Útvarpstíðindi - 04.04.1949, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 04.04.1949, Blaðsíða 7
Útvarpstíðindi 103 listin ætti að vera fjörug og vekjandi, meiri harmoníkulög, fleiri villt jazzlög, fleiri hressandi sönglög, en burt með svefnsýkis- lögin. Auk þess mætti að skaðlausu bæta við tónlistarflutningi á morgnana og spila allt til hádegis létt lög fyrir húsmæður og annað vinnandi fólk, sem vill hafa eitthvað af slíku í stað þegjandi mublu og væri engin þörf á að kynna slíka músik. Þetta gera Bretar og ýmsar aðrar þjóðir og hefur hvar- vetna verið vinsælt, en líklega stefnir út- varpið hér ekki að vinsældum meðal al- mennings, heldur að útfærzlu persónulegra sj ónarmiða. Nútima klassisk tónlist: Af þessu er allt of mikið flutt. Hver í ósköpunum á að geta skilið þessa furðulegu tónlist. Ýmsir tón- listarmenn viðurkenna fúslega, að búið sé að semja allt sem gott geti talizt í klass- iskri músik og þarf þá ekki aö spyrja um gæði þeirrar tónlistar, sem nú er að skap- azt. Þetta er að sjálfsögðu talað út frá sjón- armiði leikmanns, en eru ekki hlustendur leikmenn í þessum efnum svona yfirleitt. Mér finnst feikinóg, að flytja viðurkennd meistaraverk og leyfa fólki að komast ná- lægt því að kynnast þeim og kenna því að meta þau þó ekki sé verið að hræra í al- menningi með því gauli, sem nútímatón- skáld flestöll láta frá sér fara. Sem dæmi um hversu torskilin og erfið þessi nýju verk geta verið, sagði þekktur söngmaður við mig nýlega, að sönglag nokkurt eftir Jón Þórarinsson væri þannig úr garði gert, að það væri ekki hægt að læra það. Úr því að svo getur verið um það, sem tónskáldið kall- ar sönglag, hvernig verður þá innsýn al- mennings í æðri verk nútímatónskálda. Ég vil nú leggja til í fullri alvöru, að útvarpið láti af flutningi þessarra tormeltu nútíma tónverka, og vilji útvarpið þjóna áhuga- mönnum í þessu efni, getur það leyft þeim að koma í tónlistardeildina og hlusta þar á verkin, en hlífa almenningi við að heyra þau. Nú má alltaf ráðleggja rfianni að skrúfa fyrir, en sú ráðlegging ætti að eiga fáa formælendur nú orðið. Hádegisútvarp: Hér er á ferðinni furðu- lega samsettur tónlistarsmekkur, þeirra sem velj a plötur í þennan dagskrárlið. Fyrir fréttir má heyra allt það samval af því, sem Framhald á bls. 112 Kvölddagskrá Háskólastúdenta Stúdentarnir taka blaðamönnunum fram að því leyti, að þeir hafa ákveðið.að mestu, hverjir koma fram í útvarpið þetta kvöld, sjálfum þeim til sóma en hlustendum til skemmtunar (hvort tveggja vonandi). Enda eru stúdentar allra manna aktiv- astir. <*• Bjami V. Magnússon, jormaður stúdentariðs Stúdentakvöldvakan hefst með ávarpi Bjarna V. Magnússonar, formanns stúd- entaráðs. Guðmundur Benediktsson flytur Há- skólaþátt, sem ekki var enn saminn, þegar Útvarpstíðindi fóru í pressuna. Hins vegar tjáði Guðmundur oss á þá leið, að hann myndi ræða „vítt og breitt um hitt og þetta“ varðandi háskólalífið, og er það út af fyrir sig harla góð upplýsing. Háskólakvartettinn syngur nokkur lög undir stjórn Gunnars J. Möller hrl. — með-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.