Útvarpstíðindi - 16.10.1944, Síða 14

Útvarpstíðindi - 16.10.1944, Síða 14
H. K. L. frh. af síðu 131. — Má ckki telja íslandsklukkuna sagnfræðilega skáldsögu P — Nci. Og vísa ég þér þar til orða sem fylgja henni frá mér, og mátt þú gjarna skrifa þau upp. Þar stendur: „Höfundur vill láta þess getið að bókin cr ekki „sagnfræðileg skáldsaga“ heldur lúta persónur hcnnar, atburðir og stíll eiiivörðungu lögmálum verksins sjálfs“. Söguþráðurinn er að vísu lánaðtir frá liðnum tíma, cn tími skáldsögunnar hcf- ur aldrei vcrið til. Það er tími, sem ég bý sjálfur til. Það cr tími þessarar á- kveðnu bókar. — En cf ég spyrði nú scm svo: Ilvaða bókmenntastefnur og hvaða höfundar hafa haft mest áhrif á þig? — Það er náttúrlega erfitt að dæma um það sjálfur. Um fermingu var ég mjög hrifinn af Björnsson og Hamsun. Það cru einu Norðurlandahöfundarnir, sem ég hcf orðið verulega hrifinn af. Sú hrifning er löngu liðin hjá, svo að þessir höfundar hafa cngin áhrif á mig nú. En ég held að það liafi aldrei komið það tímabil í ævi minni, að ég hafi ekki verið hrifinn af Njálu, sem ég álít eitt- livert mesta skáldverk allra alda. Það cr mikils um vcrt fyrir ísl. rithöfund að taka cftir því hvernig mestu snilldár- verk bókmennta okkar cru saman sett. Ef menn reyndu að gera sér grein fyrir því af hve mikilli snild, t. d. Njála er samin, þá myndu menn ekki þora að skrifa cins slæmar bækur og menn gera. — Blátt áfram ekki þora það. — Þegar ég og aðrir skrifa vondar bækur, þá cr það vcgna þess að við crum of heimskir til þess að læra af snillingum eða þykj- umst of góðir til þess — sem er þó kannski enn verra. Það var einu sinni í fimm á? að ég skildi aldrei við mig IL FUOCO eftir ítalska stílsnillinginn D’Annunzio. Af núlifandi höfundum þykir mér cinna mest gaman að Hemm- ingway, sérstaklega að bók hans Vopn- in kvödd. — Forvitni leikur mér á að vita það hvort þii myndir hafa haft öðru,vísi hvert bindi, t. d. af Ljósvíkingnum, ef þú hcfðir gefið þær allar út í einu, í stað þess að láta þær koma fyrir almennings- sjónir jafnóðum og þær voru skrifaðar. Myndi endirinn hafa vcrið sá sami og gerirðu ráð fyrir að breyta nokkru í heildarútgáfu, þegar þar að kcmur? — Hver af þessum bókum cr hugsuð scm sérstakt skáldvérk, saga litaf fyrir sig, ])ótt sömu persónurnar komi fyrir í þeim. En auðvitað var ég búinn að hugsa höfuðatriðin í öllum bókunum og venjulega er það svo, að upphaf og endi hvers skáldverks sér höfundurinn jafn- snemma. Ef ég yrði viðstaddur þegar heildarútgáfa væri búin til prentunar, myndi ég ekki breyta mikíu. Óhjákvæmi legt væri ])ó að víkja við orðUog orði, þar sem maður vcit bctur nú en þegar frumritað var, en efnislega myndi ég lielzt ekki breyta neinu. — Hvernig hagarðu störfum þínum. — Ég byrja venjulega klukkan 9 á morgnana og vinn til klukkan 2 á dag- inn, ]>á er mínum skrifstofutíma lokið. Ég þykist góður ef ég gct skrifað eina vélritaða síðu á 5 klukkustundum. Dags- verkið mitt síðan í júní í sumar hefur verið ein blaðsíða vélrituð á dag, og þó var ég búinn að skrifa tippkastið í fyrra- vetur. Nú slær ættarklukkan í litla herberg- inu sex virðuleg högg. Við liöfum dvalið við þetta rabb í fullar þrjár stundir. Ég bið því Halldór Kiljan Laxness vel að lifa og fer. J. ú. V. 1134 ÚTVAItPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.