Eldsvarnablaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 7

Eldsvarnablaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 7
ELDSVARNABLAÐIÐ 5 -seS u JTiuiaj} 'p •} J3' '.lusnci mæli og gas streymir út. Þá er undir tilviljun komið, hvort eftir pví er tekið í tíma, svo að hægt sé að fvrirbyggja skaða af því. Þessi kerfi þurfum við að nota í daglegu lífi, en við verðum líka að taka áhættuna, sem þeim fylgir, en reyna að minnka hana eftir inætti, með skynsaml.’gri a'.hygli. Þetta er samt sem áður þess eðlis, að engum er uin að kenna, þótt ut af beri. Orsakir bruna, sem stafa af þekk- ingarleysi á beim varúðarreglum, seni viðhafa þarf þegar um eld- næm efni er að ræða, eru vitan- lega margvíslegar. Það er eilt með- al annars, að oft er notað benzín til að hreinsa með ýmsan fatnað. Er falnaðurinn þá stundum lagður í bleyti í benzín, og er þetta helzt gert um það leyti, sem þvottur er Jjveginn, en þess hefur ekki æfin- lega verið gætt, að fjarlægja benz- ínið áður en kveikt var undir pott- inum. Þegar svo glóð er komin og hitar umhverfið, byrjar benz- ínið að gufa, jafnvel þótt það standi marga metra frá eldinum. Þá er þess skammt að bíða, að eldblossa slái um herbergið, og kviknar þá í því, sem fyrir hendi er, og ef fólk er inni, verður það oftast fyr- ir minni eða meiri brunasárum. Þá hefur vínbrugg ósjaldan orðið að tjóni á líkan hátt. — Benzín ætti jfirlelt ekki að hafa í htimahúsum. Það eru til vms efni minna eld- fim, sem farið er að nota til hreins- ;unar, t. d. white spritt og jafnvel alyeg óeldfimt efni, sem heitirTri- cloraethylin, þótt alinenningur hér hafi ekki átt kost á að ná til þeirra •enn. Þó munu apótekin hér nú liafa fengið þessi efni. Þá hefur oft orðið tjón af olíu- véluin og prímusum. Með olíuvélar skeður þetta vanalega vegna þess, að vélarnar ná að ósa þangað til ■eldur frá kveiknum kemst niður í olíugeyminn, en þá er ekki að sök- uin að spyrja. Aftur á móti verður oft skaði að prímusum af því, að hausinn er stíflaður að nokkru leyti. Þetta verður oft ekki lagað, þótt nálar séu við hendina, og þá er farið að pumpa sem fastast, en við það getur botninn gengið undan prímusnum en um leið verður sprenging. Ég hef séð afleiðingar af svona a.vikum of ar en einu sinni, en jiessi áhöld hverfa nú óð- um, þar sem rafmagn er notað. Annars er ágætt ráð við litlar olíu- vélar og prímusa, ef eldur kemst í ol'una, aö hvolfa tómri fötu yiir áhöldin, en sé það gert, er eldur- inn dauður um leið. Takið aldrei logandi prímu:, eða olíuvél í fang- ið til að hlaupa með út. Afleiðingin verður vanalega brunasár. Þá eru tóbaksreykingar. stór Iið- ur, þegar talað er um orsakir bruna. Tóbak mun ná notað á flestum heimilum, og þess utan á öllum mögulegum stöðum, bæði á sjó og landi, en hættan er að sjálfsögðu mest innanhúss, og þá sérstaklega þar, sem bólstruð húsgögn eru. Þar er langverst að varast hættuna. Við höfum t. d. tekið blað eða bók til að lesa, og til þess að njóta þæginda heima Ijjá okkur, meðan við erum að eyða þeim mínútum, sem við eigum eftir af matmálstímanum, leggjum við okkur á legubekkinn, en við eruiii ekki fyllilega ánægð, við teygjum okkur eftir sígarettu og eldspýtum, og nú er allt í lagi. Ef.ir nokkurn tíma tökum við eftir því, að ofan á okkur hrynur aska frá sígarettunni, en með öskunni hafa hrotið neistar, sem við förum að eltast við að hreinsa, til þess