Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 2
Margir vísnavinir lialda enn þeim góða sið, að safna ferskeytlum og lausavisum. Einn þeirra er Sigurður Jónsson frá Haukagili. Ilann hefur nú sýnt Utvarpstíðindum þá velvild, að leyfa þeim að skyggnast i syrpu sína. Kennir þar margra grasa, og skulu hér nokkur fram tínd: Margir hafa hagyrðingar okkar og vísnaskáld ort um ástandsmálin. Erlingur Jóhannesson frá Hallkelsstöðum orti: I ástands gaufið allir skunda, er það geta. Þykir fremd að fá að dunda fyrir Brcta. Þar má feikna fúlgu afla á fáum stundum. Margir eignast stóra stafla af sterlingspundum. Það er talin auðveld iðja, og ágæt lötum, verkfærin að vakta og styðja í vinnufötum. Ef menn vita af verkstjórunum vera á svingli, reglan er að áhöldunum allir dingli. Sumum auðnast oft að finna einhvern skúta, ÚTVARPSTÍÐINDI koma út hálfsmánaðarlega aUt árið, 14 og 20 síður í senn, rúmar 400 afður ybt árið. Árgangurinn koatar kr. 15.00 og greiðrit fyrirfram. Afgraiðsla Hverfiagötu 4. Simi 5046. Otgefandi h.f. Hluetaadinn. Prantnð ( Vfkingsprant U.f. Ritstjórar og ábjrrgðar- ■«aa: Gunaar M. Maguúas og Jóu úr Vör. eða skríða í skugga hinna og skera hrúta. Fróni á svo fákænn maður finnst nú tæpast, að ekki sé hann enskmenntaður í að slæpast. Karlakórinn „Heimir" hafði eitt sinn söng- skemmtun á Stóru-Okrum á þrettándanum. Þá orti Magnús Gíslason á Vöglum: Eftir gengin glöpin stór gleði þrengist skima, láir enginn karlakór þó kumri um fengitíma. Olína Jónasdóttir gekk einhv.erju sinni spöl- korn á götu með Stefáni Vagnssyni á Hjalta- stöðum, er var gestkomandi að Sauðárkróki. Munu þeim hafa farið ýmsar vísur á milli. Olína kvað að skilnaði: Ljóð að þylja um ljós og vor löngum viljann seiðir, þau hafa yljað ]>cssi spor þó nú skilji leiðir. ViS böftt m ivdllt mikít úrval af éllskonar skófatnaSi. LÁRUS C. LUÐVIGSS0N SKÓVKHZL.UN 258 ÚTVAKPSTÍÐITfDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.