Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Qupperneq 9

Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Qupperneq 9
s KÍÐAFERÐ AFA GAMLA Smásaga eftir JOHAN FALKBERGET Johan Falkherget Á Sankti-Halvardsmorguninn vorið - átján hundruð og tólf, sat heimilisfólkið á Haugum við Aursundsvatnið og söng einn af Ellu Andrésdóttur sálmunum, — það var reyndar hið þekkta næfur- kvæði, sem skáldkonan sænska hafði skrifað á næfur í fyrstu. Það var söngur- inn um hina eilífu von og óskin um hinn dýra dag, þegar okinu er svipt af herðum mannsins og allt fær sælurík endalok í Jesú nafni. Klukkan var þrjú að morgni. Sólin reis yfir austurfjöllunum og skein inn um smárúðurnar á gluggaborunni og inn á gólfið. Eldurinn kulnaði á arnin- um og á arinhellunni sat Iíauga-Kláus gamli með spenntar greipar, en skott- lnifan lians lá á öðru kné hans, og hann söng með hrjúfri, sterkri rödd. Á viðar- högginu sat sonurinn Pétur með sálma- bók í höndum. Fyrir aftan hann stóð konan hans og horfði yfir öxl lionum á sálmabókina, og reyndi að syngja með, — hún eins og aðrir. Hún var ónýt í lestri og átti heldur erfitt með að fylgj- ast með. Hauga-Kláus hafði ekki held- ur lært mikið í lestri, en næfurkvæðið kunni hann þó utanbókar. Við hlið hans sat Litli-Kláus. Hann var fjögra ára og átti hníf. Litli-Kláus starði á föður sinn, — aldrei hafði liann séð hann jafn skrautbúinn sem í dag, með rauðar reimar á fötunum og langt, blik- andi sverð. Hauga-Pétur var þjónn konungsins. Á ófriðarárunum hafði hann legið við landamærin og verið á verði til þcss að óvinirnir næðu ekki námunum í Röros a vald sitt aftur. Fjallabúarnir geymdu enn í minni árás Svíanna fyrir nálega hundrað árum. Nú ógnaði cnnþá verri óvinur. Brand- ur hans var bitrari en nokkurs Sví- anna. Ilann hlífði engum. Börn, konur og gamalmenni og unga þróttmikla menn lagði liann miskunnarlaust að velli. í fyrrinótt hafði Pétur farið á stað ineð hest og sleða yfir fjallið til Röros, til þess að vita hvort mögulcgt væri að fá keyptan mjölhnefa lijá ráðsmann- inum við eirnámurnar; en hann hafði komið aftur með pokana tóma. Ráðs- maðurinn hafði starað á Pétur, fölur í andliti og furðulegur á svip, og sagt: — Hvað segir ]ni góðurinn minn! Mél? Þó að þú hefðir ekki beðið um meira mél en til þess að hylja sjáaldur auga þíns, þá væri það ekki á mínu færi að líkna þér. ÚTVARPSTÍÐINDI 2 tfö

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.