Jazzblaðið - 01.09.1952, Qupperneq 11
Harry Klein
Sá blásturshljóðfæraleikarinn, sem mér
fannst skemmtilegast að hlusta á og held
að mundi falla íslenzkum jazzáheyrendum
bezt í geð er baritón og altó-saxófónleikar-
inn Harry Klein. Hann er fremsti baritón-
saxófónleikari Englendinga en er nokkurn-
veginn jafngóður á altó, sem var hans
fyrsta hljóðfæri. Harry hefur leikið í öll-
um fremstu hljómsveitum Englands. Leikur
hans einkennist af skemmtilegri tækni og
stó'rkostlegum hugmyndum ásamt óþrjót-
andi krafti. Harry tekur leik sinn mjög
alvarlega, æfir mikið og hlustar mjög mikið
á plötur enda á hann það skemmtilegasta
plötusafn sem ég hefi komist í kynni við.
Hann hefur leikið á millilandaskipum og
kynnst amerískum jazzleikurum og leik
þeirra. Hafði hann lengi vel miklar mætur
á Lee Konitz og leik hans, og tileinkaði sér
jafnvel stíl hans, en eftir að hann kynntist
Charie Parker betur þá sannfærðist hann
um, að Parker sjálfur og enginn annar er
fremsti maður nútíma jazzins.
Klariknetleikarinn Vic Ash er annar jazz-
leikari, sem maður kemst ekki hjá að
dást að. Hann er tiltölulega nýr í ensku
jazzlífi. Tók ekki að vekja athygli á sér,
að verulegu ráði fyrr en á þessu ári. Nú
leikur hann á altó-saxófón og klarinet í
einni af fremstu hljómsveitum landsins,
Vic Lewis hljómsveitinni. Leikur Vic Ash
minnir mann talsvert á leik ameríska
snillingsins Buddy De Franco, ekki vegna
þess að sólóar þeirra séu líkar heldur
vegna hins, að Vic notar neðra „registrið“
á klarinetinu talsvert mikið, en það gerir
De Franco einmitt. Vic lék á plötur þeirri
sem leikin var inn af fremstu jazzleikurum
Englands um síðustu áramót og á hann
þar eina beztu sólóana.
Jimmy Deauchar
Aðrir blásturshljóðfæraleikarar sem
nefna má eru trompetleikarinn Bert Court-
!ey, trombónleikarinn Ken Wrey, tenór-
istinn Bob Burns, sem er Kanadamaður
nýfluttur til Englands. Allt eru þetta af-
bragðs jazzleikarar. Ogekki mágleymablás-
urunum úr liljómsveit Jack Parnell sem
flestir léku þarna eina kvöldið sem þeir
áttu frí í London yfir miðsumarstímann.
Trompetleikarinn Jimmy Deauchar bar af.
Telja allir hann mesta trompetleikara, sem
nú er uppi í Evrópu. Leikur hans minnir
nokkuð á stíl Miles Davis. Yfirlætislaus
tækni og hnitmiðaðar sólóar. Trombón-
leikarinn Mack Minshull var fremsti tromb-
ónleikari Englendinga á síðasta ári.
Mack er skemmtilegur trombónleikari og
áreiðanlega langbezti trombónleikari Breta,
Han-y Klein
Jimmy Deauchar
Tommy Whittle
Myndlr frá „Melody Maker".