Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Side 12
Og ráðsmaðurinn rétti fram harða
hönd sína.
Sultarkvalirnar gerðu vart við sig og
Morten stundi.
Pétur stökk af sleðanum og reisti
Morten upp. — Þvílík beinagrind sem
þú ert orðinn, Morten, — svei mér, ef
þú ert ekki orðinn svo langur og mjór,
að það mætti nota þig fyrir hrífuskaft,
sagði hann í léttum tóni, — finndu kjöt-
bita fyrir náungann, kona!
Konan flýtti sér að opna malpokann,
skar væna kjötsneið og rétti Morten.
Hann hrifsaði kjötið eins og dýr og fór
að tyggja muldrandi og sagðist aldrei
á sinni lífsfæddri ævi hafa bragðað því-
líkt góðgæti. Honum lá við gráti. Hann
kvaðst hafa ekið bæ frá bæ um alla
byggðina og beðið um mjölhnefa, en
enginn var aflögufær. Hvar sem hann
kom var sultur í búi.
Pétur ók áfram norður yfir með konu
sinni. Um tíuleytið voru þau komin í
Moingdalinn. Hér skildust leiðir. Áður
en hann hélt áfram sungu þau saman
eitt vers úr næfurkvæðinu, — þau stóðu
í snjónum og sungu, — hann með húf-
una í hendinni, — hún með spenntar
greipar.
í skógarjaðrinum stóð refur og ýlfr-
aði, — hesturinn ætlaði að taka á rás,
en Pétur náði í tauminn og hélt takinu
meðan hann söng versið. Svo hóaði
hann og rebbi snautaði til fjalls smá-
ýlandi.
Og svo lagði Hauga-Pétur af stað á
skíðunum upp úr Molingdalnum. Hann
nam staðar uppi á hæðardragi og veif-
aði húfunni til konu sinnar. Ilún veifaði
á móti. Sólin blikaði á sverði hans, —
það var hið síðasta, sem hún sá til Pét-
urs, því að hann hvarf sjónum hennar
inn í birkiskóginn.
í þrjú dægur samfleytt gekk Pétur
án svefns og hvíldar. Skíðin sín skildi
hann eftir á bæ einum við Melhús. Það-
an hélt hann íótgangandi eftir þjóðveg-
inum til Þrándheims. Fólk, sem mætti
honum, sneri sér við og starði á eftir
honum. Og það undraðist hver þessi
stóri, stæðilegi dáti væri. Hann hlaut að
vera ofan úr fjöllunum, — hann var
sólbrenndur í framan, og síðhærður var
hann líka.
Á þriðja degi stóð hann í verzlunar-
búð G. Andreasens ekkju í Þránd-
heimi og spurði hvort nokkur tök væru
að fá eina mjöltunnu; hann hefði gjald-
genga mjmt á reiðum höndum.
G. Andreasens ekkja hristi höfuðið
áhyggjufull.
— Mél, sagði hún, — guð lijálpi okk-
ur öllum; — við, sem sjálf eigum ekki
í sunnudagsgrautinn.
Hún sat á stól innan við búðarborðið
og starði á Pétur. í tuttugu löng ár
hafði hún verið ekkja, og á þeim tíma
hafði hún aldrei fundið kvikna í brjósti
sínu ástarneista til nokkurs manns.
Iljarta hennar sló rólega — — en nú
— — það var einkennilegt, að það
skyldi fara að slá ótt og títt,------því
að þessi ungi fjallabúi var eins og dá-
samlegt undur fyrir augum hennar.
Hún spurði hvaðan hann væri. Hann
sagði, sem satt var, að hann væri ofan
frá fjallsbyggðinni, frá Aursundsvatn-
inu, og hann ætti konu og barn og aldr-
aðan föður, sem sæti uppi í birkiskóg-
inum. Hann væri hræddur um líf þeirra,
ef hann fengi ekki korn.
— Hvað? Ertu kvæntur! hrópaði
hún. Og hjarta hennar þvínær stöðvað-
ist. — Ertu með hest?
— Nei, ég verð sjálfur hestur, svar-
aði Pétur.
268
ÚTVARFSTÍBíNDI