Útvarpstíðindi - 04.04.1949, Blaðsíða 22

Útvarpstíðindi - 04.04.1949, Blaðsíða 22
118 Útvarpstíðindi 5. frásögn ráðsnjalla sölumannsins: Alexander Botts EFTIR WILLIAM HAZLETT UPSON (Pramh.) (Ath.: Ég sting upp á því, að verkfræðingar ykkar lækki vélarhús dráttar- vélanna til að koma í veg fyrir slík slys í framtíðinni). Eftir að skrúfað hafði verið fyrir vatnið, héldum við af stað á nýjan leik, skröltum eftir aðalstrætinu í há-gír og ókum síðan út úr austurhluta borgar- innar eftir þeim forugasta vegi, sem ég hef nokkru sinni séð. Dráttarvélin flaut þó ofan á sökum þess, hversu breið drifbeltin eru, og leið áfram mjúk- lega eins og fyrstafarrýmis svefnvagn. Á eftir okkur kom fjölmennur hópur forvitinna borgarbúa, — sumir vaðandi forina upp í hné, aðrir í hestkerrum, eða asnakerrum. Herra Johnson var súr í framan, og ekki lái ég honum það. Þótt hin ýmsu óhöpp og slys, sem hentu okkur væru óhjákvæmileg og alls ekki mér að kenna, gerði ég mér fyllilega grein fyrir því, að þau gætu verið mjög leiðinleg fyrir farþega minn. Kannske er það þess vegna, sem ég er eins góður sölumaður og ég er, að ég get alltaf sett mig í spor náungans. Ég hressti upp á ferðalagið með því að segja herra Johnson fáeina írska brandara, en enga hlátrana græddi ég á því, — ef til vill vegna þess, að vélin hafði svo hátt, að hann heyrði ekki til mín. Þegar hér var komið hafði ég komizt upp álag með að aka vélinni, og það var eins og ég hefði aldrei gert annað á æfinni. Þegar við komum að vöru- bílnum — sem var á kafi í for við veginn um það bil hálfa mílu frá borginni — sveigði ég í hring og bakkaði glæsilega að honum. Eins og ég sagði áðan, þá var gatan öll í for og grautlin, en til hægri var mar- flatt fen, sem sýndist jafnvel miklu gljúpara og forugra. Hingað og þangað voru stöðupollar, og nær því allt fenið var vaxið grófu stargresi, sem er eins og bam- busstengur á að líta. Herra Johnson benti út yfir stargresið og forina. „Þetta er armur af Gúmbó- feninu mikla,“ öskraði hann af öllum kröftum til þess að ég gæti heyrt það, sem hann sagði, þrátt fyrir hávaðann i vélinni. „Það getur verið að þetta verk- færi þitt komist áfram á vegunum, en það getur aldrei dregið hlass í gegnum þennan elg.“ Ég var nú bara hálf hræddur um þetta sjálfur, en ég játaði það ekki. „Pyrst af öllu,“ sagði ég, „drögum við vörubílinn þama upp.“ Við stigum báðir af dráttarvélinni og sukkum um leið til knés í mjúka lím- kennda leðjuna. Þetta var stór vörubíll, hlaðinn timbri, og hann lá svo djúpt í, að nærri lá að hjólin sæjust ekki, og grindin virtist hvíla á jörðinni. Johnson hélt að dráttarvélin myndi ekki hafa það af, en ég sagði honum að setjast við stýrið á vörubílnum svo að hann gæti stýrt honum þegar hann færi af stað. Um þetta leyti var byrjað að rigna, og herra Johnson bað mig að flýta mér vegna þess, að ekkert ökumannsskýli var á vörubílnum og föt hans tekin að blotna. Ég þreif keðjurnar upp úr áhaldakassanum, og sagði Johnson að líta á klukkuna. Hann gerðl það.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.