Nýi tíminn - 01.01.1935, Page 4
4
N V I T í M I N N
FRAMHALD AF BLS. 1
þessum ógöngum ætlaði hún að
bjarga auðvaldinu. En hún vildi
ekki fara þá einu leið, sem fær
var — að steypa auðvaldinu af
stóli með samtaka stéttabaráttu
alþýðunnar, heldur ætlaði hún
sér einmitt að bjarga hinu dauð-
vona skipulagi, og til þess hefir
verið fundin aðeins ein aðferð
— að pína alþýðuna rneir og
meir til þess að bjarga við hag
banka, »fyrirtækja« (þ. e. a. s.
auðmanna) og rjíkissjóðs þeirra.
Og þrátt fyrir stór orð um
»nýjar« leiðir og aðferðir varð
reynslan sú, að »stjórn hinna
vinnandi stétta« og flokkarnir
á bak við hana áttu engin ný
ráð í fórum sínum, heldur að-
eins aðferðir þær, sem auðvalds-
stjórnir um heim allan nota,
og ef vel er að gáð, má sjá, að
margar merkilegustu ráðstafanir
stjórnarinnar eru bein stæling
af bjargráðum Hitlers (sbr.
skipulagningu afurðasölunnar
og nýbýlamálið). Þannig sann-
ast hér enn einu sinni, að end-
urbótaflokkar, þ. e. a. s. flokk-
ar, sem vilja endurbæta auð-
valdsskipulagið, en ekki steypa
því, hljóta á tíma dauðakreppu
auðvaldsins að svíkja öll sín
loforð um endurbætur alþýð-
unni til handa, og fari þeir
með stjórn, gerast þeir dygg-
ustu þjónar auðvaldsins. Á slík-
um tímum geta þeir einir bar-
ist fyrir raunverulegum endur-
bótum, sem ekki hika við að
berjast fyrir algeru afnámi
þessa glæpsamlega skipulags.
Hvað er framundan?
En þrátt fyrir allt þetta haíá
möguleikar borgarastéttarinnar
til þess að viðhalda þjóðfélagi
sínu farið stórkostlega þverr-
andi á árinu. Með hinum marg-
háttuðu viðskiftasamningum,
sem gerðir hafa verið í seinni tíð,
hefir markaður fyrir íslenzka
framleiðslu verið stórkostlega
takmarkaður. Yið áramótin voru
næstum því eins miklar fisk-
birgðir til í landinu eins og
spanskur markaður rúmar yfir
allt árið 1935 samkvæmt hin-
um nýja viðskiftasamningi.
Togararnir verða að liggja fjórða
hluta þess tíma, sem þeir ann-
ars stunda ísfiski, vegna mark-
aðstakmarkanaí Englandi. Þessa
-árs innflutningsleyfi fyrir kjöt
í Englandi verður að nota tals-
vert mikið fyrir kjöt frá síð-
asta ári. Af innlenda markað-
inum er sömu sögu að segja,
að því viðbættu, að »hjargráð«
stjórnarinnar hafa átt mestan
þátt í að eyðileggja hann. Aldrei
hefir hvílt á honum meira af
óseldu kjöti en nú. I þinginu
var mikið rætt um leit að nýj-
uxn mörkuðum. Raunverulegir
nýir markaðir eru ekki til svo
nokkru nemi. Nýja sölumögu-
leika er aðeins hægt að fá með
því, að reka ótakmarkað undir-
hoð á erlendum markaði og
með ærnum stríðskostnaði.
Enda mun það háa verðjöfn-
unargjald, sem nú á að greiða
af allri aðalframleiðslu lands-
ins (1—2 millj.), eiga að not-
ast í þeim tilgangi, auk 1 rnillj.
króna í beinum ríkisstyrk.
Núverandi stjórn kvartar yfir
þeim mörgu smálánum, sem
Þ. Br. hafi tekið. Það þýðir
víst, að hún vill taka stórlán,
enda fékk hún leyfi Alþingis
til þess, en auk þess aukast
erlendar skuldir jafnt og þétt.
Á árunum fyrir og um 1930
nam útflutningurinn 70 millj.
kr. og þar yfir að verðgildi.
Nú er hann langt innan við
50 millj. kr. Slík er afturförin
og þó meiri, þegar tillit er tekið
til gengisfalls. En fjárlög ríkis-
ins eru heldur hærri nú en þá.
En fátækir bændur og verka-
menn! — Þokum okkur sanxan.
Mótum af þeirn alvöruþunga,
sem líf okkar er þrungið, rneiri
og sterkari samtök um hags-
muni okkar. Yfirstéttin lifir í
dýrindis veizlufagnaði og klæð-
ist pelli og purpura, og það
mun hún gera, þó þúsundir og
aftur þúsundir úr okkar lióp
hnigi fyrir ofurmagni skortsins.
Hún sýnir enga vægð, og vægð
af okkar hálfu væri glæpur
gegn okkur sjálfum. Stéttabar-
áttan og ekkert annað en stétta-
baráttan megnar að leysa okk-
ur af klafa auðvaldsins.
Ingólfur Gunnlaugsson.
