Fréttablað Vöruhússins - 17.06.1914, Blaðsíða 3

Fréttablað Vöruhússins - 17.06.1914, Blaðsíða 3
FRETTABLAÐ VÖRUHÚSSINS 3 Elsku vinurinn! Eg er búin að hringsólast um bæinn þver- an ng endilangan og hefi litið á allar möguleg- ar mansjettuskyrtur. En engin er betri, fallegri eða ódj'rari en þessi sem þú ert með frá Vöruhúsinu. Við skulum ekki kaupa neina annarsstaðar! Og ekki heldur vera að hugsa lengur um að stoppa sokkana. Það borgar sig svei mér ekki þegar maður getur fengið ágætis par í Vöruhúsinu fyrir eina 22 au. Trú- irðu því ekki? Jæja — kondu þá bara. Þá færðu að sjá hvort jeg er að skrökva ! i Skólasokkar með tvöföldu hné eru beztir og ódýrestir í Vöruhúsinu. Reynið bara! Reyndin er ólygnust. Og Uliargarnið höfurn vér til fínna en það sem fínasl er og með íleiri litum en nýjustu búningar kvenfólks- ins! Þetta er ótrúlegt en samt satt. Karimannafatnaðar-saumastofan. Vér mælum með samastofunni og það gjöra allir, sem hafa látið sauma á sig þar. Vér ábyrgjumst að fötin fari vel og séu eftir njrjustu tízku. Svo höfum vér líka 4—500 til- búna karlmannsfatnaði handa yður og ef yður þykir það of mikið gefum vér yður levfi til að velja þann úr þeim öllum, er vður líkar bezt. Verðið er frá 9 kr. 50 a. upp í 45 kr. fyrir fatnaðinn. Vér vonum yðar vegna að þér kaupið ekki föt annarsstaðar. Próíið einu sinni hjá oss þá vitum vér að þér farið eigi annað eftir það. Svo er Józki ullarfatnaðurinn góðkunni. Hvergi meiri birgðir en hjá oss og hvergi betri. Olíuföt! Trollarastakkar! Sjóvetlingar! Enginn getur kallast sjómaður með sjó- mönnum nema hann kaupi vitbúnað sinn í V ö r u h ú s i n u. Hvar er það líka ódýrara eða betra? Spyr sá er ekki veit! Komið ! Skoðið og kaupið ! Þá efumst vér ekki um’ að þér .mupið þess þakklátur að vera uppi á íslandi á 20. öldinni og hafa haft tækifæri til að verzla við beztu og ódýrustu verzlunina á öllu landinu sem er VÖRUHÚSIÐ. (I. L. Jensen Bferg).

x

Fréttablað Vöruhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað Vöruhússins
https://timarit.is/publication/703

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.