Útvarpstíðindi - 02.03.1942, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 02.03.1942, Blaðsíða 7
,,Nei, það er Kann ekki“, svarar að- komukonan. Charles sprettur upp af stólnum, eld- rauSur í framan, og hrópar: ,,Vertu sæl! Ég sendi eftir dótinu mínu eftir hádegi5“. Svo fer hann leiSar sinnar. Eftir hádegiS kemur maSur til aS sækja farangurinn. MóSirin tínir kjökr- andi saman teikniáhöld sonar síns. Hún tæmir hirslur hans og leggur nær- föt hans niSur í ferSakistu. Hún tekur I myndirnar niSur af veggjunum og biS- ur þjónustustúlkuna aS viSra föt. Svo er herbergiS autt. Allir ungarnir eru flognir úr hreiSr- inu. Til hvers á hún nú aS lifa í tutt- ugu — þrjátíu ár ? ,,Þetta er nú lögmál lífsins, kæra frú Brie“, segir aSkomukonan. ,,Vi5 ölum ekki upp börn aSeins sjálfum okkur til gleSi. Svona fórum viS frá foreldrum okkar, og eins yfirgefa börn- in okkur. ViS megum ekki krefjast of mikils af lífinu“. ,,En hvaS á ég aS gera, þegar allir eru farnir frá mér“, spyr móSirin. ,,Hugsa um okkur“, segir aSkomu- konan. Ekkjan er einmana meS sorg sína. Drengir ókunnu konunnar njóta ástúS- ar hennar. Hún leikur viS þá, les fyr- ir þá og hjúkrar þeim, þegar þeir eru lasnir. Allan þann mánuS hefur hún eitt- hvaS til aS lifa fyrir. En eftir mánuS fara þeir. Hún stendur í dyrunum, þeg- ar þeir fara, og hún horfir lengi á eftir vagninum, því drengirnir tóku meS sér hluta af hjarta hennar. En hjartaS er eins og lifur Prime- þeifs, sem óx þegar gammurinn át af henni. Svo kemur nýr gestur. Hann er á ferSalagi til aS gleyma harmi sínum. Þá finnur hann móSurhjarta í sárum og fær þar athvarf. SíSan ekur hann burt í vagni. Hann gefur þjónustustúlkunum eina krónu hverri, en ekkjan fær ekkert, því þaS á ekki viS. Nei, þaS er ekki alveg rétt: Hann opnaSi hjarta sitt og gaf henni sorg sína. Hún þáSi gjöfina og geymir hana meSal kjörgripa sinna. Þannig er þaS, aS lifa fyrir aSra. ÞaS er ekki nóg. Ekki nóg. O. G. þýddi. Þessi vísa er eftir Guðmund Einarsson prófast á Kvennabrekku, föður Theódóru Thoroddsen: Von ei deyi drengum hjá, drós þó teygi langinn á; þreytist eigi, en þrýstið á því að meyjar ,,nei“ er ,,já“. Úlfar ÞórSarson læknir flytur bind- indisþáttinn 13. marz. ÚTVARPSTÍÐINDI 203

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.