Útvarpstíðindi - 16.10.1944, Blaðsíða 9
—
ir fylkingunni gengur hár maður og bein
vaxinn, berhöfðaður og bjartur yfirlit-
um. Hann ber fána mikinn. Þar fer Þor-
steinn íþróttafulltrúi. Hann gengur 10—
15 skrefum á undán fylkingunni, en fyr-
ir honum og til hliðar stjáka lögreglu-
menn og rýma gangveginn. Hópurinn
sígur hœgt eftir gjánni.
Fyrstir fara Sveinn ríkisstjóri Björns-
son og Sigurgeir biskup Sigurðsson. Rík-
isstjóri er meðalmaður á vöxt, allgildur,
virðulegur í framgöngu. Yfir svip hans
er alvöruþrungi og ró. Hann gengur föst-
um skrefum og horfir á jörð niður. Til
vinstri handar honum gengur biskupinn.
NÝJA RÍKISSTJÓRNIN:
Emil Jónsson, samgöngumálaráðherra, Brynj-
ólfur Bjarnason, menntamálaráðherra, Olafur
Thors, forsætisráðherra, Pétur Magnússon, fjár-
málaráðherra, Finnur Jónsson, félagsmálaráðherra,
Aki Jakobsson atvinnumálaráðlierra.
ívið háleitari, hempuklœddur. Þessum
fyrirmönnum fylgja ráðherrarnir Björn
Þórðarson, Björn Olafsson, Einar Arnórs
son og Vilhjálmur Þór. Fimm til sjö
skrefum á eftir ríkisstjórnihni korna svo
fyrstu þingmennirnir og þá hver af öðr-
lim. Biskup lekur sæti í sömu röð og er-
lendir sendiherrar og sezt á hægri hönd
Dreyfusar Bandaríkjasendiherra. Ríkis-
stjóri gengur til sætis austast á pallin-
um, en ríkisstjórn til vinstri handar.
Nú eru þingmenn allir komnir á pall-
inn og hafa tekið sér sæti. Og forsætis-
ráðherrann Björn gengur að hljóðnem-
anum og setur hátíðina. En hinn vold-
ugi 300 manna kór undir stjórn Páls ís-
ólfssonar upphefur söng hins þýdda
sálms Helga Hálfdánarsonar „Þín misk-
unn, ó guð, er sem himininn há“, en víða
er tckið undir úti í mannþyrpingunni.
Gjallarhornin eru rám í fyrstu. Stund-
um þagna þau andartak eða spýta hljóð
inu í gusum. En stjórnendum útvarps-
ins tekst brátt að stilla á stöðuga út-
sendingu, svo að söngurinn bergmálar í
gjánni og hljómar yfir vellina. Frh.
G. M. M.
LEIÐRÉTTING
Ur greininni „Við héldum hátíð“, féll
í síðasta blaði niður þessi setning: —
Þá cr þar mættur hinn mikli Vestfirð-
ingahöfðingi Þórður Gellir, (Þorsteinn
Þorsteinsson).
UTVARPSTIÐINDI
Þ29