Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 3
BJÖRN ÓLAFSSON
fiðluleikari.
Við birtum nú forsíðumynd af Birni
Olafssyni fiðluleikara og hér verður með
nokkrum orðum skýrt frá námsferli
hans og störfum. Er þetta gert vonum
séinna, því Björn Ólafsson má ótvírætt
telja meðal fremstu tónlistarmanna
þjóðarinnar, þó ungur sé hann að árum,
og er hann útvarpshlustendum að góðu
kunnur.
Hann hefur oft kohiið fram á hljóm-
leikum í höfiiðstaðnum á vegum Tón-
listarfélgasins, bæði með einleik og í
hljómsveit og undanfarna vetur hefur
hann haldið Háskólahljómleika ásamt
Arna Kristjánssyni píanóleikara. Njóta
fáir almennari og einlægari viðurkenn-
ingar og aðdáunar en hann.
Fiðlutónn Björns er mjög viðfeldinn,
þægilega mjúkur og hreinn. Hann var
ekki ýkja mikill í fyrstu, en hefur
breikkað óg stækkað með vaxandi
þroska listamannsins. Um leið hefur
komið meiri dirfska og kraftur í alla
túlkun lians. Birni bregzt sjaldnast
bogalistjn. allur leikur hans er ætíð
virðulegur og samboðinn menntuðum
og listrænum tónlistarmanni.
Björn Ólafsson er fæddur í Reykja-
vík 2ö. febrúar 1917, sonur Ölafs Björns-
sonar ritstjóra og Borghildar konu hans.
Það fór mjög snemma að bera á tón-
listarhæfileikum hans og hóf lumn nám
í fiðluleik lijá Þórarni Guðmundssyni
fiðluleikara er hann var 8 ára að aldri,
og var undir hans handleiðslu í þrjú
næstu ár. Þá hóf hann nám í Tónlist-
arskólanum, en jafnframt var halin í
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og tók
gagnfræðapróf 1933. Ári síðar lauk hann
fullnaðarprófi í Tónlistarskólanum og
var einn af þrem fyrstu nemendum, sem
útskrifuðust þaðan.
Um haustið 1934 sigldi Björn til Vín-
arborgar og hóf nám við Tónlistarhá-
skólann í Vín. Aðalkennari hans var pró-
fessor Ernst Moravec. Þar dvaldi liann
í 5 ár og lauk prófi 15. júní 1933 með
liinum prýðilegustu einkunnum. Þá
bauðst honum staða við Philharmoni-
umhljómsveitina í Vín, en' það er ein
fremsta ldjómsveit í heimi og þvkir það
liinn mesti frami ungum tónlistarmanni
að fá þar stöðu. En Björn langaði til
að skreppa heim og gerði það. En við-
dvölin heima varð lengri en ætlað hafði
verið. Þegar stríðið brauzt út um haust-
ið 1939. var óhugsandi að hæ'gt væri að
liverfa til Vínarborgar aftur. Var Björn
þá ráðinn kennari í fiðluleik x ið Tón-
listarskólann og hefur gegnt því starfi
síðan.
Við bregðum okkur nú í skyndiheim-
sókn til Björns Ólafssonar og Kolbrún-
ar konu hans, Jónasdóttur Þorbergsson-
ÚTVARPSTÍÐINDI
259