Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 17
með söng og hljóðfæraslætti. Einnig
verður skemmtiþáttur o. fl.
*
Menntaskólanemendur settu hér áð-
ur fyrr svip sinn á bæinn, og hefur
það verið haft fyrir satt, „að þá vildu
allar meyjar með skólapiltum ganga“.
Síðan Reykjavík stækkaði hafa skóla-
nemendur cðlilega horfið í múginn. En
á næstunni munu þeir, auk . útvarps-
kvöldsins halda hér hlutaveltu, gefa út
prentað blað, scm selt verður á götum
bæjarins og sýna hinn árlega skólaleik,
sem að þessu sinni er „Hviklynda ekkj-
aii“ eftir Ludvig Holberg.
★
Hin svokölluðu skólakvöld í útvarp-
inu hafa að mestu fallið niður hin síð-
ari ár. Má vcra að margt á þessum
kvöldum hafi ekki haft mikið gildi, en
þó var þar um að ræða samband skóla-
æskunnar við landslýðinn, sem var
nokkurs virði. Það vcrður til dæmis
garnan að veita því athygli á þessu
væntanlcga útvarpskvöldi Menntaskóla-
nemenda, hvernig hinir verðandi
menntamenn þjóðarinnar eru máli farn-
ir, hversu snjallir þoir eru í ræðu, riti
og list. Að vísu ber ekki að dæma nem-
endur ðlenntaskólans scm fullveðja
fólk á þessum sviðum, þar scm fæstir
munu hafa uáð tvítugsaldri, en af þeim
verður að væ'nta nökkurs og vonandi
veita þeii’ hlustcndum minnistæða og
skemmtilega vöku.
★
Myndin, sem hér fylgir, er tekin af
einum enmenda, Jóni Sen, handa Skóla-
blaðinu, og mun hún birtast þar ásamt
nokkrum fleiri myndum úr skólalífinu.
273