Nýi tíminn - 01.05.1937, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 01.05.1937, Blaðsíða 3
NÍI TIMINN IsW æsta, ní íeriir aj staja fraitlð línaf Meirihluti Islensku þjóðarinn- ar erui bændur, verkamenn, fiskimenn og millistéttarfólk. Þorri þessara; stétta býr við mjög léleg kjör og af völduim> auðvaldskreppunnar þrengist kostur þeirra, með hverju ári. Atvinnuleysið þjáir verkamann- inn, skuldafjötrarnir þrengja að bóndanum, arðurinn af striti fiskimannsins fer í hít hring- anna og útgerðaranðvaldsins, fá- teektin herjar millistéttarmann- inn sífelt meir og meir, dýrtíðin er hlutskifti þeirra allra í sam- einingu — fámenn auðmanna- klíka hirðir gróðann af striti þeirra allra og m;a;tar krókinn. Æskulýðs alþýðunnar býður í flestum tilfellum hlutskifti for- eldranna. örbyrgðin, sem lam- að. hefir viljaþrek og starfsþrótt íslenskrar alþýðu fellur einnig í hlut æsku. hennar. Æskulýður ís- lenskrar alþýðu stendur and- spænis þeirri .hörmulegu stað- reynd, að þjóðskipulag auðvalds- ins hefir svift hann lífs- og þroskaskilyrðum — einföldustu og sjálfsögðustu mannréttindi eru frá honum. tekin, og ávöxt- urinn verður vonleysi og upp- gjöf, unga fólkið glatar trúnni á lífið og framtíðina. Eg mun í þessari grein ein- ungis ræða lítilsháttar um lífs- og menningarskilyrði sveita- æskunnar. En kjör hennar og framtíðarmöguleikar eru nú með þeim hætti að full nauðsyn er gagngerðra breytinga. Þó því verði ekki neitað, að ým6ar ráð- stafanir hafi verið gerðar á seinni á.rum tdl bóta. Hinsvegar er svo margt ógert í þeim. efn- um að fuIJ þörf er á fullum and- vara af hálfu æekunnar sjálfrar, ef þeim árangri á að verða náð, sem er höfuðskilyrði þess, að æska sveitanna eigi tilveru og lífsskilyrði fyrir höndum og þurfi þessvegna ekki að flýja á mölina. Unga fólkið, sem er að vaxa upp í sveitunum hefir án efa fulla löngun til að gerast þar landnemar, rælrta landið og láta héruðin njóta krafta, sinna og orku. En hvað stoðar slíkt þeg- ar öll sund virðast lokuð, engir möguleikar fyrir hendi. Tekjur búanna, með núverandi rekstr- arfyrirkomulagi, hrökkva vart fyrir brýnustu, nauðeynjum heimilanna og afborgunum af lánum í banka og aðrar lánstofn- anir.. Stór hluti bændanna og skylduliðs þeirra verða af þess- um orsökum að neita sér um flest lífsþægindi, og á þó fult í fangi með að berjast í bökkum. Slíkt ástand er tæplega til þess fallið að glæða fcrú á íslenslcum landbúnaði og framtíð sveitabú- skapar í vitund þeirrar æsku, sem lifir þrœkaár sín við slíkar aðstæður. Ef ekki á. að horfa til fullkom- innar auðnar og sveitjrnar bók- staflega að tæmast af ungu fólki , má það tieljast augljóst mál, að hór er brýn nauðsyn einhverra úrbóta. Æskan getur ekki gert sér að góðlu hcgvær- ar bollaleggingar og skáldlegar imyndanir um bláma fjallanna og hollustui sveitajífsins, meðan skilyrðin eru ekki sköpuð til að njóta saamilegs menningarlífs við þessar ágæfcu. aðstseður. Til þess að úr þessum vand- kvæðum verði bætt og viðun- andi skilyrði sköpuð til menn- ingarlífs í svedtum landsins, þarf átak sameinaðrar æsku. Félög æskumannanna þurfa að láta þessi mál meira til sín taka en hingað til hefir verið. Án þess að æskujýðuí’inn sjálfur vakni til sameiginlegrar og. sterkrar meðvitundar u,m rétt sinn til efnalegrar