Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Side 20
Vestan Þistilfjarðar er fjallgarður
mikill, og skerast inn í hann nokkur gil
djúp og löng. Þeirra mest er gil það, er
skerst inn í fjöllin norður við bæinn
Hermundarfell og nefnist það Frahlca-
gil. Neðan til í gili þessu standa klettar
tveir með stuttu millibili. Nefnast þcir
Þjójaklettar. — Mörgum þykir örnefni
þessi allfurðuleg, og benda til þess að
hér hafi gerzt saga, er skapað hafi ör-
nefnin, þó hún sé nú hvergi í letur færð.
Ekki fyrirfinnast heldur neinar skráðar
frásagnir, cr geta gefið bendingu um
hvernig örnefni þessi eru til komin.
En þjóðtrúin og sagnarandi þjóðar-
innar hefur ekki verið í vandræðum
með að gefa skýringu, því til er saga, er
gömul kona, er eitt sinn dvaldi í Þistil-
firði fyrir mörgum árum, sagði mér.
Kona þessi var Þóra Bjarnadóttir frá
Fossi á Búrfellsheiði (móðir Vigfúsar
Grænlandsfara og þeirra systkina). Hún
er nú látin fyrir allmörgum árum.
En sagan var á þessa leið:
„Það var einu sinni í fyrndinni, að
Fi'akkar, sem fiskiveiðar stunduðu hér
við land, kornu á duggti sinni upp að
landi, nálægt þeim stað, þar sem mi
stendur bærinn Vellir í Þistilfirði. Þar
var engin byggð í þá daga. Sáu þeir
sauðfé margt þar á nesinu, en hvergi bæ
eða nokkrar mannaferðir, svo þeir skutu
báti í land, og tóku að smala saman
fénu. Voru þeir allmargir í hóp. En þar
Benjamín Sigvaldason frá Gilsbakka
í Oxarfirði hefur unnið að söfnun og
skrásetningu ýmiskonar þjóðlegra fræða
í nálega aldarfjórðung. Hafa komið út
eftir hann 3 bækur og auk þess fjöldi
smærri sagnaþátta í bliiðum og ritum.
Nú er hann að vinna undirbúningi nýrr-
ar bókar og eru það ýmsir sagnaþættir
og ævisögur. Þar verður m. a. saga sú,
er hér birtist.
sem féð var styggt, en þeir óvanir hlaup-
unum, gekk þeim lengi afar illa að koma
fénu saman og reka það ofan í fjöruna
þar sem báturinn stóð. En þar kom að
■ lokum, að þeim tókst að umkringja all-
stóran hóp, og var tilgangurinn að hand-
sama féð, sauðbinda það og flytja um
borð í dugguna, því Frakkar þóttu ætíð
hinir mestu skaðræðismenn i þessu efni.
þegar þeir gátu komið því við, þó hitt
væri algengara, að þeir hefðu vinsam-
leg viðskipti við landsmenn. En eins og
að líkindum lætur tók þetta langan
tíma, og var ekki alveg fyrirhafnarlaust.
En þó mun þeim hafa þótt þetta til-
276
ÖTVARPSTÍÐINDI