að þeir brenni ekki fötin okkar, en við höfum ekki tekið eftir því, að til hliðar við okkur flögraði eldsneisti, sem lenti á legubekksfóðrinu, en hann situr nú þarna samt, ofur sak- leysislegur og veikburða, en hann er háður sínu eðli, og byrjar strax að slást fyrir tilverunni. Hann borar ser í gegnum legubekksfóðrið og lendir stoppinu við beztu móttökur, en um þetta leyti yfirgefuin við her- bergið. Við skulum nú samt fylgjast með því, sem gerist í sambandi við eldsneistann. Hann hressist við smám saman, því þarna hefur hann dottið í igóðan jarðveg. Hann byrj- ar nú að vinna sig áfram til allra liliða, en gengur erfiðleg'a í fyrstu, vegna ]jess, a.ð gatið, sem hann skildi eftir í fóðrinu, er lítið, svo loftleysið verður til baga. Pessvegna gengur allt seinna, en tíminn bæt- ir úr þessu cins og mörgu fleiru, og að hálftíma liðnum er kominn þarna in.yndarlegur eldkökkur, sem vmn- ur sér óðfluga braut. Þarna hefur líka komið hjálp við það, að eld- urinn komst niður að botni í stopp- inu, en hjálpin er loftstraumur, sem hitinn dregur ;ið sér, og súrefni Ioftsins er sérstaklega góð næring íyrir eldinn. Það skiptir ekki mörg- um togum úr þessu. Eldtungurnar þyrlast stað úr stað, og þegar við komum af ur að herbrrginu, eru húsgögnin okkar orðin að ösku- hrúgu, eí þá ekki hefur meira að orðið. Ein brunaorsök er að verða tals- vert algeng hér í Reykjavík, en það er eldur frá miðstöðvarkötlum húsa. Er það vanalega með þeim hætti, að eldur frá miðstöðvarkatL' kemst í eLdiviðarbirgðir eða að ver- ið er að þurrka timbur eða annað þvílíkt við katlana. Ég held, að þetta* stafi af þekkingarleysi, og þess vegna minnist ég á það hér. Það eru sjálfsagt margir, sem vita þaðv að miðstöðvarkatlar hafa vatns fyllt rúm til hliðar við eldholið, en það virðast ekki allir vita, að bæði að framan og aftan er eld- holið ekki cinangrað, og þar að auki er reykrörið frá katlinum sér- staklega varasamt, því að það hitn- ar oft meira en rör frá öðrum eld- færum, sem við notum, vegna þess, að eldholið er þarna stærra. Það er ekki ráðlegt að hafa neitt í nám- unda við miðstöðvarkatlana, sein kviknað getur í, að minnsta kosti nær en í eins metra .fjarlægð, en 'aldrei yíir þeinr eða fratnundan eld- holinu og við rörið bakatil. Þó að klefar katlanna séu steyptir í hólf og gólf, reykfyllast húsin, og að nóttu er þetta sérstakléga hættu- legt íbúum húsanna. Auk þess veld- ur það sóti og óhrcinindum uin allt húsið. En þess ber líka að gæta, að í f jölda húsa hér eru timburloft yfir miðstöðvarkötlunum, og þótt víða sé múrhúðað neðan á þau, er það aðeins hjáfp í stutta stund, en engin trygging eða vörn til lengdar. Þá virðast tvö áhöld, sem inikið eru notuð hér, verða oft að tjóni, nefni- !ega straujárn, sein tengd eru við rafleiðslur, og svonefndir geislaoín- ar. Straujárnin eru, því miður, oft skilin eftir . standandi á borði eða bretti, með fullum straumi. Stund- um eru ófullnægjandi járngrindur undir þeim, siundum undirskálar eða annað þvílíkt. Eftir nokkurn tífna er svo járnið búið að brenna sig niður úr borðinu, hangir þá í snúrunni, en borðið logar áfram. Kippið tengi-klónni æfinlega úr, þegar þér gangið frá straujárni. Um geislaofnana er það að segja,

x

Eldsvarnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldsvarnablaðið
https://timarit.is/publication/701

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.