afkomu og heilbrigðs lífs, er lítt hugsanlegt að nokk- ur veruleg bót verði ráðin á vandamálum! hans. Land vorfc er ríkt af náttúru- gæðum og óteJjandi möguleikum til bjargar, stórvaxin úrlausnar- efni bíða starfsfúsra handa, sem ekki fá að leggja fram orku sína og krafta. Æskan tapar vonum sínum og glatar traustinu á sjálfa sig, ef ekld er aðgert 1 tíma. Og síðast en ekki sístc Án nokkurra raunhæfra. aðgerða í vandamájum1 æskunnar af hálfu löggjafarvalds og ríkisstjórnar. halda óvandaðir stjórnmála- spekúlantar og umboðsmenn er- lendrar kúgunarstefnu, blekk- ingum sínum og lýðskrupii að fólkinu. Einmitt það ástand sem nú ríkir í, atvinnu- og fjárhags- rnálum unga fólksins, er up]> lögð gróðrarstía fyrir fasism- ann. Þessvegna hlýtur það að verða almenn krafa allra frjáls- lyndra, manna, að vinstri flokk- arnir í landinu taki höndum saman til úrlausnar í æskulýðs- málunum og hviki þar hvergi frá marki, þó það kosti hörð á- tök og stranga baráttu við þá örfáu fjárplógsmenn, sem sitja á rétti yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. G. V. Þróun íhalds og auövalds á Islandi. Reykvíkingar úti á landi! Kjósið strax, D-listann! Þróun Framsóknarflokksins á síðustu árum. Framsóknarflokkurinn hefir frá öndverðu og fram á þennan dag skoðað sig sem liinn eina flokk, er bændum landsins bæri að fylkja sér um í hagsmuna- baráttu sinni. Og með liinunx róttæku slagorðum sínum hefir flokkurnn uppskorið mikið og örugt fylgi meðal frjálslyndari liluta sveitaalþýðunnar. Það liefir verið tiltölulega auðvelt fyrir flokkinn að sýna bændxim fram á, að hann væri sá eini flokkurinn uppskorið mikið. og við það, að létta undir lífsbar- óttu þeirra. Bændur munu minnast valdatímabils íhalds- ins frá gamalli tíð og hafa eðli- lega ekki komið auga á að þeir gætu átt samleið með þeim flokki í landsmálum. Þvi þrátt fyrir alt glamur ilialdsins unx að það væri flokkur allra stétta, jafnt smáframleiðenda, vinnu- kaupenda og vinnuþiggjenda, þá hefir meiri hluti íslenskrar alþýðu löngu séð í gegnum þau falsrök. Alþýðan veit, að ást íhaldsins snýst að öllu leyti um stóratvinnurekendur, stórkaup- menn og allskonar braskaralýð. Og blöð þess flokks þreytast, aldrei á að verja með oddi og egg allskonar spillingu og beina glæpi, sem þróast í skjóli einka- framtaksins. Þetta liefir alþýða landsins löngu séð, það hefir verið sameiginlegt sjónarmið bænda og verkamanna. Það hef- ir þvi verið létt verk hjá Fram- sókn að sýna yfirburði sína sem flokks bændanna fram yfir íhaldið. Alþýðuflokkurinn hefir alla sína tíð með öllu vanrækt það, að starfa nokkuð að fylgis- öflun sósíalisnxans í sveitum. Þess vegna liafa órökstuddustu slagorð ihaldsins alt frarn á þennan dag, unx að stefna þeirra væri sú að taka ætti alt af öllum o. fl. álíka spakmæli, átt sér talsverðan liljómgrunn meðal sveitamanna. Og þeir munu áreiðanlega vera teljandi þeir bændur landsins, er fylgja Alþýðufl. að málum. Hvernig hefir þá Framsókn notað þenn- an trúnað bænda eftir að hún nxeð fylgi þeirra hefir verið í valdaaðstöðu um 10 ára skeið? Flokkurinn telur, að það sé bæði margt og mikið, og þvi skal ekki neitað hér, að ýmis- legt. hefir Framsókn vel gert til hagsbóta fyrir bændur. Og þó nxunu nú sakir standa þannig í sveitum landsins víðast