Kreppuþróun borgaralegr-
ar menningar, heitir erindi,
sem Gunnar Benediktsson flutti
nýlega hér í Reykjavík. Þar er
rneðal annars rakinn þróunar-
ferillinn í menningarbaráttu
Jónasar frá Hiifhx. Erindið
mun bráðlega koma á hóka-
markaðinn.
Hwgvekja iim
Kr eppulánasj óð.
Nú mun meginhluti þeirra
bænda, sem um lán sækja í
Kreppulánasjóð, hafa afhent uin-
sóknir sínar og hafa margir
þeirra nú þegar náð einhverj-
um samningum. Margir samn-
ingarnir eru þannig, að bænd-
urnir sjálfir kannast við það,
að þeir muni ekki af eigin
ramleik geta risið undir þeim
byrðum, sem þeirn þar eru
bundnar, þrátt fyrir það þó ár-
legar greiðslur vegna skuldanna
verði allmikið lægri- Sú stað-
hæfing, sem fram hefir verið
haldið hér í blaðinu, — að
Kreppulánasjóði væri um megn
að létta svo skuldabyrði fátækra
bænda, að þeir gætu ráðið við
hana á eftir, (ef það nokkru
sinni hefir verið tilgangurinn)
— hefir orðið að staðreynd
við þessar samningagerðir.
Megiu ástæða þess að bænd-
urnir hafa samþykkt þessa samn-
inga, er raunverulega sú trú
þeirra, að þeir þurfi aldrei að
greiða neitt til Kreppulánasjóðs.
Þessi trú hefir orðið almenn-
ari og sterkari fyrir þá sök að
forráðamenn sveitanna hafa
einmitt túlkað málin á þennan
liátt fyrir fátækum bændum.
Þetta eru hreinar blekking-
ar. Kreppulánasjóður mun ekki
verða vægari við innheimtu
skulda heldur en hver annar
lánardrottinn. Hér rísa því
tvær andstæður hver á móti
annari. Annars vegar getuleysi
meginhluta þeirra bænda, sem
lánin fá, til þess að greiða þau.
Hins vegar ákveðnar greiðslu-
kröfar, sem framfylgt verður
til þess ýtrasta af hálfu sjóðs-
ins.
Fátækir bændur geta því ekki
lifað í trúnni á tilslakanir af
hálfu sjóðsins lengur en fram
á gjalddagann. Ef ekkert verð-
ur aðhafst, þá mun veruleikinn
í mynd fjárnámanna hvað af
hverju heimsækja þá og láta
greipar sópa um eignir þeirra,
ef einstaklingurinn er óstudd-
ur af þeim stóra hóp fátækra
bænda í hverju liéraði, sem
líkt verður ástatt um.
Á móti fjárnámum Kreppu-
lánasjóðsins, nýjum samningum
og öðruin innheimtuaðförum
hans, verður því að rísa sam-
taka barátta fátækra bænda til
varnar hinum litíu eignum sín-
um og lífsafkomu. Engin nauð-
syn er að hugsa sér þessi sam-
tök þegar 1 upphafi á lands-
mælikvarða. Einn hreppur get-
ur í þessu efni verið nógu
sterkur til þess að hræða vald-
hafana frá harðvítugum aðgerð-
um, ef bændurnir sjálfir eru
vel samstilltir innbyrðis.
Að lokum: Staðreyndirnar
eru og munu verða þessar:
Skuldirnar hvíla enn langsam-
lega of þungt á fátækum bænd-
um til þess að um raunveruleg
skil geti komið til mála. Þrátt
fyrir það mun verða gengið
staðfastlega að allri innheimtu.
Fátækir bændur verða því að
vera vel á verði og rísa sem
einn maður gegn innheimtu
skuldanna. Að öðrum kosti
munu margir þeirra, einn og
einn í einu, verða flæmdir frá
búum sínum út í enn meira
allsleysi og örbirgð en þeir nú
búa við.
Nýi tíminn skorar á fátæka
bændur að senda honum upp-
lýsingar um ástandið á þessu
sviði og láta í ljósi skoðanir
sínar á þessu mikilvæga máli.
Mj ólkurverkí all
í Þýzkalandi.
I héraðinu Wcihe í Suður-
Þýzkalandi var liáð mjólkur-
verkfall núna nýskeð, og voru
það bœndurnir sjálfir, sem það
gerðu! Þeir neituðu að skila
mjólk sinni til mjólkursamsöl-
unnar (íslenzku mjólkurlögin
eru nákvæm stæling hinna
þýzku). Lögreglan var send til
þess að taka af þeim mjólkina
með valdi, en þá tóku bænd-
urnir sig til og helltu mjólk-
inni niður fyrir augunuxn á
lögregluþjónunum!
Gísli Sigurbjörnsson nazisti
mun nú hættur námsferðum
sínum til Þýzkalands, en líklegt
má þykja, að kjöt- og mjólkur-
fasistarnir íslenzku, sem stælt
hafa okurhringana þýzku, íari
bráðlega að senda bitlingasnáða
sína til Þýzkalands til þess að
læra, hvernig kúga eigi neyt-
endur og bændur, þegar af-
leiðingar »skipulagningarinnar«
hafa náð því stigi þróunar
sinnar eins og fregn þessi ber
vitni um.