Útvarpstíðindi - 04.04.1949, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 04.04.1949, Blaðsíða 8
104 Útvarpstíðindi Háskólakvartettinn al annars syrpu af Bellmanslögum, sem Gunnar hefur tekið saman, Ó, fögur er vor fósturjörð eftir Emil Thoroddsen og svo auðvitað „Sjung om studentens lyck- llga dag.“ — Fleiri lög verða á söng- skránni, en ekki vitað um þau með neinni vissu. Pétur Sæmundsen mun skýra frá starfsemi Viðskiptadeildar há- skólans, og hlutverki hagfræðinn- ar, hinnar nýju vísindagreinar, sem Pétur segir að almenningur mis- skilji á hryllilegasta hátt. — Al- menningur virðist þeirrar skoðun- ar, að hagfræðingar eigi að vera sammála um lausn allra hagfræði- legra vandamála, og eigi að benda á hið eina rétta hagkerfi. Almenningur fái ekki skilið, hvers vegna allir hagfræðingar eru ekki sammála í pólitík. Sannleikurinn sé hins vegar sá, að það sé með hagfræðina eins og aðrar vísinda- greinar, að því fari fjarri, að allur sann- leikurinn, og sá eini, hafi enn verið fund- inn svo óyggjandi sé. Því hljóti hagfræð- inga, eins og aðra vísinda menn að greina á, og þeir hafi fyllsta rétt til að vera á öndverðum meiði hver við annan í pólitík. Erindi Péturs mun vafa- laust skýra tilgang hagfræðinnar fyrir hlustendum og leiðrétta margskonar misskilning. Að endingu leika háskólastúdent- arnir þætti úr Faust eftir Göthe. Leikritið hefur verið stytt, — fellt úr því, en síðan verður skeytt sam- an með frásögn, þannig að myndi eina heild. Aðallega verður leikið úr síðari hlutanum, — kaflinn um ástir Margrétar og Faust. Leikurinn tekur 45 til 50 mínútur. Einar Pálsson verður leikstjóri, en meðal leikenda verða: Snjólaug Sveinsdóttir, Magnús Páls- son, Kjartan Magnússon og Friðný Péturs- dóttir. Einar Pálsson leikari

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.