Einir - 20.12.1925, Qupperneq 1
UTGEFENDUR:
N O K K R I R
SEYÐ FIRÐINGAR
E I N I R
ÁBYRGÐAR- OG
AFGREIÐSLUMAÐUR
JÓHANNES ODDSSON
!. árgangur.
Seyöisfiröi, 20. desember 1925.
1. tölublaö.
LJeilir og sæiir góðir lesendur!
* * Menn greinir jafnan á uni
ýms málefni. Ber nauðsyn til, að
litið sé á þau frá fleiri en einni
sjónarhæð. Hér austanlands hefir
nú um hríð verið rætt um menn
og málefni frá einni hlið, — að
margra dómi til lítils gagns og
sóma.
„Jafnan er háifsögö sagan ef einn
segir“, sagði Grettir. Satt mun það,
að svo sé jafnan. Hitt fátíðana, að
sagan sé ver en hálfsögð, — að
mestu eða öllu rangsögð — eins
og vér höfum nú um skeiö átt að
venjast. — Slíkum ófögnuði vill
„f:inir“ aflétta. — Hvorki vill hann
lofa „gulli né grænum skógum“
né hinu, að „verða at sætt með
goðum ok mönnum". — Stór lof-
orð, en illa efnd, svo sem dæmi
eru til, hæfa hvergi. — Því getur
„Einir“ lofaö, að vera ómyrkur í
máli, og að liggja ekki á liðisínu
til stuðnings þeim málefnum, er
hann telur góðs iiðs makleg. —
Eigi mun hann æðrast þó ein-
hverjum kunni að svíða, þegar
hann lætur högg að ríða. Heldur
eigi mun hann fölna, þó köldu
andi á móti á göngu hans. En
hve löng sú ganga verði lofar
hann engu um né spáir. — Hins
óskar hann, að njóta stuönings
og hollustu sem flestra góðra
manna, til h: illaríkrar starfsemi.
Einis-menn.
Úr bæjarstjórninni ijanga nú um ára-
mótin bæjarfulitrúarnir Jón Sigurösson,
Karl Finnbogason og Otto Wathne. —
Kosning nýrra fulltrúa mun fram fara í
2. viku janúarmán. n. k. Verður þá
ýmsum skemt en öðrum óhægt. Eigi
mun þá „hálkan” bregðast né hitt, að
einhverjir falli, — og hverjir sem hnoss-
hreppa, er vafalaust að „fá.færri en vilja“.
Satt og ósatt.
„Við Seyðfirðingar erum ánægð-
ir með þingmaiminn okkar og
íhaldsstjórnina“, sagði bankastjór-
inn hérna á stjórnmálafundinum
17. nóv. s. I.
Vitanlega sagði hannsatt: Hann
og ýmsir aðrir Seyðfirðingar eru
ánægðir.
En jafn víst er hitt: að hann
sagði ósatt. Því undirritaöur og
ýmsir aðrir Seyðfirðingar eru
óánægðir með hvorutveggja.
Þó bankastjórinn hefði sagt:
„Við Seyðfirðingar erum banka-
mepn“, hefðu það verið álíka
annindi — og ósannindi.
Hvernig er því þá varið, að hægt
er að ségja satt og ósatt í einu?
Því er svo varið, að sarna orð-
ið er notað til að merkja fleira
en eitt hugtak — í sama sam-
hengi.
Orðið Seyðfirðingur getur tákn-
að einn, nokkra og alla Seyðfirð-
inga. Samhengið á að segja tii,
hver merkingin gildir í hvertskift.
Hefði bankastjótinn' talað fyrir
mnnn nokkurra Seyðfirðinga, sagði
hann satt. En hann tók ekkert
fram um það. Og samkvæmt sam-
hengi ræðunnar varð að skilja
hann svo, að ánægjan gilti alla
Seyðfirðinga. Þess vegna var að-
alniðurstaða orðanna ósönn.
Hvers vegna segja menn annars
satt og ðsatt í einu, eins og mörg-
um hættir svo mjög við?
Sumir gera þetta, vegna þess að
þeir geta ekki hugsað rökrétt. Aðrir
vegna þess að þeir vilja ekki gera
það, eða hirða ekki um það.
Hvorir tveggja gera tilraun til að
EINIR
óskar öllum lesendum sínum
gleðilegra jóla.
viila öðrum sýn — vitandi eða
óvitandi.
Hvorugir eiga rétt á að tekið
sé mark á því sem þeir segja.
Karl Finnbogason.
íhaldsforingjarnir.
Á síðari fundi Jóns Baidvins-
sonar sagði Sig. Arngrímsson, að
um leið og þingmaður tæki að
sér framsögu í máli, þá gerði
hann það algjörlega að sínu
máli. — í 16. gr. laga um þing-
sköp Alþingis segir svo: „Fasta-
nefndir kjósa ritara fyrir hvert mál,
sem þær fjalla um, og er hann
framsögumaður þess máls“.
Líklega yrði erfitt að fá ritara
í þingnefndir, ef Sigurðar-regla
yrði tekin upp. En svona er fá-
fræði foringjanna mikil. Hvað mun
þá um liðsmennina. — Á fyrri
fundinum se'm Jón Baldvinsson
hélt hér, sagði Jón i Firði, „að
alment væru Austfiröingar ánægð-
ir með íhaldið og íhaldsstjórnina“.
Sennilega er enginn réttari mæli-
kvarði ti! á'þetta mál en atkvæða-
tala íhaldsþingmannanna við síð-
ustu kosningar. Austfirðingafjórð-
ungur leggur til tvo íhaldsþing-
menn, og hafa þeir til samansóll
atkvæði. Til samanburðar má geta
þess, að 2. þingmaöur Sunnmýl-
inga fékk 839 atkv. Það er nokk-
uð fáliðaður almenningurinn hans
Jóns míns. En sannsöglin er sam-
boðin málsstaönum.
Hávarður höggvandi.