Nýi tíminn - 01.10.1932, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 01.10.1932, Blaðsíða 2
N Ý I T í M I N N Úr ADstnr-Skafíafellssýslu. Bréf tll Ný)a tímans. á, sama tíma og kröfur þessar hefðu átt að koma fram, þá lýs- ir forstjóri Sambandsins yfir stefnu Sambandsins, og hún fer alveg i öfuga átt. Lesið ræðu iianB í 27. tbl. gamla Timans þ. á. Þar lýsir hann því yfir, að Sambandið ætli að beita nákvæmlega sömu' aðferðum og selstöðuverslanirn- ar beittu áður á erfiðustu tím- unum. Hann kemst m. a. svo að orði: »Nú er ekki um annað að tala, en að greiða allar þær vörur, sem inn eru fluttar á ár- inu, og ef sýnilegt. þvkir, að gjaldeyrisvörurnar séu of hátt áætlaðar, sem vel getur verið eftir útlitinu nú, verðuraðlækka úttektarheimildina og minka innflutninginn til félaganna sið- ari hluta ársins, þangað til út- flutningsvörurnar hrökkva fyrir innflutningnum og þeim greiðsl- um, sem óhjákvæmilegar eru innanlands«. Hér er þvi lýst yfir beinum orðum, að þegar veturinn geng- ur nú í garð, þá á að miða vöru- kaup til bændanna við greiðslu- getu þeirra, en ekki þörf þeirra til að halda líflnu í sér og fjöl- skyldum sinum. Kalt og rólega er gefið fyrirheit um það, að kaupfélagsbúðirnar eigi að standa galtómar, þegar veturinn gengur í garð, og bíða eftir því, að hafísinn leggist að ströndun- ura og hindri vöruflutninga fram eftir sumrinu. Og jafnhliða er gengið harðri hendi eftir dilk- unum, sem annars gætu þó eitt- hvað haldið lífinu í bændafjöl- skyldunum. Reynir nú á, hvort islenskir bændur láta enn bjóða Bér hið sama og á tímum sel- stöðuverslananna. Nýi tímrnn er þegar orðinn útbreiddasta blaðið í sumum sveitum landsins. Mér er ljúft að senda Nýja tímanum nokkrar línur. Fyrst er að minnast á það, hverjum vinsældum hann á hér að fagna. Nokkur eintök koma í þessa sveit. Og á þeim heimilum hefir hann vakið þvilíka eftirtekt, að menn bíða næstu póstferðar með óþreyju, til að sjá, hverjar nýj- ungar hann hefir að flytja. All- flestir þeirra, sem fá hann, óska eftir að fá hann framvegis. Við höfum nokkrir rætt um að aura saman fé honum til Btyrktar. Ég treysti þvi fyllilega, að svo mik- ið fé safnist um allar sveitir landsins, að það takist að gefa hann út áfram, — og það í stærra broti en nú. Við islensk- ir smábændur og leiguliðar þurf- um að gefa út okkar eigið mál- gagn og það svo stórt, að við getum sjálfir skrifað í það, það sem okkur liggur þyngst á hjarta. Og því takmarki munum við ná, ef við reynumst nógu ötulir. Þá er að minnast á ástandið hér og framtíðarhorfur. Hvaða- næfa berast fregnir um neyð- arástand islenskra bænda og verkamanna nú í seinni tíð. Héð- an úr Austur Skaftafellssýslu er sömu sögu að segja um hörmu- legt ástand og óglæsilegar fram- tíðarhorfur. Bændur hér eru all- margir leiguliðar, sem búa á hlunnindalausum og niðurnídd- um kotum, sem þeir verða að gjalda háa landsskuld eftir. Þó eru sjálfseignarbændur hér fleiri. En ástæður þeirra eru litlu betri. Fasteignir þeirra flestra eru veð- settar fyrir banka- og verslun- arskuldum, og tekjur af búun- um hrökkva skammt til að greiða vexti og afborganir. Einustu markaðsvörur bænda hér eru kjöt og ull, sem nú mun illaeljanlegt. Þó hefir Kaup- félag Austur-Skaftfellinga lánað bændum vörur út á þessar af- urðir þeirra eftir áætlunarverði. En áætlunarverðið, sem miðað er við, er 0,50- 1 kr. kg. af ull- inni eftir gæðum, og dilkarnir áætlaðir til jafnaðar á 3—4 kr. Þetta eru allar árstekjur bænd- anna hér. Nú getur hver meðal greindur maður farið nokkuð nærri um það, hvort þeir þurfi að lifa í óhófi til að eyða þess- um tekjum. Ef áætlað er, að bændur hér hafi að meðaltali 100 kg. af ull og 60 dilka til innleggs, þá verður útkoman sú, að fyrir ullina fá þeir 75 kr. og um 200 kr. fyrir dilkana. Ann- ars er þetta e. t. v. of hátt reiknað, enda meir en meðal bændur, sem hafa svona mikið innlegg.. Af þessum tekjum verða nú bændur að greiða lögboðin gjöld til sveitar, ríkis og kirkju, vexti og afborganir af skuldum, og fyrir ’afganginn af 275 kr. nauðsynjavörur úr kaupstað, sem heimilið getur ekki án verið. Skattheimtumenn ganga svo fast eftir með kröfur sínar hér, að allar lífsnauðsynjar verða að sitja á hakanum. Þó kom það greinilega í ljós á manntalsþingi hér síðastliðið vor, að öreiga- bændur gátu ekki staðið i skil- um, þótt þeir hefðu góðan vilja á því, ýmist af skyldurækni eða gömlum vana. En þegar pyngj- ur smábændanna reyndust tómar, þá gáfu sig fram nokkrir betri bændur og buðust til að gera mönnum þann greiða að borga fyrir þá, auðvitað af þeirri ein- skæru fórnarlund að losa þá við lögtak. Greiða bvo smábændur

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.