vélarnar komu í þeirra stað tíl að fram- léiða öll lífsgæði fyrir yfirstétt- ina, — mennina, sem höfðu sleg- ið eign sinni á landið og 'mann- virkin og síðan framleiðsluvör- urnar. Þetta er í fáum orðum takmark og afleiðing iðnaðar- þróunarinnar í kapitalistiskum heimi. Sumir halda því fram, að í Kússlandi sé ekki að gerast neitt annað en það, sem þegar hefir gengið um garð í hinum kapi- talistisku menningarlöndum, — ekkerfc annað en sú uppbygg- ing, sem fram fór í Ameriku siðustu áratugi 19. aldarinnar. Þá var Amerika hið mikla gós- enland, og sama gildi um Rúss- land nu. Þeir viðurkenna, að þar séu nú blómatimar móts við ástand i öðrum löndum. En það sé aðeins meðan á uppbygging- ingunni stendur. Síðan komi þar hin sömu vandræði, sem nú ríkja I hinum kapitalistiska heimi. Þetta virðist lika liggja í orðum yðar í umræddri grein. Þér hljótið þó að vita, að sá er meginmunur á uppbyggingu þeirri, sem fram fór í Ameriku, og þeirri, sem nú er að fara fram í Rússlandi, að hún er framkvæmd með gerólíkt tak- mark fyrir augum, og hún er framkvæmd af þeirri stétt manna sem ekki kom neitt við sögu uppbyggingarinnar í auðvalds- heiminum öðruvísi en sem vinnu- dýr, sem vaidhafarnir tóku ekk- ert tillit til. Þér vitið það mjög vei, að uppbyggingin í Rússlandi er alls eklji framkvæmd með það fyrir augum, að atvinnu- fyrirtækin geti sparað vinnulaun til verkamanna, en það var tak- mark hennar í auðvaldsheimin- um. — Nei, í Rússlandi er það vinnandi stéttin sjálf, sem hefir völdin, og hún ræktar landið og aflar sér véla og eykur á annan hátt framleiðslumöguleika nauðsynja sinna, til þess að hún geti aukið lifsþægindi sín, — stytt vinnutímann og hækkað vinnulaunin, — veitt sér í rík- ara mæli sérhvað það, sem auk- ið getur á velliðan hennar og hamingju. Það er einmitt ein- kenni hins kommúnistiskaskipu- lags, að þar er engin sérstök yfirráðastétt, sem lifað getur I vellystingum á kostnað þeirra, sem vinna, og hafa vald til að halda fyrir þeim lífsgæðunum, sem þeir framleiða. Og árangur framkvæmdanna^í Rússlandi síð- asta áratuginn er líka þegar farinn að koma í ljós á þennan hátt, að farið er að stytta vinnu- tíma og hækka kaup. Þér vitið það, herra ritstjóri, að höfuðatriði þeirra breytinga, sem orðið hafa í Rússlaodi, er ekki það, að þar hafa risið upp verksmiðjur og þar hefir verið ræktað land, lagðar járnbrautir og símar, komið upp skipastól- um o. s. frv., með svo miklum hraða, að slíks þekkjast engin dæmi í sögu mannkynsins. Höf- uðatriðið er það, að þar hefir stéttarbylting gengið um garð. Þar eru það vinnandi Btéttirnar sjálfar, sem hafa framleiðslu- tækin í sínum höndum og stjórna þeim með það fyrir augum, að sjá 8ér fyrir góðu og hamingju- sömu lífi. Án þeirrar byltingar hefði þessi uppbygging 'verið óhugsandi. Ef hún hefði ekki átt sér stað, þá hlaut Rússland að lenda með í straumkast kreppunnar, og þar hefðu orðið sömu vandræðin og annarsstað- ar eða enn stórfeldari. Þetta vitið þér líka mæta vel. í ársbyrjun 1930, þegar þér vcr- uð nýkominn að blaðinu, þá sögðuð þér, að spurningin um Rússland væri sú þýðingarmesta af gátum áramótanna. Þar segið þér, að »ef það þjóðskipulag reyndist mögulegt, sem flestir telja nú ómögulegt, myndi það gerbreyta lífskjörum allflestra manna á jörðunni* (2. tbl. 1930). Hvernig finst yður þetta koma. heim við það, sem þér skrifið nú, er þér segið, að það, sem Rússar séu nú að gera, »er búið að framkvæma í mörgum öðrum þjóðfélögum*. Fyrir þrem árum dróguð þér ekki dul á það, að framtíð mann- kynsins ylti á því, hvort tækist að koma í framkvæmd þeirri þjóðskipulagsbreytingu, sem bar- ist er fyrir í Rússlandi. Nú seg- ið þér, að þar sé ekki neitt að gerast annað en það, sem áður hefir gerst annarsstaðar. Hvað hefir gerst á þessum 3 árum? Rússar hafa tekið stór- feldari framförum á ári hverju en aðrar þjóðir hafa áður tekið á áratugum. Auðvaldsheimurinn með öllum sínum fullkomnu framleiðslutækjum er að hrynja i rústir, og eymd og hungur- dauði grípur um sig með sívax- andi hraða i öllum auðvalds- löndunum. Þómænið þértilRúss- lands fyrir þrem árum og sjáið og viðurkennið, að þar eru að gerast þýðingarmestu atburðir veraldarsögunnar, en nú sjáið þér ekki, að þar sé neitt sér- stakt að gerast. Hvað veldur þessari breyt- ingu á viðhorfi yðar, herra rit- stjóri? Fyrir þrem árum geng- uð þér í þjónustu Framsóknar- fiokksins, og þá sjálfsagt með það fyrir augum að vinna að bættum hag islensku bændanna. Og samfara atvinnulegum um- bótum vilduð þér að einnig kæmi aukin þekking og skiln- ingur á þvi, sem var að gerast

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.