Jazzblaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 4
UM TROMMULEIKARA Eftir SVAVAR GESTS Tromman er eitt elzta hljóðfærið, er sögur fara af, og sáu brautryðjendur jazzins fljótt nauðsyn hennar í jazz- músik. Til dæmis var einn af fyrstu hljómsveitarstjórum jazzins, Jack Laine, sem uppi var í New Orleans um síðustu aldamót, trommuleikari. Hér á eftir mun ég minnast nokkuð á fyrstu trommuleikarana, sem uppi voru, en ræða betur um þá trommuleik- ai-a, sem núna eru þekktastir. Baby Dodds varð til að skapa nýjan stíl fyrir trommuleikara. - Hann fæddist í New Orleans ár- ið 1898 og lærði hann af hinum ýmsu trommu- leikurum þar í borginni. Hann byrjaði ungur að leika opinberlega, og sá hann fljótt, að meira var hægt að gera með trommunni en áður hafði tíðkast. Hann skapaði fjöl- breyttari stil í rhythmaleik og lagði meiri áherzlu á „fill in“, og eins byrj- aði hann að leika sólóar á trommurnar. Baby hefur leikið með óteljandi hljóm- sveitum frá því að hann byrjaði og leik- ur enn þann dag í dag. Aðrir trommuleikarar, sem komu fram um svipað leiti og Baby, eru Tubby Hall og Zutty Singelton, sem báðir léku New Orleans stílinn. Zutty er að margra áliti sagður bezti trommuleikarinn, er leikið hefur þann stíl. Sólar hans eru mjög melódískar og rhythmi góður. Chick Webb tók við af Baby Dodds og skap- aði hann nýrri og fullkomnari stíl fyrir trommu leikarana. Webb fæddist 1907 og byrjaði hann 13 ára gamall að leika með hljómsveitum. Hann stofn- aði hljómsveit tæplega tvítugur, og hljómsveit sú, sem hann var með um 1936 var í hópi beztu jazzhljómsveita þeirra tíma. Rhythmaleikur Webbs var einstaklega góður og sólóar hans allar þrauthugsaðar og vandvirknislegar, enda álíta margir jazzleikarar að Chick, sem dó fyrir átta árum, sé hinn eini og rétti konungur trommuleikaranna. Af öðrum negratrommuleikurum, sem komu fram á sömu árum og Chick má nefna hinn ágæta Kaiser Marshall úr hljómsveit Fletcher Henderson. Mainzie 4

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.