Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Síða 13
— Ætlarðu að bera korntuunu alla
þessa leið. Ertu frávitaP
— Ég myndi bera tvær tunnur, svar-
aði Pétur þá.
— Ertu genginn af göflunum, hróp-
aði hún aftur, — tvær tunnur!
— Tvær tunnur af rúgi! Alveg leik-
andi! sagði Pétur hlæjandi,
— Farðu út úr mínum húsum. Þú
ærir mig, sagði hún og' grfeip fyrir and-
litið.
— Fæ ég þá keypt rúg eða ekki, sagði
Pétur.
Hann horfði á hana nærri biðjandi.
— Rúg. — Varstu að tala um rúg?
— Hún stóð upp, sneri baki að hon-
um, álút, eins og hún biði eftir svari.
Iiún hélt vinstri hendi í hjartastað, nú
barðist hjartað aftur ofboðslega,
— Jú, rúg skaltu fá .... en ekki
meira en eina tunnu .... tvær tunnur
yrðu þinn bráður bani, fjallamaður.
Ilún greip stóru lyklákippuna sína
og benti honum að koma með sér. Þau
konin í geymsluhús og þar gat að líta
tíu tunnur af rúgmjöli. Pétur grcip eina
tunnu undir hvora hönd.
— Þvílík ósköp, sagði hún og kastaði
sér niður á mjölpoka.
En Hauga-Pétur hló.
— Hvað ertu búinn að ganga langa
leið? spurði hún.
— Fimmtán mílur.
— Þvílík ósköp, sagði hún og leið út
af pokanum og féll á gólfið. — Hvað
verðurðu lcngi heim með korntunnu á
bakinu.
— Þrjú dægur.
— Æ, æ, þetta gcrir út af við mig,
hljóðaði hún.
— Ónei.
Pétur sleppti kornsekkjunum og lyfti
G. Andreasens ekkju upp af gólfinu.
ÚTVARPSTÍÐINDI
Hann hélt henni eins og smátelpu í
fanginu. Hún bað hann með veikri
rödd að bera sig inn í stofu. Hann hljóp
með hana inn og lagði hana frá sér.
— Taktu korntunnurnar og farðu! Og
komdu hér aldrei framar, stundi hún.
— En borgunin? spurði hann.
Hún hristi höfuðið. 'Hún vildi enga
borgun.
— Gjaldið keisaranum það sem keis-
arans er, sagði Pétur og Iagði tuttugu
silfurdali á borðið og fór.
Eftir skamma stund sást hann leggja
af stað með tvær rúgtunnur á bakinu.
Hann liélt eftir veginum upp dalinn.
Ilann lagðist niður og drakk xir lækj-
unum, hélt svo áfram. Næturnar voru
bjartar og skógurinn í dalnum var tek-
inn að bruma. En efra lá snjórinn yfir
öllu. Þar tók hann aftur skíðin og hélt
yfir Molingdalsfjöllin.
í Molingdalnum var ennþá vetrar-
legt. Og nú lenti Pétur í kafaldsbyl.
Hann skreið inn í kofa á leiðinni og
lá þar veðurtepptur í tvö dægur. En
skapið var gott. Hann söng sálma og
kvæði meðan óveðrið hamaðist úti.
Á sjöunda dægri stóð Hauga-Pétur
heirna í stofu sinni. Næstu nótt malaði
gamli Kláus rúg í görnlu kvörninni við
Haugalækinn. Og nú kom leysingin og
þytur í birkihlíðinni og vöxtur hljóp í
lækina. Og hann var svo glaður, að hann
gat ekki slitið sig frá kvörninni og um
miðnætti stóð hann úti fyrir kvarnar-
húsdyrunum og raulaði gamla þjóðvísu.
Vornóttin var björt. Úti á vatninu opn-
uðust vakir og þar synti lómur milli ís-
spanganna. Og kvörnin liélt áfram að
mala.
Á aðfangadaginn þetta sama ár kom
Gauldælingur akandi eftir vatninu.
Hann hafði kafald á móti sér. Hár hans
269