Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 18
BREIÐFIRÐINGA VARA
Félag Brciðfirðinga í Ileykjavík er
rúmlega 5 ára, það var stofnað 17. nóv-
ember 1938. Félagar, um 600 að lölu,
eru úr Barðastr'anda-, Dala- og Snæfclls-
ncsssýslu. Það mun því vera eitt fjol-
mennasta fjórðunga- eða sýslufélag, sem
nú er starfandi í höfuðstaðnum. Svo
sem kunnugt er hafa þessi félög tekið
ýmis nytjamál á stefnuskrá sina, og má
með sanni segja, að Breiðfirðingafélag-
ið standi þar sízt að baki öðrum. Eftir
upplýsingum frá núverandi formanni fé-
lagsins, Jóni Emil Guðjónssyni, hefur
starfið beinst einkum að eftirtöldum
verkefnum: Reykhólamálið á að vissu
leyti upptök sín í félaginu, þar sem rætt
hefur verið um rannsókn á skilyrðum á
Reykhólum í því augnamiði, að þar
verði stofnaður vinnuskóli og jörðin
nytjuð á hagkvæman hátt. Breiðfirð-
ingafélagið átti mann í nefnd, sem skip-
uð var til þess að vinna að málinu á þess-
um grundvelli. — Þá hefur félagið á-
kveðið útgáfu á Héraðssögu Dalasýslu;
verður það mikið rit, áætlað 6 bindi, með
héraðslýsingu til 1918. Ólafur Lárusson
Jón Emil Guðjóiisson.
prófessor ritar fyrsta bindið og Jón
Jóhannesson prófessor annað. Onnur fé-
lög munu annast útgáfu á sögu Snæfell-
inga og Barðstrendinga. — Þá gefur
félagið út ársritið Breiðfirðing og eru
komnir út tveir árgangar. Það er mjög
myndarlegt að frágangi og skemmtilegt
að efni. Málfundadeild starfar í félag-
inu og í vetur er unnið að stofnun leik-
flokks; Breiðfirðingamót eru haldin ár-
lega, hópferðir farnar að sumrinu og
stundum hafa verið hafðar kvöldvökur
i útvarpinu. Ein slík vaka fer fram þ.
16. apríl. Verður dagskráin fjölbreytt.
Breiðfirðingakórinn syngur undir stjórn
GOÐRA TONVERKA
njótið þér ekki án þess uð kynnast þeim vel núið. Yður nægir sjaldnast að lieyra þau
aðeins eitt skipti.
GÓÐRA MÁLVERKA
njótið þér heldur ekki nema kynnast ]>eim vel. Nútima myndlist gerir alveg sérstakar
kröfur lil áhorfandans. AugaS Jtarj að vcnjast hinni myndrænu túlkun. Athugun á
myndum af góðum málverkum er ein bezla leiðin lil að ná þessari þjálfun.
Eignist því bókina ÍSLENZK MYNDLIST, ])ar birtast myndir af verkum 20 íslenzkra list-
málara, sumar í litum. — Þessi bók er líka ein hin bezta gjöf til vina yðar bæði heima
og erlendis.
274
ÚTVARPSTÍÐINDI