Nýi tíminn - 01.09.1932, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 01.09.1932, Blaðsíða 4
N Ý I T í M I N N Samfylking verkamanna og bænða. Um daginn var verkfall í slát- arhúsi Kaupfélags Eyfirðinga og lauk því þannig, að verkamenn fengu kröfum sínum framgengt. Nú í seinni tíð hafa hvað eftir annað átt sér stað kaupdeilur, þar sem verkamenn hafa átt í stríði við kaupfélög bænda, og var garnadeilan fræga upphaf þeirrar viðureignar. Og siðast- Jiðið ár hefir risið hver deilan af annari (Borgarnesi, Stykkis- hólmi, BlönduÓ8Í,JHvammstanga). Deilur þessar hafa hjálpað auð- valdsblöðunum að koma þeirri hugmynd inn hjá bændum og jafnvel verkamönnum líka, að þe8sir tveir aðilar væru and- stæðingar í hagsmunabaráttunni. En þessi hugmynd er afar háska- leg frá sjónarmiði beggja og ekki síður bændanna. Smábænd- am verður að skiljast, að sigur verkalýðsins í hagsmunabarátt- nnni er eitt mikilvægasta skil- yrðið fyrir þvi, að bændur geti leitt sína baráttu til sigurs, enda er oft um sameiginlega hags- muni að ræða, að verkamenn komi kröfum sínum fram. Á það hefir áður verið bent í Nýja tím- anum, að kauphækkun verka- manna er beinn hagur fyrir smá- bændurna, þar sem flestir þeirra eru daglaunamenn að einhverju leiti, og þe8si árin hafa aðaltekj- ur þeirra verið daglaunavinna vor og haust, Sumir láta blekkj- ast af því, að þar sem þeir séu i kaupfélögunum, þá sé það þeirra hagur, að það greiði sem iægst kaup. En þar sem fjöldi þeirra hefir vinnu við sláturhús- In, þá gerir kauplækkun það eítt að verkum, að stórbændurn- ir drýgja tekjur sínar á kostnað smábændanna, sem verða að íeita sér vinnu utan heimilisins. Á það hefir einnig verið bent, hve bændur þeir, er selja afurð- ir sínar til bæjanna, eiga mark- að sinn undir kaupgetu verka- lýðsins, og hafa einnig í því sambandi beinan hagnað af háu kaupgjaldi. Þó er ótalið höfuðatriði þessa máls: Bændur og verkamenn eiga við sameiginlegan óvin að etja. Og aðstöðu sinnar vegna hljóta verkamennirnir að vera brjóstfylkingin í frelsÍBbaráttu undirstéttanna. Takist auðvald- inu að brjóta verkalýðshreifing- una á bak aftur, þá er frelsis- barátta bænda einnig dauða- dæmd. Sú hefir hvervetna orðið raunin á. Smábændurnir verða því vandlega að gæta þess, að Btórbændurnir sem ráðandi menn í kaupfélögunum noti ekki fé- lögin sem vopn á verkalýðinn í þágu auðvaldsins. Þegar kaup- félögin geta þrýst kaupgjaldi niður fyrir taxta, þá veikir það aðstöðu verkalýðsins í kaup- gjaldsbaráttunni yfirleitt og ger- ir það að verkum, að kaupgjald verður lægra en ella. En sigur- vonir undirstéttanna byggjast á því, að verkamenn og smábænd- ur sameinist í baráttunni gegn auðvaldinu. Og kaupdeilan á Akureyri endaði með sigri verkamannanna, af því að sveit- armennirnir, er við sláturhúsið unnu, höfðu skilning á því, að þeim bar að standa með verka- lýðnum en ekki gegn kröfum hans. Annars ættu þessar kaupdeil- ur að opna augu smábændanna enn betur fyrir þeim sorglega sannleika, að þesai kaupfélags- samtök, sem bændur gerðu til að verjast okri selstöðuverslananna, 'eru að villast út af leið sinni og ganga í sveitir andstæðing- anna. Með sterkum samtökum verða þeir að taka völdin i sín- ar hendur^og gera þau aftur að vopni í frelsisbaráttunni. Úr bréfl — Bændunum er sagt, að nú eigi að létta af þeim skulda- bagganum, með þvi að fella krónuna niður úr öllu valdi. Sumir gína við þessu, sem von- legt er, eu skilja ekki, hvílikur voði slíkt gengisfall er fyrir fá- tækari bændurna. Af þeim er engu létt, þótt krónan sé feld. Nú borgar enginn þeirra skuldir, hvort sem er. Gengisfall þýðir bara hækkun á lífsnauðsynjum þeirra. Og þær krónur, sem þeim eru reiknaðar fleiri fyrir afurðir sinar, fara allar í það að borga úttektina, sem eykst að sama skapi, eða ennþá meira. Og þeir, sem vinna daglauna- vinnu, eru í raun og veru rænd- ir kaupi sínu um jafnmörg pró- sent og krónan er feld.------ Baráttan erlendls. í Kataloniu á Spáni höfðu bændurnir beðið árangurslaust í heilt ár eftir endurbótum, sem búið var að lofa þeim. í sumar neituðu þeir í nokkrum þorpum að láta jarðeigendurna fá megn- ið af uppskerunni eins og und- anfarið. Jarðeigendurnir sneru sér til stjórnarinnar, og hún sendi vopnaða lögreglusveit þeg- ar á vettvang. Bændurnir voru byrjaðir að flytja kornið í hlöð- ur, þegar lögreglan kom að. En þegar bændur sáu, að þeir fengu ekki rönd við reist, þá lögðu þeir eld I uppskeruna. NÝI TÍMINN kemur út að minsta kosti einu sinni á mán- uði. Ábyrgðarm. Gunnar Bene- diktsBon, Mimisvegi 2. Utaná- skrift til afgreíðslunnar: Nýi tíminn. Box 774. Reykjavík. Prentamiðjan & Bergataðastræti 19.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.