Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 11
og fríð eins og flestar konur í Roros- fjalllendinu. Pétur lét hestinn ráða ferðinni. Hann liélt slapandi taumnum í annarri liendi. Öðru hvoru leit hann um öxl til konu sinnar. — Ertu að gráta, sagði hann og sneri sér að henni. — Ekki held ég það. — Hún þurrk- aði sér um augun. — Ertu hrædd um mig, spurði hann. — Já, þú ert sá eini, sem ég óttast um í veröldinni. — Vertu ekki með grillur mín vegna. Minnstu þess, að ég hef sverð og hlaðna byssu, sagði hann til hughreystingar. Svo hottaði hann á klárinn. — Snúðu aftur, Pétur, sagði hún biðj- andi. Hún sneri sér við á sleðanum og horfði í augu mannsins. — Það er betra að við hungrum en að þú verðir fyrir einhverju illu á lciðinni. Þá hló Pétur, svo að ómaði út yfir vatnið. — Heldurðu að ég snúi aftur.......... ég sem barðist við Svenskarana suður frá, .... nei, það verður ekki af slíku í þetta sinn! — Þú ert óvæginn, það ertu, Pétur. Óvæginn við mig, — þú ert líka óvæg- inn við Litla-Kláus. — Óvæginn! át Pétur eftir, — ég er þá cinnig óvæginn við mig sjálfan. Konan svaraði ekki. Hún sneri baki við manninum og laut höfði. Maðurinn rykkti í taumana og hottaði á hestinn. Ivonan ætlaði með manni sínum norð- ur í Molingdalinn, þau áttu þar hey- stabba, og hún ætlaði auk þess að höggva gat á ísinn á daltjörninni og reyna að veiða .... það var orðið lítið matarkyns í búrinu á Ilaugum. Úr Mol- ingdalnum ætlaði Pétur á skíðum inn- yfir fjöllin og síðan niður í Gauldalinn. Hann mundi sjálfsagt ekki fá meira en eina korntunnu. Og eina korntunnu þóttist Hauga-Pétur geta borið fimm- tán mílur. Það var reyndar fáráð að koma niður í Þrándheim án þess að hafa klyfjahest, ef eitthvað fengist út. Og svo sannarlega sem hann héti Pétur skyldi hann sjálfur vera klyfjahestur. O, fimmtán mílur! — 0! — Hann skyldi bera mjöltunnuna á bakinu .... og færa guði lof og þakkargjörð við hvert skref. Morguninn var skínandi fagur, sól- skinið féll sem gull á harðfennið í hlíð- inni og yfir vatnið. — Heyrðu, Pétur, sagði konan. Hún rétti úr sér og horfði á hann. — Mér finnst þú fallegasti karlmaður, sem ég hef augum litið! - Ég var einmitt að hugsa um að þú værir fegursta konan, sem ég hefði séð, sagði Hauga-Pétur. Og þau sátu á sleðanum og hjöluðu saman eins og börn. Pétur var eins og unglingur og vafði konu sína örmurn hvað eftir annað. Hún hallaði höfði sínu að einkennisklæddum manni sínum og lokaði augunum, .... og það fór um hana, kyrrlátur fögnuður yfir því að vera eiginkona þessa nafnkunna kon- ungsins þjóns. Fyrir norðan vatnið mættu þau námumanni frá Alabergi.'Hann lá endi- langur í vagni sínum en teygði upp höfuðið. Ökumaðurinn var Morten frá » Naustavöllum. Hann bauð góðan dag- inn og reyndi að rétta sig upp á sleð- anum, en hann var svo máttvana og hungraður að hann hné aftur út af. — Ertu mjög svangur? spurði Pétur. — Hef ekki bragðað mat síðan á sunnudagslcvöldið. ÚTVARPSTÍÐINDI 267

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.