Nýja konan - 01.12.1934, Síða 6
6
Nýja konan
laug heilsaði honum með því
að rétta honum loppna hend-
ina. Prestur tók kveðju hennar
virðulega og bauð henni sæti.
Geirlaug settist, en prestur
lagfærði sig í stólnum og tók
upp neftóbaksdósirnar og ræskti
sig. Síðan spurði liann frétta,
en Geirlaug sagði ekkert í frétt-
um.
Hún herti sig upp. — Ég
ætlaði að fara fram á, að fá
svo sem 15 kr. úr sveitarsjóði.
Hún var fastmælt. Prestur sló
á lokið á dóstmum og ræskti
sig enn.
— Nú? Eruð þér orðnar uppi-
skroppa með mat eða hvað?
Það kenndi undrunar í rómn-
um.
— Onei, það er ég nú reynd-
ar ekki —
— Nú —?
— En það voru skór handa
Dísu litlu.
— Skór? Ég man ekki bet-
ur en að þið fengjuð öll nýja
gúmmískó í haust.
-— Það er rétt, en mig vant-
ar spariskó handa Dísu litlu.
Prestinn rak auðsjáanlega í
rogastans yfir þessari frekju,
en liann stillti sig þó. Hann
hafði tóbakið inilli fingurgóm-
anna og lokaði dósunum.
— Það hefi ég ekki leyfi til
að skaffa yður, kona góð. Róm-
urinn var djúpur og virðuleg-
ur. Þér gleymið því víst, að ég
er með annara fé.
— Nei, sagði Geirlaug með
áherzlu. Það er einmitt það,
sem ég man. Mér hefði aldrei
komið til hugar að koma hing-
að annars. Eg hið um það af
sveitinni. Þaðan á ég rétt á að
fá það. Málrómur Geirlaugar
var harður af niðurhældri geðs-
hræringu.
— Nú, finnst yður það, kona
góð? Prestur var þungur í mál-
róm. Ég skal segja yður það,
bætti liann svo við, í mínu
ungdæmi hefði mér þótt það
hátíðaskófatnaður skórnir, sem
þér og börnin fengu í liaust.
Þó voru mínir foreldrar aldrei
upp á aðra komin. Geirlaug var
nú staðin upp og komin fram
að hurðinni.
— Þér ætlið þá að neita mér
um þetta?
Geirlaug var föl og stirð í
andlitinu, en augun brunnu.
— Ég get ekki annað. Ég
Jiefi ekki leyfi til að kasta op-
inberu fé, sem mér er trúað
fyrir, í það, sem hægt er að
kalla beinan óþarfa.
— Já, einmitt það. Og mynd-
uð þér líka kalla það óþarfa,
ef yðar hörn ættu í hlut? Geir-
laug skiidi tæplega sjálf, hvað
gaf henni kjark til þess að segja
þetta. En hún var 1 baráttuhug
og fann sig í fullum rétti.
— Já, ef ég hefði ekki ráð
á því, þá myndi ég liiklaust
telja slíkt hégóma.
— Já, ef þér heíðuð ekki
ráð á því. En það er það, sem
þið vitið, að þið Iiafið ráð á
hlutunum. Geirlaug var nú
skjálfrödduð. Það er þess vegna,
að þið þorið að hrekja og hrjá
okkur smælingjana.
Prestur stóð upp og gekk um
gólf sem ákaíast. Geirlaug stóð
í hálfopnum dyrunum. Ég vildi
óska yður þess, að þér ættuð
eftir að standa í svipuðum spor-
um og ég stend í lcvöld. Það
yrði yður meiri sálubót en all-
ar yðar bænir samanlagðar, og
verið þær sælir.
Daginn eftir, þegar Geirlaug
hafði lokið morgunverkunum,
settist hún við að spinna, eins
og liún var vön. Minnstu börn-
in léku sér á gólfinu. En Dísa
stóð við gluggann hálf-ólundar-
leg á svij). Allt í einu rak Halla
gamla Ilildihrandsdóttir höfuð-
ið inn úr gættinni. Halla var
þvottakona hjá heldra fólkinu
í þorpinu. Sérstaklega var hún
inn undir í konsúlshúsinu.
Ekki þótti fólki laust við, að
Iiún væri ekki ofurlítið upp
með sér af því, hvað hún var
handgengin í fínu húsunum.
En aldrei þóttist hún þó of
góð til þess að koma í kotin.
Þar var hún tíður gestur og
alltaf velkomin, því hún sagði
oft eitthvað í fréttum.
— Hvaða ósköp liggur illa
á Dísu minni í dag, sagði hún,
þegar liún sá svipinn á Dísu.
Ætlarðu ekki á skemmtunina
í kvöld?
— Nei, sagði Dísa lágt og
ólundarlega.
— Ætlarðu ekki að lofa henni
að fara, Geirlaug mín?
— Ég veit það ekki, sagði
Geirlaug stuttaralega og spann
áfram.
— Langar þig ekki að fara,
Dísa mín?
Dísa sagði ekkert, en horfði
ofan á tærnar á gúmmískónum
sínum.
— Yantar þig skó, rýjan?
Dísa þagði, en Halla gamla hætti
ekki fyr en hún hafði allt upp
úr Dísu.
— Hún má til að fara, bless-
að barnið. Ég ætla að skreppa
í hurtu. Það getur vel skeð, að
ég komi bráðum aftur.
Halla fór, en ofurlítill von-
arneisti kviknaði í hrjósti Dísu.
Það leið ekki á mjög löngu
þangað til Halla kom aftur og
liafði nú böggul meðferðis.
— Hana, þetta sendir kon-
súlsfrúin þér, Dísa mín, svo þú
getir larið í kvöld. IJún sagði,
að mamma þín gæti þrætt inn
af kjólnum að neðan, cf hann
yrði ol' síður. Dídí er auðvitað
stærri en þú. IJún er líka orð-
in 13 ára.
Dísa leysti utan af högglin-
um full af eftirvæntingu.
I högglinum voru kjóll úr
grænleitu flaueli og skór. Hvort-
tveggja var gamalt og kjóllinn
var dálítið upplitaður. En fyrir
Dísu voru þetta þvílílcir kjör-
gri[)ir, að hún þorði varla að
snerta það. Mamma hennar
sagði eklcert, en spann ál'ram
og var hörð á svip.
— Má ég máta? spurðiDísa.
— Blessuð mátaðu það, sagði
Halla. Kjóllinn var allur of stór
og magur kroppur Dísu varð