Nýi tíminn - 01.09.1932, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 01.09.1932, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: [BÆNDANEFND KOMMÚNISTAFLOKKS ÍSLANDS. I. ÁRG. REYKJAVIK, SEPT. 1932. 8. TBL. Opiö bréf tll Gísla Guðmundssonar i»itstfóx-a. Heiðraði ritstjóri! 20. ágúat minni8t þér á Nýja tímann í blaði yðar, þótt ekki getið þér nafns hans. Það var mér óvænt gleði. Ég hafði gert ráð fyrir því, að litla bænda- blaðið, sem kommúnistar hafa átt þátt í að út væri getið, mynd- uð þér reyna að þegja í hel eins lengi og þér gætuð. En þér hafið séð, að ekki þýddi að þegja. Litla mánaðarblaðið var komið upp um allar sveitir og lesið þar með mikilli eftirtekt og rætt af miklum áhuga, af því að það tók á þeim málum, sem þyngst liggja á hjarta fátæku sveita- bændanna. , En um leið og ég þakka yður fyrir, að þér hafið vakið athygli n blaðinu meðal þeirra, sem vera mætti að ekki hefðu veitt þvi eftirtekt, þá vil ég leyfa mér að ræða við yður eitt at- riði í kveðjuávarpi yðar til blaðsins. Þér komist þannig að orði: »Sjálfum kommúnistaforingjun- um í Rússlandi dettur áreiðan- lega ekki í hug, að slik bylting, sem þar heíir átt sér stað, muni nokkurntima verða t. d. á Norð- urlóndum, og það af þeirri ein- íöldu ástæðu, að margt af því, sem Rússar eru nú að koma í kring, er þegar búið að fram- kvæma í mörgum öðrum þjóðfé- lögum, þar sem lýðræðið er gam- alt og þróunin hefir orðið á ann- an háttc Að visu þykist ég vita, að hér talið þér a móti betri vitund yðar, — þveröfugt við þekkingu yðar á þvi, söm er að gerast I Rússlandi, og þveröfugt við skiln- ing yðar á þjóðfélagsmálum yf- irleitt. Þó ætla ég að ræða við yður um þetta efni í áheyrn sameiginlegra lesenda þessara tveggja blaða. Hvað hefir gerst i Rússlandi síðustu árin? — Þér segið, að margt af þvi, sem Rússar eru nú að koma I kring, sé þegar búið að framkvæma í mörgum öðrum þjóðfélögum. Hér eigið þér sjálfsagt við hina stórfeldu aukningu I véla- notkun og framleiðslu, sem orðið hefir með meiri hraða í Rússlandi nú síðustu árin en dæmi eru áður til í veraldarsögunní. Rétt er nú það. í óðruni löndum hefir tæknin komist á hærra stig en I Russlandi enn sem komið er, og hafa Bandarikjamenn verið taldir lengst komnir í þeim efnum. Þér viljið auðsjáanlega koma bændum til að líta þannig á, að I Rússlandi sé nú að gerast hið sama og var að gerast í Ameriku, meðan verið var að nema þar land og gera hana fullkomnasta véliðjuver heímsins. Þessu hafa ýmsir aðrir haldið fram, sumir af vanþekkingu og fávisku, en aðrir til að villa mönnum sýn um tilgang og eðli kommiinist- iskrar byltingar, og þannig mun vera með yður. Iðnaðarþróunin í Ameriku hefir haft I för með sér þá stór- kostlegustu neyð, sem sögur fara af. Þar skifta atvinnuleysingjar tugum miljóna, og daglega deyja hundruð manna úr hungri eða afleiðingum þess, jafnhliða því að þar eru fullkomnustu tæki til að framleiða mat og aðrar nauðsynjar. Og þótt mikið af þeim tækjum sé látið standa ónotað, — verksmiðjurnar lok- aðar, akrarnir ósánir, o. s. frv., — þá verður einnig að grípa til þess að eyðileggja þær nauð- synjar, sem fram eru leiddar, til að grynna ofurlítið á þeim fádæmabyrðum, sem fyrir liggja. Þér vitið, að þetta ástand er bein afleiðing þeirrar »uppbygg- ingar«, sem þarna hefir átt sér stað; Driffjóðrin í uppfynding- um og framkvæmdum var að »minka framleiðslukostnað* var- anna. Og leiðin til þess að minka framleiðslukoatnaðinn var fyrst og fremst sú að fá til framleiðslunnar vinnuafl, sem minna þurfti að borga en mann- aflið. Því var það, að þegar bú- ið var að rækta landið, koma

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.