Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 14
og skcgg var hvítt af hrími. Hann ók greitt og sleðabjallan glumdi skært í frostinu. Ökumaðurinn fór heim á bæ- ina og spurði hvar Haugar væri. Hon- um var kalt og hann varð að hlaupa sér til hita af og til meðfram ækinu. Hann hafði aldrei verið úti í annarri eins frostbitru. Ef hann hefði vitað fyr- irfram, hvernig veðurlagið var hérna uppi í fjöllunum, þá hefði hann aldrei gefið kost á sér í þetta ferðalag fyrir von Knagenhjelm. Gauldælingurinn hoppaði og barði sér til hita, þetta var að stofna lífi sínu í voða, — þvílíkt jólakvöld hafði hann' aldrei lifað. Að eyrum hans barst ýlfur utan af vatninu, — leiðinda ýlfur. Hesturinn var alhvít- ur af snjó. Og það brast og gnast í sleðanum. í stofunni á Haugum sat fjölskyldan og söng jólasálmana. Kláus gamli sat á arinhellunni, og Litli-Kláus við hlið hans. Pétur sat á viðarhögginu og hélt á sálmabókinni, konan stóð að baki hans og gægðist yfir öxl honum. í vöggunni lá missirisgamalt stúlku- barn og starði stórum, bláum augum á logann á arninum. Hún hét Ólöf. í miðju laginu stóð Pétur skyndilega á fætur, lagði sálmabókina aftur, en hélt vísifingrinum milli blaðanna, svo að hann tapaði ekki opnunni. — Það er mannaferð úti, sagði hann. Hestur hneggjaði úti fyrir dyrum og bjölluhljómur barst inn. Stofudyrunum var hrundið upp. Og inn kom ökumað- urinn því nær dauðkalinn. Hann gekk að eldinum og sveiflaði handleggjunum fram og aftur. Skeggið var klembrað fyrir munninn og hann gat aðeins muldrað fram óljós orð um að hestur- inn yrði hýstur. Þegar aðkomumaðurinn hafði brætt af sér mesta klakann, þreif hann bréf upp úr brjóstvasanum og rétti Pétri. Bréfið var frá von Knagenhjelm og engum öðrum. Iíann tilkynnti, að fóst- urdóttir hans, ekkja G. Andreasens, væri dáin, en í erfðaskrá sinni hefði hún ákveðið að á hverjum jólúm næstu tíu ár skyldi flytja tvær korntunnur til her- mannsins og fjallabóndans Péturs Klá- ussonar á Haugum við Aursundsvatn- ið------. Guð blessi sál hennar í himna- ríki. Og tíu næstu jólakveld kom Gaul- dælingur akandi yfir Aursundsvatnið með tvær korntunnur á sleðanum. Þess- um sendingum fylgdi bréf og kveðja von Knagenhjelms. Af þessari ástæðu skrýddist Hauga- Pétur jafnan eins og kóngsins þjónn á hverju jólakveldi, fór i stásslegu liðs- foringjabuxurnar, sem von Knagen- hjelm hafði einu sinni borið og girti sig hinu blikandi sverði. g. M. M. þýddi. Rafgeymavinnustofa vor í Garðastrœti 2, þriðju hœð. annast hleðslu og viSgerSir á viStækjarafgeymum. Viðtækjaverzlun Ríkisins 270 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.