Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Side 4

Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Side 4
miiiimiimiiiiiiiiiiniimiiiiiiifiMttdi ar, og röbbum við Björn um starf hans. Er hann hinn yfirlætislausasti maður og þægilegur í viðræðu. — Aðalstarf mitt, segir Björn, er við Tónlistarskólann. Nemendur skólans eru um 80 og af þeim leggja 25 stund á fiðluleik. Kenni ég sjálfur 20 þcirra, en Þorvaldur Steingrímsson kennir hin- um 5, sem ég kemst ekki yfir að sinna. Þar eru margir efnilegir nemendur, og hafa sumir þeirra komið fram á nem- endahljómleikum skólans. Ég veiti einn- ig forstöðu Nemcndahljómsveit Tón- listarskólans, en hún var stofnuð í fyrrahaust. í henni eru 20 beztu strengjahljóðfæraleikendurnir meðal nemenda og fjölga í henni eftir því sem fieiri ná leikni og þroska. Er hún ætluð til þess að þjálfa nemendur í samspili, og venja þá við að starfa í hljómsveit. Annar þátturinn í starfi mínu á veg- um Tónlistarfélagsins er sá, að ég er konsertmeistari í Hljómsveit Heykjavík- ur, sem lýtur stjórn dr. Urbantschitsch. Ennfremur önnumst við kennarar Tónlistiirskólans útvarpshljómleika skólans á þriðjudagskvöldum. Komum við þá fram til skiptis eða saman, þann- ig að eitt kvöldið leikur strengjahljóm- sveitin undir stjórn dr. Urbantschitseh, annað kvöldið er tríó Tónlistarskólans, hið þriðja tvíleikur, hið fjórða einleikur. Það væri kannski rétt að nota tæki- færið að leiðrétta misskilning, sem við verðum oft varir við í sambandi við þessa hljómleika. Margir halda að þeg- ar t. d. eru leiknar sónötur fyrir fiðlu og píanó sé annað hljóðfærið, og þó einkum fiðlan, rétthærra en hitt og eigi að gnæfa yfir — píanóið sé aðeins til aðstoðar. En þetta er ekki rétt. Bæði hljóðfærin hafa sitt hlutverk að inna Framh. á bls. 278. RÍKISÚTVARPIÐ Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunarverk er að ná til allra þegna landsins með hverakonar fræðalu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS annaat um afgreiðslu, fjárhald, útborganir, samn- ingagerðir o. s. frv. Útvarpsstjúri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðdegis. Sími skrífstofunnar w 4993. Sími útvarpsstjúra 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. Simi 4998. ÚTVARPSRÁÐIÐ (Dagskrárstjórnin) hefur yfirstjórn hinnar menn- ingarlegu starfsemi og velur útvarpaefni. Skrif- stofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síðd. Sími 4991. FRÉTT ASTOF AN annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlönd- um. Fréttaritarar eru i hverju héraði og kaupstað landsins. Simi fréttastofu 4994. Simi fréttastjóra: 4843. AUGLÝSINGAR Útvarpið fjytur auglýsingar og tilkynningar ti* landsmanna með skjótum áhrifamiklura hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifamestar allra auglýsinga. — Auglýsingasimi 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með útvarpsstöðinni, magnarasal og viðgerðastofu. Simi verkfneðings 4992. dÐGERÐARSTOFAN annast um hverskon-r viðgerðir og breytir,ga> viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu urn not og viðgerðir viðtækja. Simi viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ ER: Utvarpið inn á hvert heimili! Allir landsmenn burfa að eign kost á þvi, að hlusta á æðaslög þjóðlffsins; hjartaslög heimsins. Rikuátvmrp*. IMIIIIIIIIIIIttlllll^llllllllllimillllllllllllllllMllltstMlllllltttllllllllltllllllM' 260 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.