Nýi tíminn - 01.10.1932, Qupperneq 4

Nýi tíminn - 01.10.1932, Qupperneq 4
NÝI TÍMINN eru dauðir bókstafir, sem hafa dagað uppi í verslunarbókunum, enda er löngu hætt að selja þeim, sem nokkru nemur, nema gegn staðgreiðslu. — 0g þessir menn kvarta ekki, því að þeir eru orðnir neyðinni vanir og hafa blotið nægjusemi í vöggu- gjöf. En hvað er það, sem veldur þessum hörmungum? Hvers eig- um við að gjalda, að við þurf- um að horfa fram á örbirgð og jafnvel hungur, þótt við erjum myrkranna milli alla tíma árs? HverB vegna fáum við ekki meiri laun fyrir 14—16 tíma vinnu á sólarhring en svo, að við getum naumlega dregið fram lífið? »Kreppan« veldur öllum hörmungum okkar, segja sumir hér, en leitast ekki frekar við að skilja, hvað kreppan er, enda vanir að láta sér nægja ófull- komnar skýringar á drottins ó- rannsakanlega lögmáli. En bænd- ur hér eru þó farnir að skilja og skynja margt, sem yfirstéttin reynir að dylja fyrir þeim. Mörgum yngri bændum hér er íarið að skiljast það, að hörm- nngar þær, sem að okkur steðja núna, eru nákvæmlega þær sömu, sem þjá allan auðvalds- heiminn. Mönnum er að skiljast, að það er eitthvað bogið við það, að alstaðar skuli vera of- framleiðsla í heirainum, og ein- mitt þessvegna skuli fólkið deyja úr hungri. Þegar menn heyra að kaffinu, hveitinu og bómull- inni er brent, til að halda uppi verði á heimsmarkaðinum, þá finna menn, að það er eitthvað Júlt og rotið við kapitalismann. Bændur hér eru að gerast efa- blandnir um gildi »endurbóta- starfseminnar«. »Þetta lagast ekki nema með byltinguc, sagði einn fátækur sveitungi minn við mig um daginn. Þannig munu islenskir smábændur og leigulið- ar bráðlega segja einum rómi. Og þeir munu ekki láta sitja við orðin tóm. Þeir múnu berj- ast með verkalýðnum á mölinni og sigra undir sama merki og hann. Hvammi, 14. ágúst 1932, Torfi Þorsteinsson. I Reykfavík fara fram kosningar til Al- þingis 22. okt. Kjósa skal mann í stað Einars Arnórssonar, sem tekið hefir sæti sem dómari I hæstarétti. Allir stjórnmálaflokk- arnir bjóða fram, nema Fram- sókn. Við síðustu kosningar bauð hún hér fram til að sýna, hve fylgi hennar færi vaxandi. Nú býður hún ekki fram, til að dylja, hve fylgið fer þverrandi. Fyrirspurnlr. Svohljóðandi fyrirspurnir hafa Nýja tímanum borist: 1. Ætla koromúnistar að út- rýma allri tru? Og ef ekki, þá ennfremur: Hversvegna berst kommúnistaflokkurinn á móti trúarbragðafræðslu í skólum? Hverjir eru trúarhleypidómar þeir, sem hann ætlar sér að uppræta? Sigv. Jóhannesson, Enniskoti. • 2. Hvað meina kommúnistar með því að æsa lýðinn upp til þeirrar framkorau, sem brýtur greinilega í bága við landslög? Nýja tlmanum er sönn ánægja að svara þessum fyrirspurnum. En fyrirspyrjendur verða að af- saka, þótt dráttur kunni að verða á svörunum. Meðan ekki er kostur á að gefa blaðið út stærra en nú er, þá er það svo takmarkað, hvað það getur tek- ið til umræðu. Nú liggja fyrir mörg ágæt bréf úr sveitinni, þar sem ,rædd eru þau vanda- mál, sem liggja fátæku sveita- bændunum þyngst á hjarta á þessum erfiðu tímum. Það kem- ur æ betur í Ijós, hve knýjandi nauðsyn það er að stækka blað- ið. En það verður ekki hægt, nema unnendur þess í sveitun- um sjái sér fært að leggja þvi töluverðan styrk. x Mannúð 20. aldarlnnav. Verkamaður i Reykjavik fékk um daginn vinnukort fyrir eina viku. Fyrsta daginn, sem hann átti að vera i vinnunni, var hann lasinn og treysti sér ekki. En þegar hann kom til vinn- unnar næsta dag, þá var hon- um tilkynt, að vinnan væri tekin af honum, þar sem hann hnfði ekki komið fyrsta daginn, og hann varð að anúa áftur að allslausu heimilinu. Rauðl fánlnn, málgagn Sambands ungra kommúnista á íslandi, kemur út einu sinni í mánuði, flytur greinar og fréttir um baráttu verklýðsæskunnar hér og ann- arsstaðar. Ungir verkamenn og konur, til sjávar og sveita! Sendið Rauða fánanum fréttir og grein- ar um líf ykkar og baráttu. — Árgangurinn kostar kr. 2,50, ef þið viljið gerast kaupendur. — Utanáskrift: Rauði fáninn. Box 761, Reykjavík. NÝI TÍMINN kemur út að minsta kosti einu sinni á mán- uði. Ábyrgðarm. Gunnar Bene- diktsson, Mímisvegi 2. Utaná- skrift til afgreiðslunnar: Nýi tíminn. Box 774. Reykjavík. Árgangurinn kostar kr. 1,50. Prentsmiðjan á Bergstaðastræti 19.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.