Útvarpstíðindi - 02.03.1942, Side 2

Útvarpstíðindi - 02.03.1942, Side 2
Eins og menn e. t. v. minnast, var Áfengis- verzlun ríkisins lokuð fyrir jólin síðustu, en út- sölustaður verzlunarinnar var notaður fyrir jóla- bazar. Mælt er að Árni Pálsson prófessor hafi einhverju sinni staðnæmst fyrir framan sýn- ingarglugga bazarsins, horft á glingrið, hrist höf- uðið og sagt: ,,Nú er hún Snorrabúð stekkur“. Einu sinni Var vinnumaÓur, sem var svo mik- ill ofstopamaður, að hann þótti ekki í húsum hæfur og enginn bóndi réð hann til sín, nema í brýnustu nauðsyn. Loks komst hann í vist hjá bónda nokkrum, sem átti mjög efnilega dóttur. Brá nú svo við, að vinnumaður reyndist hvers manns hugljúfi og bóndi kvaðst aldrei hafa haft betra hjú. Leið svo árið. Þá bað vinnumaður heimasætunnar. Margir réðu bónda frá að gefa dóttur sína svo ódælum manni, en hann mat meira reynslu sjálfs sín en sögusagnir annarra, og fór svo brúðkaupið fram. Að kvöldi brúðkaupsdagsins bað vinnumaður konu sína að ganga út með sér og kvaðst ætla að sýna henni nokkuð úti í fjárhúsi. Þetta fjár- hús var rammlega gert og gildar stoðir undir vegglægjum. Gengur vinnumaður að instu stoð- inni og sér konan, að hún er mjög rifin og tætt og nærri sundur í miðju. ..Hingað hef ég farið, þegar mér hefur runn- ið í skap, og nagað þessa stoð“, segir vinnu- maður“, en nú er þess ekki þörf lengur“. Frúin: Er það nokkur meining að koma heim kl. 3. Mér hefur ekki komið dúr á auga. Maðurinn: Mér ekki hejdur, góða mín. ÚTVARPSTÍÐINDI koma út vikulega að vetrinum, 28 tölubl., 16 blaðsíður hvert. Árgangurinn kostar kr. 10,00 til áskrifenda og greiðist fyrir- fram. í lausasölu kostar heftið 30 aura. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: GUNNAR M. MAGNÚSS, Vegamótum, Seltjarnarnesi JÓN ÚR VÖR, Njálsgötu 23. Afgreiðsla á Njálsgötu 23. Sími 504l>. Utgefandi: H/f. Hlustandinn. Víkingsprent h/f. Einhverju sinni var Skáld-Rósa gestkomandi í húsi einu í Reykjavík og var þar mannfagnað- ur. Húsfreyjan var vingjarnleg við Rósu og mælti: Mikið hefur þú nú fengið að reyna um dagana, Rósa mín. Rósu varð þá að orði: Flestu kenna fæ ég á, fæst þó nenni telja. Þá gegnir einn gestanna fram í: Til að grenna girnda skjá, gerirðu menn út velja. Þá mælti Rósa: Ber ei kalda brígsl á mig brjótur skjalda’ ósvífinn, aldrei valdi’ eg þar til þig, þó þú sért haldinn vífinn. Annars þurfti ég þig ekki til að botna vísuna, botninn átti að vera svona: Verstu brenna nauðir ná, næstum spennir helja. ttmmli lúns BnDiíHssonar Sólaleður — Södlalcdur — Skínn Vörur sendar gegn pósfbröfu. 198 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.