hvar, að sumpart er flokkurinn þar í minni liluta fyrir hinu opinbera ihaldi, Sjálfstæðisflokknum ein- um, eða þá í félagi við afleggj- ara þeirx-a, Bændaflokkinn. Framsókn hefir grundvallað fylgi sitt í sveilum á tvennan liatt.. í fyrsla lagi með því að sýna fram á beinan fjandskap ílialdsins til vinnandi stétta landsins yfirleitt og í öðru lagi með róttækum slagorðunx um alhliða viðreisn landbúnaðarins eins og það hefir heitið. Hvað fyrra atriðið snertir hefir mál- flutningurinn verið mjög auð- veldur, en lxvað síðara atriðið snertír hefir verið mun erfiðara fyrir flokkinn að benda á eigin ágæti. Og þrátt fyrir ýmsa við- leitni flokksins í þá átt, hefir hitt verið mjög áberand' livað róttækar óskir liðsmanna flokksins hafa verið látnar af- skiftalausar. Það má nefna tvennskonar dæmi. Um það bil, semi l'lokkurinn var að. komast til valda liamraði Ixann sífelt á ó- réttmæti ríkjandi tollalöggjafar og taldi sig sjálfkjörinn full- trúa fólksius í því að vinna að yfirfærslu gjaldanna á ,5breiðu bökin“ þeirra ríku og tekjuháu i landinu. Bændur tóku undir þetta kjörorð og konxu flokkn- um til valda. En í þessu efni hafa þeir orðið fyrir sárurn vonbrigðum. Þeir jnunu hafa átt mjög erfitt með að koma auga á að lífsnauðsynjar þeirra lækkuðu í verði fyrir aðgerðir stjórnarvaldanna. Hitt dæmið er barátta flokksins fyrir hæfi- legum launagreiðslum xir ríkis- sjóði til opinberra starfsmanna og einnig að því er snerti einka- atvinnurekstur. Bændur tóku þeirri kröfu flokksins með mik- illi ánægju. En um fram- kvæmd liennar hefir farið nxjög á einn veg og tollana. Báðar þessar ki'öfur flokks- ins áttu sér mjög ríkan hljóm- grunn meðal bænda og það liefir orðið ógæfa Framsóknar, að í framkvæmd þessara at- riða hefir henni ekki tekist að uppfylla almennar kröfur kjósenda sinna. Slíkt hið sama er að segja urn Alþýðuflokk- inn, livað þessi tvö atriði snert- ir. Með því að íhaldsöíl þess- ara flokka hafa þarna ráðið úrslitum eins og í fjöldamörg- unx öðrum þýðingarmiklum málum, hefir opnast greið leið fyrir íhaldið, það íhald, sem f jandsamlegast er ölln þvi, er snertir liagsmuni alþýðu, til að ná með sitt háværa lýðskrum út til fólksins. Ihaldið hefir hnýtt sér svipu úr vanefndum loforðum þessara tveggja flokka og lætur dynja á þeim bæði liart og títt. Og það er eftirtektarvert, að e. t. v. hefir ihaldið aldrei orðið liáværara nxeð lýðskrum sitt, aldrei grát- ið heitari tárum hræsninnar, en þegar núverandi stjórnar- flokkar liafa gengið lengst í áttina til hinnar beinu stefnu íhaldsins, t. d. í tollamálum. Ihaldið sjálft veit, að sú stefna er svo óvinsæl, að þá fyrst get- ur það náð sér verulega niðri á andstöðuflokkum sínum, þegar þeir eru að feta hinn ljóta feril þess. Það veit ofur- vel, að ummæli Jónasar frá Hriflu, að Morguublaðs-stefnan sé eins og fjörukaggi, sem all- sé eins og tjörukaggi, sem alk liöndla, eru rétt. Þessar staðreyndir eru það, sem fyrirliðar Framsókixar ættu að athuga vandlega. Því nær stefnu íhaldsins sem þeir ganga, þess rneþr fjai'lægjast þeir að berjast fyrir lxagsmuii- um umbjóðenda sinna. Og þeir lxafa dæmi reynslunnar fyrir sér í því, að þess nxeir senx þeir nálgast stefnu íhaldsins, i réttu lxlutfalli við það snúa

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.